Viktor Gísli kosinn efnilegasti markvörður heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 13:46 Viktor Gísli í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í dag valinn efnilegasti markvörður heims af vefnum Handball Planet. Þá var hann í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn í heimi, sama hvar þeir spila á vellinum. Viktor Gísli hefur farið mikinn með Nantes í Frakklandi undanfarnar vikur. Svo vel hefur hann spilað að stuðningsfólk þýska stórveldisins Kiel vill fá hann í sínar raðir. Viktor Gísli varð fyrir því óláni að meiðast lítillega á dögunum en ætti að vera orðinn góður þegar HM í handbolta hefst 12. janúar næstkomandi. Handball Planet byggir einkunnagjöf sína á kosningu sem og stigagjöf dómara. Viktor Gísli var töluvert á eftir Abdelrahman Mohamed sem leikur með Al Ahly í Egyptalandi en dómnefnd Handball Planet var einróma í ákvörðun sinni. Viktor Gísli var talinn bestur og fékk fyrir það átta stig ásamt því að fá þrjú stig fyrir að vera í öðru sæti yfir fjölda atkvæða. Viktor Gísli fékk því samtals 11 stig og endaði fyrir ofan Mohamed sem endaði með 10 stig, fimm fyrir að vinna kosninguna og fimm frá dómnefnd. Þar á eftir komu Dominik Kuzmanović sem spilar með RK Nexe í Króatíu og Miljan Vujovic sem spilar með Stuttgart í Þýskalandi. Stigin 11 sem Viktor Gísli fékk gera það að verkum að hann endaði í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn heims. Sá efnilegasti að þessu sinni er sænska skyttan í liði Kiel, Eric Johannsson. Þar á eftir kom Portúgalinn Francisco Mota en hann spilar hægra horn hjá Sporting í heimalandinu. Pure talent who played a major role in @HSI_Iceland 's fantastic journey Viktor Hallgrimsson is your All-star Team Goalkeeper #ehfeuro2022 pic.twitter.com/ViVhO5gi07— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 Ekki amalegt fyrir hinn 22 ára gamla Viktor Gísla að landa slíkum verðlaunum í aðdraganda HM. Nú er bara að staðfesta endanlega fyrir umheiminum hversu góður hann er með góðri frammistöðu á HM. Handbolti Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Viktor Gísli hefur farið mikinn með Nantes í Frakklandi undanfarnar vikur. Svo vel hefur hann spilað að stuðningsfólk þýska stórveldisins Kiel vill fá hann í sínar raðir. Viktor Gísli varð fyrir því óláni að meiðast lítillega á dögunum en ætti að vera orðinn góður þegar HM í handbolta hefst 12. janúar næstkomandi. Handball Planet byggir einkunnagjöf sína á kosningu sem og stigagjöf dómara. Viktor Gísli var töluvert á eftir Abdelrahman Mohamed sem leikur með Al Ahly í Egyptalandi en dómnefnd Handball Planet var einróma í ákvörðun sinni. Viktor Gísli var talinn bestur og fékk fyrir það átta stig ásamt því að fá þrjú stig fyrir að vera í öðru sæti yfir fjölda atkvæða. Viktor Gísli fékk því samtals 11 stig og endaði fyrir ofan Mohamed sem endaði með 10 stig, fimm fyrir að vinna kosninguna og fimm frá dómnefnd. Þar á eftir komu Dominik Kuzmanović sem spilar með RK Nexe í Króatíu og Miljan Vujovic sem spilar með Stuttgart í Þýskalandi. Stigin 11 sem Viktor Gísli fékk gera það að verkum að hann endaði í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn heims. Sá efnilegasti að þessu sinni er sænska skyttan í liði Kiel, Eric Johannsson. Þar á eftir kom Portúgalinn Francisco Mota en hann spilar hægra horn hjá Sporting í heimalandinu. Pure talent who played a major role in @HSI_Iceland 's fantastic journey Viktor Hallgrimsson is your All-star Team Goalkeeper #ehfeuro2022 pic.twitter.com/ViVhO5gi07— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 Ekki amalegt fyrir hinn 22 ára gamla Viktor Gísla að landa slíkum verðlaunum í aðdraganda HM. Nú er bara að staðfesta endanlega fyrir umheiminum hversu góður hann er með góðri frammistöðu á HM.
Handbolti Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira