„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2022 07:00 Valsmenn stóðu vel í þýska stórliðinu Flensburg, en mæta Svíþjóðarmeisturum Ystads annað kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta. Bjarni þekkir það vel að leika gegn Ystads, en hann og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tap gegn liðinu í úrslitaeinvíginu um Svíþjóðarmeistaratitilinn í vor. „Þetta er eiginlega nákvæmlega sama lið og við mættum í úrslitum í vor. Þetta er bara heilt yfir gott lið með góðan miðjumann, vinstri skyttu, línumann og markmann. Síðan eru þeir náttúrulega með Kim Andersson sem er með einstaklingsgæði og getur allt í einu tekið upp á því að hamra honum af tíu metrum, standandi kjurr, upp í skeytin,“ sagði Bjarni. „En þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik og finnst mjög spennandi að sjá hann.“ Umræddur Kim Andersson er langt frá því að vera nýbyrjarður í sportinu, en hann varð fertugur í ágúst á þessu ári. Bjarni segir að þrátt fyrir að vera orðinn gamall á handboltamælikvarða sé hann þó enn með nóg á tankinum. „Hann er enn þá alveg góður sko. Hann er náttúrulega líka bara með leikskilning eftir tuttugu ár á toppleveli. Síðan getur hann alveg hamrað honum fyrir utan enn þá þó hann sé orðinn gamall karlinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er Ystads nú búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti riðilsins með sex stig, einu stigi meira en Valsmenn. Þar á meðal er sænska liðið búið að vinna efstu tvö lið riðilsins, PAUC og Flensburg. Bjarni telur þó að Valsmenn eigi góða möguleika þegar liðin mætast annað kvöld. „Já ég met það alveg þannig að þeir eigi góða möguleika. Það er eiginlega ómögulegt að segja hvorum megin maður ætti að vera að veðja á leikinn og ég býst bara við frekar jöfnum leik. Svona fyrirfram er allavega erfitt að segja,“ sagði Bjarni að lokum. Hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um leik Vals og Ystads hefst eftir tæpar 13 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss Valur og Ystads mætast í Origo-höllinni annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Bjarni þekkir það vel að leika gegn Ystads, en hann og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tap gegn liðinu í úrslitaeinvíginu um Svíþjóðarmeistaratitilinn í vor. „Þetta er eiginlega nákvæmlega sama lið og við mættum í úrslitum í vor. Þetta er bara heilt yfir gott lið með góðan miðjumann, vinstri skyttu, línumann og markmann. Síðan eru þeir náttúrulega með Kim Andersson sem er með einstaklingsgæði og getur allt í einu tekið upp á því að hamra honum af tíu metrum, standandi kjurr, upp í skeytin,“ sagði Bjarni. „En þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt. Ég er persónulega mjög spenntur fyrir þessum leik og finnst mjög spennandi að sjá hann.“ Umræddur Kim Andersson er langt frá því að vera nýbyrjarður í sportinu, en hann varð fertugur í ágúst á þessu ári. Bjarni segir að þrátt fyrir að vera orðinn gamall á handboltamælikvarða sé hann þó enn með nóg á tankinum. „Hann er enn þá alveg góður sko. Hann er náttúrulega líka bara með leikskilning eftir tuttugu ár á toppleveli. Síðan getur hann alveg hamrað honum fyrir utan enn þá þó hann sé orðinn gamall karlinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar er Ystads nú búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í þriðja sæti riðilsins með sex stig, einu stigi meira en Valsmenn. Þar á meðal er sænska liðið búið að vinna efstu tvö lið riðilsins, PAUC og Flensburg. Bjarni telur þó að Valsmenn eigi góða möguleika þegar liðin mætast annað kvöld. „Já ég met það alveg þannig að þeir eigi góða möguleika. Það er eiginlega ómögulegt að segja hvorum megin maður ætti að vera að veðja á leikinn og ég býst bara við frekar jöfnum leik. Svona fyrirfram er allavega erfitt að segja,“ sagði Bjarni að lokum. Hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um leik Vals og Ystads hefst eftir tæpar 13 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Símað til Svíþjóðar og Sviss Valur og Ystads mætast í Origo-höllinni annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.
Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira