Feminískur draumur á jólum Stefanía Sigurðardóttir skrifar 10. desember 2022 08:31 Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni. Mér varð hugsað til þessa lags eftir nýlegt spjall um hversu skammt á veg við erum komin í átt að fullu jafnrétti í heiminum. Við vitum að ekki öll munu eiga gleðileg jól á sínum heimilum. Sum kvíða jólunum vegna þess að þá er enn líklegra en ella að þau verði fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir í Bretlandi sýna að ofbeldi á heimilum aukist um allt að 25% yfir jólahátíðirnar. Konur í Íran upplifa enn þá stöðu að þurfa að ganga um með rétt ásetta Hijab og eiga annars á hættu að lenda í klóm siðgæðislögreglunnar. Hún handtekur ekki bara konur sem bera klæðin ekki rétt heldur drepa þær fyrir að klæða sig ekki eftir reglum ofbeldismanna. Eftir að Masha Amini var myrt um miðjan september af siðgæðislögreglunni hafa mótmæli dunið í landinu, landsmenn hafa fengið nóg og þau ætla ekki að gefast upp fyrr en að ofbeldismennirnir sem stjórna landinu eru farnir frá völdum. Mótmælendurnir eru nú skotnir í andlit eða í kynfærin af siðferðislögreglunni, þrátt fyrir þessa hættu þá fylla þau samt göturnar, allt til þess að binda enda á þessa skelfilegu stjórn þar í landi, og gefa konum frelsi á ný. Það verður mögulega ekki fyrir þessi jól en það er vissulega von, meiri von en áður. Við lásum mörg grein um þriðju vaktina eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson (Huggulegt um jólin?), það mætti segja að hún hafi brotið internetið. Hjónin leyfðu sér að benda á þá staðreynd að konur eru oftast þær sem taka á sig mesta framkvæmdastjórn heimilisins. Þau segja að þessi vakt samanstandi af alls kyns utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi svo að allt sé til staðar og að jólahátíð fjölskyldunnar gangi upp. Viðbrögðin komu ekki á óvart línur eins og „við vitum öll hver stjórnar á þessu heimili“ með vísun til þess að konan í þessu sambandi stjórni öllu og karlinn sé einhver gólftuska er þekkt lína þegar karlmenn tala um kynjajafnrétti. Við vitum að þetta lagast ekki fyrir jól en með frekari vitundarvakningu þá er von að þegar sonur minn fer að búa þá verði kannski normið að þriðju vaktinni verði skipt jafnt á milli maka. Enn búa konur við þann veruleika að vera ekki óhultar í sínu samfélagi, konur alls staðar í heiminum hræðast að vera einar á ferli af ótta við það að á þær verði ráðist. Þegar ég varð unglingur þá var mér kennt hvernig væri best að vígbúast ef ég neyddist til að vera ein á ferli. Það er eflaust ekki til sú kona sem hefur ekki fengið varnaðarorð frá foreldri áður en farið sé út að skemmta sér um að aldrei labba ein heim, halda hópinn og passa upp á glasið. Karlkyns vinir mínir fengu ekki þessa ræðu, þó vissulega ýmislegt geti gerst fyrir karlmenn þá er ekki sama hætta fyrir þá að fara út að skemmta sér. Jafnframt hefur verið áralangur faraldur af kynferðisofbeldi á Íslandi en samt hefur enginn dómsmálaráðherra hótað stríði gegn kynferðisofbeldi. Kannski einn daginn gerist það, en því miður verður kynferðisofbeldi gegn konum ekki upprætt fyrir þessi jól. En eins og Stevie söng um þá mögulega gerist það ekki á okkar líftíma en kannski einhvern tíma. Ég óska ykkur kæru landsmenn, betri heims, minna ofbeldis og frjáls Írans. Höfundur er stjórnarkona hjá Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mótmælaalda í Íran Íran Jafnréttismál Stefanía Sigurðardóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni. Mér varð hugsað til þessa lags eftir nýlegt spjall um hversu skammt á veg við erum komin í átt að fullu jafnrétti í heiminum. Við vitum að ekki öll munu eiga gleðileg jól á sínum heimilum. Sum kvíða jólunum vegna þess að þá er enn líklegra en ella að þau verði fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir í Bretlandi sýna að ofbeldi á heimilum aukist um allt að 25% yfir jólahátíðirnar. Konur í Íran upplifa enn þá stöðu að þurfa að ganga um með rétt ásetta Hijab og eiga annars á hættu að lenda í klóm siðgæðislögreglunnar. Hún handtekur ekki bara konur sem bera klæðin ekki rétt heldur drepa þær fyrir að klæða sig ekki eftir reglum ofbeldismanna. Eftir að Masha Amini var myrt um miðjan september af siðgæðislögreglunni hafa mótmæli dunið í landinu, landsmenn hafa fengið nóg og þau ætla ekki að gefast upp fyrr en að ofbeldismennirnir sem stjórna landinu eru farnir frá völdum. Mótmælendurnir eru nú skotnir í andlit eða í kynfærin af siðferðislögreglunni, þrátt fyrir þessa hættu þá fylla þau samt göturnar, allt til þess að binda enda á þessa skelfilegu stjórn þar í landi, og gefa konum frelsi á ný. Það verður mögulega ekki fyrir þessi jól en það er vissulega von, meiri von en áður. Við lásum mörg grein um þriðju vaktina eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson (Huggulegt um jólin?), það mætti segja að hún hafi brotið internetið. Hjónin leyfðu sér að benda á þá staðreynd að konur eru oftast þær sem taka á sig mesta framkvæmdastjórn heimilisins. Þau segja að þessi vakt samanstandi af alls kyns utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi svo að allt sé til staðar og að jólahátíð fjölskyldunnar gangi upp. Viðbrögðin komu ekki á óvart línur eins og „við vitum öll hver stjórnar á þessu heimili“ með vísun til þess að konan í þessu sambandi stjórni öllu og karlinn sé einhver gólftuska er þekkt lína þegar karlmenn tala um kynjajafnrétti. Við vitum að þetta lagast ekki fyrir jól en með frekari vitundarvakningu þá er von að þegar sonur minn fer að búa þá verði kannski normið að þriðju vaktinni verði skipt jafnt á milli maka. Enn búa konur við þann veruleika að vera ekki óhultar í sínu samfélagi, konur alls staðar í heiminum hræðast að vera einar á ferli af ótta við það að á þær verði ráðist. Þegar ég varð unglingur þá var mér kennt hvernig væri best að vígbúast ef ég neyddist til að vera ein á ferli. Það er eflaust ekki til sú kona sem hefur ekki fengið varnaðarorð frá foreldri áður en farið sé út að skemmta sér um að aldrei labba ein heim, halda hópinn og passa upp á glasið. Karlkyns vinir mínir fengu ekki þessa ræðu, þó vissulega ýmislegt geti gerst fyrir karlmenn þá er ekki sama hætta fyrir þá að fara út að skemmta sér. Jafnframt hefur verið áralangur faraldur af kynferðisofbeldi á Íslandi en samt hefur enginn dómsmálaráðherra hótað stríði gegn kynferðisofbeldi. Kannski einn daginn gerist það, en því miður verður kynferðisofbeldi gegn konum ekki upprætt fyrir þessi jól. En eins og Stevie söng um þá mögulega gerist það ekki á okkar líftíma en kannski einhvern tíma. Ég óska ykkur kæru landsmenn, betri heims, minna ofbeldis og frjáls Írans. Höfundur er stjórnarkona hjá Kvenréttindafélagi Íslands.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun