Álaborgarliðið náði snemma tökum á leiknum og náði strax fimm marka forskoti í stöðunni 9-4. Liðið hélt fimm til sex marka forskoti út fyrri hálfleikinn og staðan var 17-12 þegar liðin gegnu til búningsherbergja.
Heimamenn í Álaborg hertu svo tökin í síðari hálfleik og náðu mest ellefu marka forskoti. Sigur þeirra var því aldrei í hættu ig liðið vann að lokum öruggan átta marka sigur, 32-24.
Álaborg er nú á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með 29 stig eftir 17 leiki, líkt og GOG, en með mun betri markatölu. Skjern situr hins vegar í fimmta sæti með 21 stig.