Svartsýnni nú en fyrir helgi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 10. desember 2022 12:10 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir enn svartsýnni á árangur í kjaraviðræðum í dag en hann var í gær. Viðræður virðast hreinlega ekkert þokast. Samflot VR og iðnaðarmanna fundar nú áfram með samtökum atvinnulífsins, fundur stóð fram eftir kvöldi í gær, en helgin mun ráða úrslitum um það hvort skammtímasamningur sé mögulegur. Fundarhöld halda áfram í karphúsinu í dag og hófst fundurinn núna klukkan ellefu þegar VR og samflot iðn- og tæknifólks mættu til áframhaldandi viðræðna við samtök atvinnulífsins. Fréttastofa náði tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR nú í morgun. Hann segist ekki endilega búast við miklum árangri í dag. „Ég myndi segja að ég væri töluvert svartsýnni en í gær. Við virðumst ekkert komast áfram í þessu. Einhver mál sem mjakast eitthvað áfram en önnur aftur og við einhvern veginn endum alltaf í sama farinu svo ég er frekar svartsýnni heldur en hitt. Þó svo ég hafi farið inn í þetta nokkuð hlutlaus.“ Starfsgreinasambandið samdi við SA um síðustu helgi og hafa þeir samningar verið gagnrýndir af öðrum verkalýðsfélögum. „Það er alveg ljóst að samningarnir sem er búið að undirrita eru að trufla okkar vinnu það er ekkert hægt að segja annað. Þeir trufla mig persónulega ekki en þeir virðast gera það já, trufla Samtök atvinnulífsins í þessari vinnu.“ Ef skammtímasamningar nást ekki um helgina eru allar líkur á því að sú lausn sé útaf borðinu. „Við erum að gera atlögu að þessu núna en ef það nær ekki saman að þa augljóslega þurfum við að hugsa þetta út frá öðrum vinkli og það er þá langtímasamning sem við förum að hugsa útfrá og munum nálgast vinnuna þannig. Aðspurður segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, hlutina vera að þokast áfram. „Það gerði það, en það er hins vegar talsvert eftir enn þá og við þurfum að nýta þessa helgi vel ef þetta á að nást.“ En hvað með daginn í dag? „Ég held að dagurinn í dag snúist um að við verðum ráðagóð á raunastund“, sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Fundarhöld halda áfram í karphúsinu í dag og hófst fundurinn núna klukkan ellefu þegar VR og samflot iðn- og tæknifólks mættu til áframhaldandi viðræðna við samtök atvinnulífsins. Fréttastofa náði tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR nú í morgun. Hann segist ekki endilega búast við miklum árangri í dag. „Ég myndi segja að ég væri töluvert svartsýnni en í gær. Við virðumst ekkert komast áfram í þessu. Einhver mál sem mjakast eitthvað áfram en önnur aftur og við einhvern veginn endum alltaf í sama farinu svo ég er frekar svartsýnni heldur en hitt. Þó svo ég hafi farið inn í þetta nokkuð hlutlaus.“ Starfsgreinasambandið samdi við SA um síðustu helgi og hafa þeir samningar verið gagnrýndir af öðrum verkalýðsfélögum. „Það er alveg ljóst að samningarnir sem er búið að undirrita eru að trufla okkar vinnu það er ekkert hægt að segja annað. Þeir trufla mig persónulega ekki en þeir virðast gera það já, trufla Samtök atvinnulífsins í þessari vinnu.“ Ef skammtímasamningar nást ekki um helgina eru allar líkur á því að sú lausn sé útaf borðinu. „Við erum að gera atlögu að þessu núna en ef það nær ekki saman að þa augljóslega þurfum við að hugsa þetta út frá öðrum vinkli og það er þá langtímasamning sem við förum að hugsa útfrá og munum nálgast vinnuna þannig. Aðspurður segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, hlutina vera að þokast áfram. „Það gerði það, en það er hins vegar talsvert eftir enn þá og við þurfum að nýta þessa helgi vel ef þetta á að nást.“ En hvað með daginn í dag? „Ég held að dagurinn í dag snúist um að við verðum ráðagóð á raunastund“, sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu nú fyrir skömmu.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira