Það á að vera gott að eldast á Íslandi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2022 13:01 Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Aldurstala segir þó ekki alla söguna um líðan fólks eða aðbúnað en við sem samfélag hljótum að geta sammælst um það að við viljum að okkar fólk og við sjálf, þegar við náum vonandi háum aldri, getum elst með reisn og með það aðgengi að þjónustu sem við höfum þörf á, sniðna að okkar þörfum. Það er því ánægjulegt að vita til þess að nú fer fram mikilvæg vinna þvert á ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála og heilbrigðismála. Í vikunni fór fram opinn kynningarfundur um verkefnið Gott að eldast sem er metnaðarfullt verkefni þar sem félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk sem er ætlað að einfalda aðgengi að þjónustunni og bæta til muna lífsgæði okkar elstu þjóðfélagsþegna. Til þess að gott sé að eldast fyrir öll hér á landi er nauðsynlegt að samþætta kerfin tvö sem fara með málefni eldra fólks: heilbrigðiskerfið annars vegar og félagslega þjónustu hins vegar. Þjónustan á ávallt að vera veitt á forsendum þess aldraða einstaklings sem á henni þarf að halda en til þess að það sé mögulegt er einnig nauðsynlegt að mikil og góð samvinna eigi sér stað á milli allra kerfa og sveitafélaga og ríkis. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnunum í stjórnarsáttmála VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þar kemur fram að markmiðið er að eldra fólki sé tryggð örugg og öflug þjónusta. Með því að efla þverfaglegt samstarf í félags- og heilbrigðisþjónustu er hægt að tryggja að þjónusta sem veitt er auki lífsgæði og hamingju m.a. með forvörnum, heilsueflingu, samþættun þjónustu og áherslu á aukna virkni fólks. Það verður mjög ánægjulegt að fylgjast með þessu verkefni sigla úr vör undir tryggri verkstjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra því öll viljum við geta hugsað með eftirvæntingu til efri áranna og við eigum að geta gert þær kröfur að samfélagið sem við höfum lagt okkur fram við að breyta og bæta á okkar ævi, reynist okkur vel á lokasprettinum. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Alþingi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Aldurstala segir þó ekki alla söguna um líðan fólks eða aðbúnað en við sem samfélag hljótum að geta sammælst um það að við viljum að okkar fólk og við sjálf, þegar við náum vonandi háum aldri, getum elst með reisn og með það aðgengi að þjónustu sem við höfum þörf á, sniðna að okkar þörfum. Það er því ánægjulegt að vita til þess að nú fer fram mikilvæg vinna þvert á ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála og heilbrigðismála. Í vikunni fór fram opinn kynningarfundur um verkefnið Gott að eldast sem er metnaðarfullt verkefni þar sem félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk sem er ætlað að einfalda aðgengi að þjónustunni og bæta til muna lífsgæði okkar elstu þjóðfélagsþegna. Til þess að gott sé að eldast fyrir öll hér á landi er nauðsynlegt að samþætta kerfin tvö sem fara með málefni eldra fólks: heilbrigðiskerfið annars vegar og félagslega þjónustu hins vegar. Þjónustan á ávallt að vera veitt á forsendum þess aldraða einstaklings sem á henni þarf að halda en til þess að það sé mögulegt er einnig nauðsynlegt að mikil og góð samvinna eigi sér stað á milli allra kerfa og sveitafélaga og ríkis. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnunum í stjórnarsáttmála VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þar kemur fram að markmiðið er að eldra fólki sé tryggð örugg og öflug þjónusta. Með því að efla þverfaglegt samstarf í félags- og heilbrigðisþjónustu er hægt að tryggja að þjónusta sem veitt er auki lífsgæði og hamingju m.a. með forvörnum, heilsueflingu, samþættun þjónustu og áherslu á aukna virkni fólks. Það verður mjög ánægjulegt að fylgjast með þessu verkefni sigla úr vör undir tryggri verkstjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra því öll viljum við geta hugsað með eftirvæntingu til efri áranna og við eigum að geta gert þær kröfur að samfélagið sem við höfum lagt okkur fram við að breyta og bæta á okkar ævi, reynist okkur vel á lokasprettinum. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun