„Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 21:23 Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði og Halldóri Benjamín fyrr í kvöld. Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali. Atkvæðagreiðsla um SGS-samninginn hófst í dag og stendur til 19. desember. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 hefur fylgst með málinu í allan dag. „Okkar markmið er það að klára kjarasamninga, við höfum setið hér í húsi í allan dag og erum hér enn. Þetta tekur hins vegar ótrúlega langan tíma og er eitthvað sem við þurfum að vinna með, klára þetta. Vonandi tekst þetta,“ sagði Kristján Þórður aðspurður um hvort samningar myndu takast um helgina. Þá sagði Halldór Benjamín að línan væri skýr varðandi stefnumörkun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins. „Þeir kjarasamningar sem við gerum við stóra hópa eru stefnumarkandi en það breytir því ekki að við erum að vinna með mismunandi hópa og reynum að finna fullnægjandi lausnir.“ Kristján Þórður tók undir það. „Þetta eru mismunandi hópar og mismunandi lausnir sem þarf fyrir hópana og það er auðvitað það sem við erum að glíma við í dag og þessa dagana, að finna lausnina sem hentar þessum hópum.“ Og fer kannski að berast vöffluilmur um húsnæði ríkissáttasemjara nú um helgina? „Ég var að skoða veðurspána áðan, það á að vera heiðríkja næstu daga og ég hugsa að það viðri vel til kjarasamningsgerðar,“ svaraði Halldór Benjamín og Kristján Þórður tók í sama streng. „Það er vonandi, við erum í húsi til að semja og maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina.“ Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18 Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um SGS-samninginn hófst í dag og stendur til 19. desember. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 hefur fylgst með málinu í allan dag. „Okkar markmið er það að klára kjarasamninga, við höfum setið hér í húsi í allan dag og erum hér enn. Þetta tekur hins vegar ótrúlega langan tíma og er eitthvað sem við þurfum að vinna með, klára þetta. Vonandi tekst þetta,“ sagði Kristján Þórður aðspurður um hvort samningar myndu takast um helgina. Þá sagði Halldór Benjamín að línan væri skýr varðandi stefnumörkun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins. „Þeir kjarasamningar sem við gerum við stóra hópa eru stefnumarkandi en það breytir því ekki að við erum að vinna með mismunandi hópa og reynum að finna fullnægjandi lausnir.“ Kristján Þórður tók undir það. „Þetta eru mismunandi hópar og mismunandi lausnir sem þarf fyrir hópana og það er auðvitað það sem við erum að glíma við í dag og þessa dagana, að finna lausnina sem hentar þessum hópum.“ Og fer kannski að berast vöffluilmur um húsnæði ríkissáttasemjara nú um helgina? „Ég var að skoða veðurspána áðan, það á að vera heiðríkja næstu daga og ég hugsa að það viðri vel til kjarasamningsgerðar,“ svaraði Halldór Benjamín og Kristján Þórður tók í sama streng. „Það er vonandi, við erum í húsi til að semja og maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina.“
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18 Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. 9. desember 2022 16:18
Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56