Hreyfiaflið í opinberum innkaupum Harpa Júlíusdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir skrifa 12. desember 2022 07:00 Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Hið opinbera og það fjármagn sem fer í opinberar framkvæmdir og innkaup getur stutt markvisst við hringrásarkeðjuna sem atvinnulífið vinnur að því að móta. Þannig leysa opinber útboð úr læðingi kraft sem kallar fram sjálfbærnilausnir og býr til nýja og spennandi möguleika á samstarfi innan markaða. Að hafa skýran ásetning, með sjálfbærni að leiðarljósi, í opinberum fjárfestingum og innkaupum styður meðal annars markvisst við markmið stjórnvalda og atvinnulífsins um að draga úr losun og vinna að markmiðum Parísarsáttmálans. Spennandi svið með fjölmörg tækifæri Samtökin SAPIENS, Sustainability and Procurement in International, European and National Systems, samanstanda af tíu háskólum, ásamt félögum og stofnunum, sem koma að opinberum innkaupum. Þar á meðal eru Ríkiskaup. Samtökin standa að víðtækum rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis sem snýr að sjálfbærum opinberum innkaupum. Þar má til að mynda mæla með rafrænu námskeiði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar má nálgast nokkur aðgengileg myndbönd þar sem farið er yfir það ferli sem felst í sjálfbærum opinberum innkaupum og þeim lagalegum atriðum sem þarf að huga að. Í fótspor fyrirmynda Hollendingar hafa sett sér þá stefnu að öll opinber útboð styðji við sjálfbærnivegferð landsins og þar er hugað að þremur þáttum: umhverfi, samfélagi og nýsköpun. Þetta kalla þau “procurement with impact” eða opinber innkaup sem hafa áhrif, sjá nánar hér. Innviðaráðuneyti Hollands (e. Ministry of Infrastructure) hefur síðustu ár sett allar sínar framkvæmdir undir sjálfbærni- og hringrásarlinsuna. Áhersla er lögð á að allar vörur sem keyptar eru og framkvæmdir sem stofnanir sem heyra undir ráðuneytið ráðast í, séu hugsaðar út frá lífsferlisgreiningu. Markmiðið er að mannvirkjum sé hægt að viðhalda og þróa áfram í takt við framtíðar notkun, og efnið sem notað er fari aftur inn í hringrásina að notkunartíma loknum. Þá hefur það verið stefna Finna um nokkurt skeið að þegar þörf skapast fyrir húsnæði undir opinbera starfsemi er ávallt litið fyrst til þess að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt. Þar er starfandi miðlæg ráðgjafastofa sem er í opinberri eigu og hefur það hlutverk að styðja við sjálfbærni í opinberum útboðum þegar kemur að orku og efni, til að mynda við byggingar, framkvæmdir og tækjakaup. Hvatinn er skýr Sveitarfélög í Svíþjóð og Noregi hafa í auknum mæli byggt upp rafræna gagnabanka um eignir sínar, stórar og smáar, og þannig aukið líkur á því að eignir nýtist sem best, þvert á starfsstöðvar. Þá hafa Svíar lagt mikla vinnu í þjónustusíðu, sem sett er sérstaklega upp fyrir markviss sjálfbær opinber útboð. Þar geta opinberir aðilar nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig má setja fram skilyrði sem snúa að sjálfbærni þegar útboð eru sett fram. Á síðunni má skoða ólíka flokka útboða og hverju þarf að huga að í hverjum flokki fyrir sig. Þarna hefur sannast hversu mikilvægt það er að mótuð sé heildstæð hringrásar stefna um innkaup. Hvatinn til að nýta það sem til er, kaupa notað og leita uppi nýsköpun sem getur boðið fram hringrásarlausnir er skýr. Hið opinbera getur með þessu bæði sparað fjármagn og unnið markvisst að minni sóun og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og gefur að skilja eru þarna hindranir sem hefur þurft að yfirstíga og má þar einna helst nefna gæðaeftilit og að hægt sé að rekja lífsferil þegar keypt er notað efni. Slík nálgun kallar á samvinnu opinberra vottunaraðila og einkageirans. Úr einni ferju í sjötíu og fjórar á sjö árum Árið 2015 réðust norsk yfirvöld í átak til að fjölga farþegaferjum sem ganga fyrir rafmagni í stað jarðeldsneytis, en á þeim tíma var eingöngu ein ferja sem gekk fyrir rafmagni. Hið opinbera þrýsti þar á lausnir og þróun með áherslum í gegnum innkaup og útboð, sem aftur kallaði á samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Árið 2022 var fjöldi ferja sem ganga fyrir rafmagni komin í 74. Leysum kraftinn úr læðingi Það samfélag sem myndar Festu - miðstöð um sjálfbærni, samanstendur af okkar stærstu og minnstu fyrirtækjum, frumkvöðlum og sprotum, í fjölbreyttum geirum, sem vinna alla daga að lausnum og verkferlum sem stuðla að sjálfbærni og hringrás. Jarðvegurinn er til staðar og með skýrum línum og markvissri stefnu sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setja fram verður hægt að leysa úr læðingi gríðarlega spennandi kraft og mikilvægt markaðsforskot sem íslenskt atvinnulíf og samfélag getur verið stolt af. Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Hið opinbera og það fjármagn sem fer í opinberar framkvæmdir og innkaup getur stutt markvisst við hringrásarkeðjuna sem atvinnulífið vinnur að því að móta. Þannig leysa opinber útboð úr læðingi kraft sem kallar fram sjálfbærnilausnir og býr til nýja og spennandi möguleika á samstarfi innan markaða. Að hafa skýran ásetning, með sjálfbærni að leiðarljósi, í opinberum fjárfestingum og innkaupum styður meðal annars markvisst við markmið stjórnvalda og atvinnulífsins um að draga úr losun og vinna að markmiðum Parísarsáttmálans. Spennandi svið með fjölmörg tækifæri Samtökin SAPIENS, Sustainability and Procurement in International, European and National Systems, samanstanda af tíu háskólum, ásamt félögum og stofnunum, sem koma að opinberum innkaupum. Þar á meðal eru Ríkiskaup. Samtökin standa að víðtækum rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis sem snýr að sjálfbærum opinberum innkaupum. Þar má til að mynda mæla með rafrænu námskeiði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar má nálgast nokkur aðgengileg myndbönd þar sem farið er yfir það ferli sem felst í sjálfbærum opinberum innkaupum og þeim lagalegum atriðum sem þarf að huga að. Í fótspor fyrirmynda Hollendingar hafa sett sér þá stefnu að öll opinber útboð styðji við sjálfbærnivegferð landsins og þar er hugað að þremur þáttum: umhverfi, samfélagi og nýsköpun. Þetta kalla þau “procurement with impact” eða opinber innkaup sem hafa áhrif, sjá nánar hér. Innviðaráðuneyti Hollands (e. Ministry of Infrastructure) hefur síðustu ár sett allar sínar framkvæmdir undir sjálfbærni- og hringrásarlinsuna. Áhersla er lögð á að allar vörur sem keyptar eru og framkvæmdir sem stofnanir sem heyra undir ráðuneytið ráðast í, séu hugsaðar út frá lífsferlisgreiningu. Markmiðið er að mannvirkjum sé hægt að viðhalda og þróa áfram í takt við framtíðar notkun, og efnið sem notað er fari aftur inn í hringrásina að notkunartíma loknum. Þá hefur það verið stefna Finna um nokkurt skeið að þegar þörf skapast fyrir húsnæði undir opinbera starfsemi er ávallt litið fyrst til þess að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt. Þar er starfandi miðlæg ráðgjafastofa sem er í opinberri eigu og hefur það hlutverk að styðja við sjálfbærni í opinberum útboðum þegar kemur að orku og efni, til að mynda við byggingar, framkvæmdir og tækjakaup. Hvatinn er skýr Sveitarfélög í Svíþjóð og Noregi hafa í auknum mæli byggt upp rafræna gagnabanka um eignir sínar, stórar og smáar, og þannig aukið líkur á því að eignir nýtist sem best, þvert á starfsstöðvar. Þá hafa Svíar lagt mikla vinnu í þjónustusíðu, sem sett er sérstaklega upp fyrir markviss sjálfbær opinber útboð. Þar geta opinberir aðilar nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig má setja fram skilyrði sem snúa að sjálfbærni þegar útboð eru sett fram. Á síðunni má skoða ólíka flokka útboða og hverju þarf að huga að í hverjum flokki fyrir sig. Þarna hefur sannast hversu mikilvægt það er að mótuð sé heildstæð hringrásar stefna um innkaup. Hvatinn til að nýta það sem til er, kaupa notað og leita uppi nýsköpun sem getur boðið fram hringrásarlausnir er skýr. Hið opinbera getur með þessu bæði sparað fjármagn og unnið markvisst að minni sóun og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og gefur að skilja eru þarna hindranir sem hefur þurft að yfirstíga og má þar einna helst nefna gæðaeftilit og að hægt sé að rekja lífsferil þegar keypt er notað efni. Slík nálgun kallar á samvinnu opinberra vottunaraðila og einkageirans. Úr einni ferju í sjötíu og fjórar á sjö árum Árið 2015 réðust norsk yfirvöld í átak til að fjölga farþegaferjum sem ganga fyrir rafmagni í stað jarðeldsneytis, en á þeim tíma var eingöngu ein ferja sem gekk fyrir rafmagni. Hið opinbera þrýsti þar á lausnir og þróun með áherslum í gegnum innkaup og útboð, sem aftur kallaði á samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Árið 2022 var fjöldi ferja sem ganga fyrir rafmagni komin í 74. Leysum kraftinn úr læðingi Það samfélag sem myndar Festu - miðstöð um sjálfbærni, samanstendur af okkar stærstu og minnstu fyrirtækjum, frumkvöðlum og sprotum, í fjölbreyttum geirum, sem vinna alla daga að lausnum og verkferlum sem stuðla að sjálfbærni og hringrás. Jarðvegurinn er til staðar og með skýrum línum og markvissri stefnu sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setja fram verður hægt að leysa úr læðingi gríðarlega spennandi kraft og mikilvægt markaðsforskot sem íslenskt atvinnulíf og samfélag getur verið stolt af. Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar