Eygló keppir í 2650 metra hæð á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 08:30 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur átt frábært ár sem gæti orðið enn betra á þessu móti í Kólumbíu. Instagram/@eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir er eini íslenski keppandinn á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fer fram í Bogotá í Kólumbíu frá 5. til 16. desember. Eygló Fanndal er mætt til Kólumbíu en hún mun keppa í 71 kíló flokki á sunnudagskvöldið að staðartíma sem aðfaranótt mánudagsins að íslenskum tíma. Eygló er nýkjörin lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu besta lyftingakonan síðustu sjö árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71 kílóa flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71 kílóa flokki þegar hún lyfti 205 kílóum samanlagt. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97 kílóum í snörun og 120 kílóum í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Eygló segir frá komu sinni til Bógóta á samfélagsmiðlum en hún er að fara að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti á ferlinum. Eygló talar þar um að Bógóta sé borg sem situr í 2650 metra hæð yfir sjávarmáli og hún þurfi því daga til að venjast þynnra andrúmslofti. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Hvannadalshnúkur á Öræfajökli er hæsti tindur Íslands en hann er bara í 2110 metra hæð eða fimm hundruð metrum neðar en þar sem Eygló keppir. Það er því eins og hún sé að fara að keppa ofan á Ingólfsfjalli (551 metrar) sem er ofan á Hvannadalshnúk (2.110 metrar). Alls eru 39 keppendur í -71kg flokknum hennar Eyglóar og er þeim raðað niður í fjóra keppnishópa (A,B,C og D) sem byggja á skráningarþyngd (entry total) sem er sú þyng sem keppandi skráir sig með inn í mótið í samanlögðum árangri úr snörun og jafnhendingu. Það þarf í raun ekki að byggja á raunverulegum árangri í keppni. Sem dæmi er að Eygló lyfti 217 kílóum samanlagt þegar hún varð Evrópumeistari U23 ára 16. október síðastliðinn en hún skráir 221 kíló í skráningarþyngd. Eygló keppti í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu 2021 í Tashkent í Úsbekistan og lyfti þar 202 kílóum sem var nýtt persónulegt met. Hún hefur því bætt árangur sinn um fimmtán kíló á árinu 2022 og skipað sér í flokk með allra bestu lyftingakonum í Evrópu. Lyftingar Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira
Eygló Fanndal er mætt til Kólumbíu en hún mun keppa í 71 kíló flokki á sunnudagskvöldið að staðartíma sem aðfaranótt mánudagsins að íslenskum tíma. Eygló er nýkjörin lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu besta lyftingakonan síðustu sjö árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71 kílóa flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71 kílóa flokki þegar hún lyfti 205 kílóum samanlagt. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97 kílóum í snörun og 120 kílóum í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Eygló segir frá komu sinni til Bógóta á samfélagsmiðlum en hún er að fara að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti á ferlinum. Eygló talar þar um að Bógóta sé borg sem situr í 2650 metra hæð yfir sjávarmáli og hún þurfi því daga til að venjast þynnra andrúmslofti. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Hvannadalshnúkur á Öræfajökli er hæsti tindur Íslands en hann er bara í 2110 metra hæð eða fimm hundruð metrum neðar en þar sem Eygló keppir. Það er því eins og hún sé að fara að keppa ofan á Ingólfsfjalli (551 metrar) sem er ofan á Hvannadalshnúk (2.110 metrar). Alls eru 39 keppendur í -71kg flokknum hennar Eyglóar og er þeim raðað niður í fjóra keppnishópa (A,B,C og D) sem byggja á skráningarþyngd (entry total) sem er sú þyng sem keppandi skráir sig með inn í mótið í samanlögðum árangri úr snörun og jafnhendingu. Það þarf í raun ekki að byggja á raunverulegum árangri í keppni. Sem dæmi er að Eygló lyfti 217 kílóum samanlagt þegar hún varð Evrópumeistari U23 ára 16. október síðastliðinn en hún skráir 221 kíló í skráningarþyngd. Eygló keppti í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu 2021 í Tashkent í Úsbekistan og lyfti þar 202 kílóum sem var nýtt persónulegt met. Hún hefur því bætt árangur sinn um fimmtán kíló á árinu 2022 og skipað sér í flokk með allra bestu lyftingakonum í Evrópu.
Lyftingar Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira