Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. desember 2022 10:30 Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Vaxandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hefur þannig mælst í skoðanakönnunum á meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna á sama tíma og fylgi flokksins hefur aukizt. Með öðrum orðum telur ljóslega stór hópur kjósenda, sem andvígur er því að Ísland gangi í sambandið, að hann geti nú stutt Samfylkinguna í trausti þess að flokkurinn muni þrátt fyrir óbreytta stefnu ekki beita sér fyrir inngöngu í það. Hafa ekki minnzt á Evrópusambandið Fylgi Viðreisnar, hins stjórnmálaflokksins á Alþingi sem hlynntur er inngöngu í Evrópusambandið, er á sama tíma á hliðstæðum nótum nú og í þingkosningunum og hefur þannig lítið breytzt á undanförnum mánuðum þrátt fyrir aukna áherzlu flokksins á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar. Miðað við síðustu könnun Gallups er fylgi flokksins raunar talsvert minna nú en það var í kosningunum. Með öðrum orðum liggur beinast við að draga þá ályktun að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Þvert á móti. Forystumenn Viðreisnar virðast hafa áttað sig á þessu og hafa þannig að undanförnu sent frá sér greinar um mál, sem þeir hafa áður ekki fjallað um án þess að tengja þau með beinum hætti við inngöngu í Evrópusambandið, án þess að minnast einu orði á sambandið. Viðreisn í eðli sínu eins máls flokkur Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni og Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Viðreisn er þannig í eðli sínu eins máls flokkur. Hins vegar var Samfylkingin aldrei stofnuð í kringum inngöngu í Evrópusambandið. Málið var þvert á móti lagt til hliðar þegar flokkurinn var stofnaður fyrir bráðum aldarfjórðungi síðan. Innganga í sambandið varð ekki að stefnu hans fyrr en nokkrum árum síðar. Flokkarnir hafa báðir reynt að leggja áherzlu á önnur mál að undanförnu en trúverðugleiki Samfylkingarinnar er fyrir vikið langtum meiri en Viðreisnar. Stefna Samfylkingarinnar er óbreytt Hitt er svo annað mál að full ástæða er til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta áherzlu Samfylkingarinnar enda er stefna flokksins eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar í haust er markmiðið, með því að leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst það að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst.“ Fyrir vikið er alls óvíst hvort breytt áherzla Samfylkingarinnar dugi þegar upp verður staðið til þess að sannfæra vinstrisinnaða kjósendur, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið. Á meðan stefna Samfylkingarinnar er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að stóla á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Vaxandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hefur þannig mælst í skoðanakönnunum á meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna á sama tíma og fylgi flokksins hefur aukizt. Með öðrum orðum telur ljóslega stór hópur kjósenda, sem andvígur er því að Ísland gangi í sambandið, að hann geti nú stutt Samfylkinguna í trausti þess að flokkurinn muni þrátt fyrir óbreytta stefnu ekki beita sér fyrir inngöngu í það. Hafa ekki minnzt á Evrópusambandið Fylgi Viðreisnar, hins stjórnmálaflokksins á Alþingi sem hlynntur er inngöngu í Evrópusambandið, er á sama tíma á hliðstæðum nótum nú og í þingkosningunum og hefur þannig lítið breytzt á undanförnum mánuðum þrátt fyrir aukna áherzlu flokksins á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar. Miðað við síðustu könnun Gallups er fylgi flokksins raunar talsvert minna nú en það var í kosningunum. Með öðrum orðum liggur beinast við að draga þá ályktun að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Þvert á móti. Forystumenn Viðreisnar virðast hafa áttað sig á þessu og hafa þannig að undanförnu sent frá sér greinar um mál, sem þeir hafa áður ekki fjallað um án þess að tengja þau með beinum hætti við inngöngu í Evrópusambandið, án þess að minnast einu orði á sambandið. Viðreisn í eðli sínu eins máls flokkur Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni og Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Viðreisn er þannig í eðli sínu eins máls flokkur. Hins vegar var Samfylkingin aldrei stofnuð í kringum inngöngu í Evrópusambandið. Málið var þvert á móti lagt til hliðar þegar flokkurinn var stofnaður fyrir bráðum aldarfjórðungi síðan. Innganga í sambandið varð ekki að stefnu hans fyrr en nokkrum árum síðar. Flokkarnir hafa báðir reynt að leggja áherzlu á önnur mál að undanförnu en trúverðugleiki Samfylkingarinnar er fyrir vikið langtum meiri en Viðreisnar. Stefna Samfylkingarinnar er óbreytt Hitt er svo annað mál að full ástæða er til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta áherzlu Samfylkingarinnar enda er stefna flokksins eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar í haust er markmiðið, með því að leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst það að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst.“ Fyrir vikið er alls óvíst hvort breytt áherzla Samfylkingarinnar dugi þegar upp verður staðið til þess að sannfæra vinstrisinnaða kjósendur, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið. Á meðan stefna Samfylkingarinnar er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að stóla á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun