„Náttúran nýtur ekki vafans“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 21:19 Fiskeldi við Fáskrúðsfjörð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi. Í bréfi Landverndar til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að ekki sé um það deilt að fiskeldi í opnum sjókvíum geti valdið margvíslegum neikvæðum umhverfisáhrifum. Sífellt komi upp ný dæmi um það á Íslandi. „Áhrifin eru bæði bein og óbein, þ.e. tengjast allri virðiskeðjunni frá öflun fóðurs, flutninga og notkunar lyfja og bóluefna og sleppinga á fiski sem geta haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Þekking á langtímaáhrifum við Ísland er takmörkuð og lög og reglur virðast ekki þróast í sama takti og ör vöxtur greinarinnar.“ Stjórn Landverndar segir jafnframt óhætt að fullyrða að núverandi fyrirkomulag og rekstur fiskeldis í opnum sjókvíum sélangt frá því að uppfylla almenn skilyrði um „sjálfbærni“. Stjórn Landverndar telur því afar varhugavert að halda áfram á sömu braut vaxtar í fiskeldi í opnum sjókvíum. „Nú er tímabært að staldra við, meta stöðuna og áhrifin á náttúru og umhverfi og bæta lög og reglur og styrkja eftirlit.“ Segja áhrif forsvarsmanna meiri en eðlilegt getur talist Fram kemur í bréfinu að ákvarðanir um styttri hvíldartíma, úr sex mánuðum í þrjá, þrátt fyrir viðvarandi sérfræðinga séu annað dæmi óeðlileg áhrif fiskeldisfyrirtækja og takmarkað getu stjórnvalda að standast áhlaup forsvarsmanna greinarinnar. Náttúran fá ekki að njóta vafans. Þá segir einnig að svo virðist sem áhrif forsvarsmanna greinarinnar á stjórnsýslu og stefnu í málafloknum séu meiri en eðlilegt getur talist í ríki sem kennir sig við lýðræðisleg vinnubrögðum og jafnræði á meðal þegna landsins. „Nýjasta dæmið um þetta er gerð strandskipulags við Vestfirði og Austfirði þar sem öll önnur nýting virðist víkja fyrir áformum fiskeldisfyrirtækja. Annað dæmi um óeðlileg áhrif fiskeldishagsmuna birtist þegar fiskeldisfyrirtækin eru uppvís að því að nota hættuleg efni í sinni starfsemi, sem ekki er heimild fyrir í starfsleyfi, eins og t.d. koparoxíð, er þeim ekki refsað. Í stað eðlilegrar refsinga bregðast stjórnvöld við með því að breyta starfsleyfinu fyrirtækinu í hag og náttúru og umhverfi í óhag, og í tráss við leiðbeiningar stofnunar sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi sviði. Landvernd hefur gert athugasemdir til Umhverfisstofnunar við slíka málsmeðferð en hefur ekki fengið viðhlítandi skýringar.“ Bréf Landverndar í heild sinni. Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðurleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Í bréfi Landverndar til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að ekki sé um það deilt að fiskeldi í opnum sjókvíum geti valdið margvíslegum neikvæðum umhverfisáhrifum. Sífellt komi upp ný dæmi um það á Íslandi. „Áhrifin eru bæði bein og óbein, þ.e. tengjast allri virðiskeðjunni frá öflun fóðurs, flutninga og notkunar lyfja og bóluefna og sleppinga á fiski sem geta haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Þekking á langtímaáhrifum við Ísland er takmörkuð og lög og reglur virðast ekki þróast í sama takti og ör vöxtur greinarinnar.“ Stjórn Landverndar segir jafnframt óhætt að fullyrða að núverandi fyrirkomulag og rekstur fiskeldis í opnum sjókvíum sélangt frá því að uppfylla almenn skilyrði um „sjálfbærni“. Stjórn Landverndar telur því afar varhugavert að halda áfram á sömu braut vaxtar í fiskeldi í opnum sjókvíum. „Nú er tímabært að staldra við, meta stöðuna og áhrifin á náttúru og umhverfi og bæta lög og reglur og styrkja eftirlit.“ Segja áhrif forsvarsmanna meiri en eðlilegt getur talist Fram kemur í bréfinu að ákvarðanir um styttri hvíldartíma, úr sex mánuðum í þrjá, þrátt fyrir viðvarandi sérfræðinga séu annað dæmi óeðlileg áhrif fiskeldisfyrirtækja og takmarkað getu stjórnvalda að standast áhlaup forsvarsmanna greinarinnar. Náttúran fá ekki að njóta vafans. Þá segir einnig að svo virðist sem áhrif forsvarsmanna greinarinnar á stjórnsýslu og stefnu í málafloknum séu meiri en eðlilegt getur talist í ríki sem kennir sig við lýðræðisleg vinnubrögðum og jafnræði á meðal þegna landsins. „Nýjasta dæmið um þetta er gerð strandskipulags við Vestfirði og Austfirði þar sem öll önnur nýting virðist víkja fyrir áformum fiskeldisfyrirtækja. Annað dæmi um óeðlileg áhrif fiskeldishagsmuna birtist þegar fiskeldisfyrirtækin eru uppvís að því að nota hættuleg efni í sinni starfsemi, sem ekki er heimild fyrir í starfsleyfi, eins og t.d. koparoxíð, er þeim ekki refsað. Í stað eðlilegrar refsinga bregðast stjórnvöld við með því að breyta starfsleyfinu fyrirtækinu í hag og náttúru og umhverfi í óhag, og í tráss við leiðbeiningar stofnunar sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi sviði. Landvernd hefur gert athugasemdir til Umhverfisstofnunar við slíka málsmeðferð en hefur ekki fengið viðhlítandi skýringar.“ Bréf Landverndar í heild sinni.
Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðurleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira