Margar hendur vinna létt verk Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 9. desember 2022 14:01 Í aðdraganda kosninga í vor lagði Framsókn í Hveragerði áherslu á velferð fjölskyldunnar og skýra framtíðarsýn við uppbyggingu bæjarins. Áttu þær áherslur samlegð með íbúum í Hveragerði og samstarfsflokki í meirihluta. Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis hafa nú unnið að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og ber áætlunin glöggt vitni um áherslumálin. Áætlunin er unnin í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og starfsfólk bæjarins. Eins hafa íbúar bæjarins lagt sitt af mörkum með því að senda inn sínar tillögur við fjárhagsáætlun í gegnum íbúagátt bæjarins. Það skal jafnframt tekið fram að öllum bæjarfulltrúum stóð til boða að taka þátt í þessari vinnu en minnihluti Sjálfstæðismanna hafnaði því boði en fjárhagsætlun hefur verið unnin í góðu samstarfi milli fyrrum minni og meirihluta síðustu 10 ár. Áætlunin hefur nú verið samþykkt. Aukum tekjur Það er óumflýjanleg staðreynd að reksturinn er þungur og hafa lán verið tekin fyrir rekstrinum. Þessu vill meirihlutinn breyta. Í áætlun 2023-2026 er markmið meirihlutans að rekstur sveitarfélagsins verði sjálfbær. Til þess að mæta þessu markmiði þurfum við öll að sýna ráðdeild í rekstri án þess þó að skerða þjónustu við íbúa. Önnur leið í átt að sjálfbærni er að auka tekjur sveitarfélagsins og þar liggja tækifærin. Fjölskyldan Málefni fjölskyldunnar voru efst á baugi við vinnu fjárhagsáætlunar sem er í samræmi við málefnasamning meirihlutans. Á árinu 2023 verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Haustið 2022 ákvað meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis að bjóða upp á eina fría klukkustund á leikskólum bæjarins og haustið 2023 er gert ráð fyrir að gjaldfrjálsar klukkustundir verði orðnar tvær og með því lækka gjöld til foreldra leikskólabarna. Fái 12 mánaða barn ekki pláss á leikskóla verða veittar foreldragreiðslur. Í áætlun er gert ráð fyrir að frístundastyrkur verði hækkaður og lækkun leikskólagjalda og hækkun frístundastyrks verði í áföngum á kjörtímabilinu. Það er skýr framtíðarsýn í fjárfestingum og ber þar helst að nefna framtíðar íþróttamannvirki Hvergerðinga sem mun rísa árið 2023 og uppbyggingu í leik- og grunnskóla. Framtíðin Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 3. nóvember að ganga til samninga við KPMG vegna úttektar á rekstri sveitarfélagsins en 10 ár eru liðin síðan sambærileg úttekt fór fram. KPMG hefur veitt faglega ráðgjöf vegna vinnu við fjárhagsáætlunina sem lögð hefur verið fram. Sú vinna heldur áfram og verður 10 ára áætlun kynnt á nýju ári. Þrátt fyrir áskoranir fram undan lítur meirihlutinn björtum augum á framtíðina enda tækifærin fjölmörg. Hveragerðisbær er í örum vexti, fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni, setja markmið svo innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna, stuðning við barnafjölskyldur, hér séu áfram öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gæða íþrótta- og frístundastarf, heilsuefling sé í hávegum höfð og að ferðaþjónustan og menningin haldi áfram að blómstra. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hveragerði og forseti bæjarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga í vor lagði Framsókn í Hveragerði áherslu á velferð fjölskyldunnar og skýra framtíðarsýn við uppbyggingu bæjarins. Áttu þær áherslur samlegð með íbúum í Hveragerði og samstarfsflokki í meirihluta. Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis hafa nú unnið að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og ber áætlunin glöggt vitni um áherslumálin. Áætlunin er unnin í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og starfsfólk bæjarins. Eins hafa íbúar bæjarins lagt sitt af mörkum með því að senda inn sínar tillögur við fjárhagsáætlun í gegnum íbúagátt bæjarins. Það skal jafnframt tekið fram að öllum bæjarfulltrúum stóð til boða að taka þátt í þessari vinnu en minnihluti Sjálfstæðismanna hafnaði því boði en fjárhagsætlun hefur verið unnin í góðu samstarfi milli fyrrum minni og meirihluta síðustu 10 ár. Áætlunin hefur nú verið samþykkt. Aukum tekjur Það er óumflýjanleg staðreynd að reksturinn er þungur og hafa lán verið tekin fyrir rekstrinum. Þessu vill meirihlutinn breyta. Í áætlun 2023-2026 er markmið meirihlutans að rekstur sveitarfélagsins verði sjálfbær. Til þess að mæta þessu markmiði þurfum við öll að sýna ráðdeild í rekstri án þess þó að skerða þjónustu við íbúa. Önnur leið í átt að sjálfbærni er að auka tekjur sveitarfélagsins og þar liggja tækifærin. Fjölskyldan Málefni fjölskyldunnar voru efst á baugi við vinnu fjárhagsáætlunar sem er í samræmi við málefnasamning meirihlutans. Á árinu 2023 verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Haustið 2022 ákvað meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis að bjóða upp á eina fría klukkustund á leikskólum bæjarins og haustið 2023 er gert ráð fyrir að gjaldfrjálsar klukkustundir verði orðnar tvær og með því lækka gjöld til foreldra leikskólabarna. Fái 12 mánaða barn ekki pláss á leikskóla verða veittar foreldragreiðslur. Í áætlun er gert ráð fyrir að frístundastyrkur verði hækkaður og lækkun leikskólagjalda og hækkun frístundastyrks verði í áföngum á kjörtímabilinu. Það er skýr framtíðarsýn í fjárfestingum og ber þar helst að nefna framtíðar íþróttamannvirki Hvergerðinga sem mun rísa árið 2023 og uppbyggingu í leik- og grunnskóla. Framtíðin Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 3. nóvember að ganga til samninga við KPMG vegna úttektar á rekstri sveitarfélagsins en 10 ár eru liðin síðan sambærileg úttekt fór fram. KPMG hefur veitt faglega ráðgjöf vegna vinnu við fjárhagsáætlunina sem lögð hefur verið fram. Sú vinna heldur áfram og verður 10 ára áætlun kynnt á nýju ári. Þrátt fyrir áskoranir fram undan lítur meirihlutinn björtum augum á framtíðina enda tækifærin fjölmörg. Hveragerðisbær er í örum vexti, fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni, setja markmið svo innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna, stuðning við barnafjölskyldur, hér séu áfram öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gæða íþrótta- og frístundastarf, heilsuefling sé í hávegum höfð og að ferðaþjónustan og menningin haldi áfram að blómstra. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hveragerði og forseti bæjarstjórnar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar