Eygló keppir í 2650 metra hæð á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 08:30 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur átt frábært ár sem gæti orðið enn betra á þessu móti í Kólumbíu. Instagram/@eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir er eini íslenski keppandinn á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fer fram í Bogotá í Kólumbíu frá 5. til 16. desember. Eygló Fanndal er mætt til Kólumbíu en hún mun keppa í 71 kíló flokki á sunnudagskvöldið að staðartíma sem aðfaranótt mánudagsins að íslenskum tíma. Eygló er nýkjörin lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu besta lyftingakonan síðustu sjö árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71 kílóa flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71 kílóa flokki þegar hún lyfti 205 kílóum samanlagt. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97 kílóum í snörun og 120 kílóum í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Eygló segir frá komu sinni til Bógóta á samfélagsmiðlum en hún er að fara að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti á ferlinum. Eygló talar þar um að Bógóta sé borg sem situr í 2650 metra hæð yfir sjávarmáli og hún þurfi því daga til að venjast þynnra andrúmslofti. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Hvannadalshnúkur á Öræfajökli er hæsti tindur Íslands en hann er bara í 2110 metra hæð eða fimm hundruð metrum neðar en þar sem Eygló keppir. Það er því eins og hún sé að fara að keppa ofan á Ingólfsfjalli (551 metrar) sem er ofan á Hvannadalshnúk (2.110 metrar). Alls eru 39 keppendur í -71kg flokknum hennar Eyglóar og er þeim raðað niður í fjóra keppnishópa (A,B,C og D) sem byggja á skráningarþyngd (entry total) sem er sú þyng sem keppandi skráir sig með inn í mótið í samanlögðum árangri úr snörun og jafnhendingu. Það þarf í raun ekki að byggja á raunverulegum árangri í keppni. Sem dæmi er að Eygló lyfti 217 kílóum samanlagt þegar hún varð Evrópumeistari U23 ára 16. október síðastliðinn en hún skráir 221 kíló í skráningarþyngd. Eygló keppti í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu 2021 í Tashkent í Úsbekistan og lyfti þar 202 kílóum sem var nýtt persónulegt met. Hún hefur því bætt árangur sinn um fimmtán kíló á árinu 2022 og skipað sér í flokk með allra bestu lyftingakonum í Evrópu. Lyftingar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira
Eygló Fanndal er mætt til Kólumbíu en hún mun keppa í 71 kíló flokki á sunnudagskvöldið að staðartíma sem aðfaranótt mánudagsins að íslenskum tíma. Eygló er nýkjörin lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu besta lyftingakonan síðustu sjö árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71 kílóa flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71 kílóa flokki þegar hún lyfti 205 kílóum samanlagt. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97 kílóum í snörun og 120 kílóum í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Eygló segir frá komu sinni til Bógóta á samfélagsmiðlum en hún er að fara að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti á ferlinum. Eygló talar þar um að Bógóta sé borg sem situr í 2650 metra hæð yfir sjávarmáli og hún þurfi því daga til að venjast þynnra andrúmslofti. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Hvannadalshnúkur á Öræfajökli er hæsti tindur Íslands en hann er bara í 2110 metra hæð eða fimm hundruð metrum neðar en þar sem Eygló keppir. Það er því eins og hún sé að fara að keppa ofan á Ingólfsfjalli (551 metrar) sem er ofan á Hvannadalshnúk (2.110 metrar). Alls eru 39 keppendur í -71kg flokknum hennar Eyglóar og er þeim raðað niður í fjóra keppnishópa (A,B,C og D) sem byggja á skráningarþyngd (entry total) sem er sú þyng sem keppandi skráir sig með inn í mótið í samanlögðum árangri úr snörun og jafnhendingu. Það þarf í raun ekki að byggja á raunverulegum árangri í keppni. Sem dæmi er að Eygló lyfti 217 kílóum samanlagt þegar hún varð Evrópumeistari U23 ára 16. október síðastliðinn en hún skráir 221 kíló í skráningarþyngd. Eygló keppti í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu 2021 í Tashkent í Úsbekistan og lyfti þar 202 kílóum sem var nýtt persónulegt met. Hún hefur því bætt árangur sinn um fimmtán kíló á árinu 2022 og skipað sér í flokk með allra bestu lyftingakonum í Evrópu.
Lyftingar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira