Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2022 09:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson reynir skot að marki Frakka í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking 2008. vísir/vilhelm Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. Ásgeir var gestur þriðja þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ásgeir átti langan feril. Hann hóf og lauk ferlinum með Haukum en í millitíðinni lék hann í þrettán ár erlendis. Þá er hann einn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Líkami Ásgeirs er lemstraður eftir rúmlega tuttugu ára feril sem handboltamaður. „Skrokkurinn er mjög slæmur í rauninni. Þegar ég kom heim var ég með mjög sterk sliteinkenni í mjöðminni. Það hefur mikil áhrif á hreyfigetuna í mjöðminni og liðleikinn í henni var nánast enginn. Þetta var orðið helvítis basl undir lokin,“ sagði Ásgeir. „Ég átti ekki tommu eftir og er rosa feginn þegar ég hætti og hefði kannski átt að gera það ári fyrr.“ Vegna mjaðmameiðslanna þarf Ásgeir að fara í mjaðmaskipti. Sú aðgerð bíður hans á næsta ári. „Ég sé ekkert eftir þessu. Ég hefði mögulega getað verið með þessi einkenni ef ég hefði verið skrifstofumaður. En mögulega kom þetta fyrr fram því ég var atvinnumaður í íþróttum. Ég er að fara að í skipta um mjöðm á næsta ári,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir öll þau áhrif sem lemstraður skrokkur hefur á daglegt líf Ásgeirs var enginn vafi í hans huga er Stefán Árni spurði hann hvort þetta hefði verið þess virði. „Já, klárt. Ég sé ekki neinu nema að kannski hefði maður stundum átt að vera skynsamari og hvíla meira. En mér fannst ég alltaf geta klárað eina æfingu í viðbót,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Ásgeir var gestur þriðja þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ásgeir átti langan feril. Hann hóf og lauk ferlinum með Haukum en í millitíðinni lék hann í þrettán ár erlendis. Þá er hann einn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Líkami Ásgeirs er lemstraður eftir rúmlega tuttugu ára feril sem handboltamaður. „Skrokkurinn er mjög slæmur í rauninni. Þegar ég kom heim var ég með mjög sterk sliteinkenni í mjöðminni. Það hefur mikil áhrif á hreyfigetuna í mjöðminni og liðleikinn í henni var nánast enginn. Þetta var orðið helvítis basl undir lokin,“ sagði Ásgeir. „Ég átti ekki tommu eftir og er rosa feginn þegar ég hætti og hefði kannski átt að gera það ári fyrr.“ Vegna mjaðmameiðslanna þarf Ásgeir að fara í mjaðmaskipti. Sú aðgerð bíður hans á næsta ári. „Ég sé ekkert eftir þessu. Ég hefði mögulega getað verið með þessi einkenni ef ég hefði verið skrifstofumaður. En mögulega kom þetta fyrr fram því ég var atvinnumaður í íþróttum. Ég er að fara að í skipta um mjöðm á næsta ári,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir öll þau áhrif sem lemstraður skrokkur hefur á daglegt líf Ásgeirs var enginn vafi í hans huga er Stefán Árni spurði hann hvort þetta hefði verið þess virði. „Já, klárt. Ég sé ekki neinu nema að kannski hefði maður stundum átt að vera skynsamari og hvíla meira. En mér fannst ég alltaf geta klárað eina æfingu í viðbót,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01
Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00