Hreyfiaflið í opinberum innkaupum Harpa Júlíusdóttir og Hrund Gunnsteinsdóttir skrifa 12. desember 2022 07:00 Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Hið opinbera og það fjármagn sem fer í opinberar framkvæmdir og innkaup getur stutt markvisst við hringrásarkeðjuna sem atvinnulífið vinnur að því að móta. Þannig leysa opinber útboð úr læðingi kraft sem kallar fram sjálfbærnilausnir og býr til nýja og spennandi möguleika á samstarfi innan markaða. Að hafa skýran ásetning, með sjálfbærni að leiðarljósi, í opinberum fjárfestingum og innkaupum styður meðal annars markvisst við markmið stjórnvalda og atvinnulífsins um að draga úr losun og vinna að markmiðum Parísarsáttmálans. Spennandi svið með fjölmörg tækifæri Samtökin SAPIENS, Sustainability and Procurement in International, European and National Systems, samanstanda af tíu háskólum, ásamt félögum og stofnunum, sem koma að opinberum innkaupum. Þar á meðal eru Ríkiskaup. Samtökin standa að víðtækum rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis sem snýr að sjálfbærum opinberum innkaupum. Þar má til að mynda mæla með rafrænu námskeiði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar má nálgast nokkur aðgengileg myndbönd þar sem farið er yfir það ferli sem felst í sjálfbærum opinberum innkaupum og þeim lagalegum atriðum sem þarf að huga að. Í fótspor fyrirmynda Hollendingar hafa sett sér þá stefnu að öll opinber útboð styðji við sjálfbærnivegferð landsins og þar er hugað að þremur þáttum: umhverfi, samfélagi og nýsköpun. Þetta kalla þau “procurement with impact” eða opinber innkaup sem hafa áhrif, sjá nánar hér. Innviðaráðuneyti Hollands (e. Ministry of Infrastructure) hefur síðustu ár sett allar sínar framkvæmdir undir sjálfbærni- og hringrásarlinsuna. Áhersla er lögð á að allar vörur sem keyptar eru og framkvæmdir sem stofnanir sem heyra undir ráðuneytið ráðast í, séu hugsaðar út frá lífsferlisgreiningu. Markmiðið er að mannvirkjum sé hægt að viðhalda og þróa áfram í takt við framtíðar notkun, og efnið sem notað er fari aftur inn í hringrásina að notkunartíma loknum. Þá hefur það verið stefna Finna um nokkurt skeið að þegar þörf skapast fyrir húsnæði undir opinbera starfsemi er ávallt litið fyrst til þess að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt. Þar er starfandi miðlæg ráðgjafastofa sem er í opinberri eigu og hefur það hlutverk að styðja við sjálfbærni í opinberum útboðum þegar kemur að orku og efni, til að mynda við byggingar, framkvæmdir og tækjakaup. Hvatinn er skýr Sveitarfélög í Svíþjóð og Noregi hafa í auknum mæli byggt upp rafræna gagnabanka um eignir sínar, stórar og smáar, og þannig aukið líkur á því að eignir nýtist sem best, þvert á starfsstöðvar. Þá hafa Svíar lagt mikla vinnu í þjónustusíðu, sem sett er sérstaklega upp fyrir markviss sjálfbær opinber útboð. Þar geta opinberir aðilar nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig má setja fram skilyrði sem snúa að sjálfbærni þegar útboð eru sett fram. Á síðunni má skoða ólíka flokka útboða og hverju þarf að huga að í hverjum flokki fyrir sig. Þarna hefur sannast hversu mikilvægt það er að mótuð sé heildstæð hringrásar stefna um innkaup. Hvatinn til að nýta það sem til er, kaupa notað og leita uppi nýsköpun sem getur boðið fram hringrásarlausnir er skýr. Hið opinbera getur með þessu bæði sparað fjármagn og unnið markvisst að minni sóun og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og gefur að skilja eru þarna hindranir sem hefur þurft að yfirstíga og má þar einna helst nefna gæðaeftilit og að hægt sé að rekja lífsferil þegar keypt er notað efni. Slík nálgun kallar á samvinnu opinberra vottunaraðila og einkageirans. Úr einni ferju í sjötíu og fjórar á sjö árum Árið 2015 réðust norsk yfirvöld í átak til að fjölga farþegaferjum sem ganga fyrir rafmagni í stað jarðeldsneytis, en á þeim tíma var eingöngu ein ferja sem gekk fyrir rafmagni. Hið opinbera þrýsti þar á lausnir og þróun með áherslum í gegnum innkaup og útboð, sem aftur kallaði á samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Árið 2022 var fjöldi ferja sem ganga fyrir rafmagni komin í 74. Leysum kraftinn úr læðingi Það samfélag sem myndar Festu - miðstöð um sjálfbærni, samanstendur af okkar stærstu og minnstu fyrirtækjum, frumkvöðlum og sprotum, í fjölbreyttum geirum, sem vinna alla daga að lausnum og verkferlum sem stuðla að sjálfbærni og hringrás. Jarðvegurinn er til staðar og með skýrum línum og markvissri stefnu sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setja fram verður hægt að leysa úr læðingi gríðarlega spennandi kraft og mikilvægt markaðsforskot sem íslenskt atvinnulíf og samfélag getur verið stolt af. Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Hið opinbera og það fjármagn sem fer í opinberar framkvæmdir og innkaup getur stutt markvisst við hringrásarkeðjuna sem atvinnulífið vinnur að því að móta. Þannig leysa opinber útboð úr læðingi kraft sem kallar fram sjálfbærnilausnir og býr til nýja og spennandi möguleika á samstarfi innan markaða. Að hafa skýran ásetning, með sjálfbærni að leiðarljósi, í opinberum fjárfestingum og innkaupum styður meðal annars markvisst við markmið stjórnvalda og atvinnulífsins um að draga úr losun og vinna að markmiðum Parísarsáttmálans. Spennandi svið með fjölmörg tækifæri Samtökin SAPIENS, Sustainability and Procurement in International, European and National Systems, samanstanda af tíu háskólum, ásamt félögum og stofnunum, sem koma að opinberum innkaupum. Þar á meðal eru Ríkiskaup. Samtökin standa að víðtækum rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis sem snýr að sjálfbærum opinberum innkaupum. Þar má til að mynda mæla með rafrænu námskeiði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar má nálgast nokkur aðgengileg myndbönd þar sem farið er yfir það ferli sem felst í sjálfbærum opinberum innkaupum og þeim lagalegum atriðum sem þarf að huga að. Í fótspor fyrirmynda Hollendingar hafa sett sér þá stefnu að öll opinber útboð styðji við sjálfbærnivegferð landsins og þar er hugað að þremur þáttum: umhverfi, samfélagi og nýsköpun. Þetta kalla þau “procurement with impact” eða opinber innkaup sem hafa áhrif, sjá nánar hér. Innviðaráðuneyti Hollands (e. Ministry of Infrastructure) hefur síðustu ár sett allar sínar framkvæmdir undir sjálfbærni- og hringrásarlinsuna. Áhersla er lögð á að allar vörur sem keyptar eru og framkvæmdir sem stofnanir sem heyra undir ráðuneytið ráðast í, séu hugsaðar út frá lífsferlisgreiningu. Markmiðið er að mannvirkjum sé hægt að viðhalda og þróa áfram í takt við framtíðar notkun, og efnið sem notað er fari aftur inn í hringrásina að notkunartíma loknum. Þá hefur það verið stefna Finna um nokkurt skeið að þegar þörf skapast fyrir húsnæði undir opinbera starfsemi er ávallt litið fyrst til þess að nýta húsnæði sem þegar hefur verið byggt. Þar er starfandi miðlæg ráðgjafastofa sem er í opinberri eigu og hefur það hlutverk að styðja við sjálfbærni í opinberum útboðum þegar kemur að orku og efni, til að mynda við byggingar, framkvæmdir og tækjakaup. Hvatinn er skýr Sveitarfélög í Svíþjóð og Noregi hafa í auknum mæli byggt upp rafræna gagnabanka um eignir sínar, stórar og smáar, og þannig aukið líkur á því að eignir nýtist sem best, þvert á starfsstöðvar. Þá hafa Svíar lagt mikla vinnu í þjónustusíðu, sem sett er sérstaklega upp fyrir markviss sjálfbær opinber útboð. Þar geta opinberir aðilar nálgast upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig má setja fram skilyrði sem snúa að sjálfbærni þegar útboð eru sett fram. Á síðunni má skoða ólíka flokka útboða og hverju þarf að huga að í hverjum flokki fyrir sig. Þarna hefur sannast hversu mikilvægt það er að mótuð sé heildstæð hringrásar stefna um innkaup. Hvatinn til að nýta það sem til er, kaupa notað og leita uppi nýsköpun sem getur boðið fram hringrásarlausnir er skýr. Hið opinbera getur með þessu bæði sparað fjármagn og unnið markvisst að minni sóun og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og gefur að skilja eru þarna hindranir sem hefur þurft að yfirstíga og má þar einna helst nefna gæðaeftilit og að hægt sé að rekja lífsferil þegar keypt er notað efni. Slík nálgun kallar á samvinnu opinberra vottunaraðila og einkageirans. Úr einni ferju í sjötíu og fjórar á sjö árum Árið 2015 réðust norsk yfirvöld í átak til að fjölga farþegaferjum sem ganga fyrir rafmagni í stað jarðeldsneytis, en á þeim tíma var eingöngu ein ferja sem gekk fyrir rafmagni. Hið opinbera þrýsti þar á lausnir og þróun með áherslum í gegnum innkaup og útboð, sem aftur kallaði á samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkageirans. Árið 2022 var fjöldi ferja sem ganga fyrir rafmagni komin í 74. Leysum kraftinn úr læðingi Það samfélag sem myndar Festu - miðstöð um sjálfbærni, samanstendur af okkar stærstu og minnstu fyrirtækjum, frumkvöðlum og sprotum, í fjölbreyttum geirum, sem vinna alla daga að lausnum og verkferlum sem stuðla að sjálfbærni og hringrás. Jarðvegurinn er til staðar og með skýrum línum og markvissri stefnu sem hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setja fram verður hægt að leysa úr læðingi gríðarlega spennandi kraft og mikilvægt markaðsforskot sem íslenskt atvinnulíf og samfélag getur verið stolt af. Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun