Bæjarstjóri segir læknisleysið óboðlegt Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 16:41 Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar þar sem meðal annars má finna Ólafsvík, Rif og Hellissand. Snæfellsbær Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ. Síðan í haust hefur af og til verið læknislaust í Snæfellsbæ. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa þurft að bæta á sig vinnu og ábyrgð til að þjóna íbúum sveitarfélagsins sem best á meðan ástandið er í gangi. Ekki á ábyrgð sveitarfélagsins Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir stöðuna langt frá því að vera boðleg og að enginn eigi að sætta sig við að þar sé ekki læknir eða læknar alla daga allan sólarhringinn. Hann bendir þó á að heilbrigðisþjónusta er undir hatti ríkisins en ekki sveitarfélaga þó að bæjaryfirvöld hafi reynt ýmislegt til að bæta þjónustuna. „Við höfum ýmislegt gert, við höfum átt í margvíslegum samskiptum við yfirmenn HVE og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt við þingmenn kjördæmisins oftar en einu sinni um stöðu mála sem síðan hafa haft samband við Heilbrigðisráðuneytið og farið yfir málið þar. Við höfum rætt við hluta þeirra lækna sem hér hafa verið og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt málin við bæjarstjórana hér á Nesinu og svona mætti lengi telja,“ segir í færslu á Facebook-síðu Snæfellsbæjar sem Kristinn skrifar. Einn læknir eftir áramótum Hann segir að þrátt fyrir öll þessi samtöl hafi það ekki tekist að fullmanna stöðu læknis í haust. Það sé algerlega óásættanlegt. Vissulega er búið að ráða lækni í fasta stöðu frá og með áramótum en eins og staðan er núna verður hann einn í sveitarfélaginu og ekki getur hann verið á vakt allan sólarhringinn. „Að mínu mati þarf að fara fram samtal milli þeirra sem hafa veitt þjónustuna (læknana) og HVE sem er að kaupa þjónustuna um hvernig best er að koma þessum málum fyrir svo alltaf sé full þjónusta á svæðinu. Orð eru til alls fyrst,“ segir Kristinn. Snæfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Síðan í haust hefur af og til verið læknislaust í Snæfellsbæ. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa þurft að bæta á sig vinnu og ábyrgð til að þjóna íbúum sveitarfélagsins sem best á meðan ástandið er í gangi. Ekki á ábyrgð sveitarfélagsins Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir stöðuna langt frá því að vera boðleg og að enginn eigi að sætta sig við að þar sé ekki læknir eða læknar alla daga allan sólarhringinn. Hann bendir þó á að heilbrigðisþjónusta er undir hatti ríkisins en ekki sveitarfélaga þó að bæjaryfirvöld hafi reynt ýmislegt til að bæta þjónustuna. „Við höfum ýmislegt gert, við höfum átt í margvíslegum samskiptum við yfirmenn HVE og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt við þingmenn kjördæmisins oftar en einu sinni um stöðu mála sem síðan hafa haft samband við Heilbrigðisráðuneytið og farið yfir málið þar. Við höfum rætt við hluta þeirra lækna sem hér hafa verið og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt málin við bæjarstjórana hér á Nesinu og svona mætti lengi telja,“ segir í færslu á Facebook-síðu Snæfellsbæjar sem Kristinn skrifar. Einn læknir eftir áramótum Hann segir að þrátt fyrir öll þessi samtöl hafi það ekki tekist að fullmanna stöðu læknis í haust. Það sé algerlega óásættanlegt. Vissulega er búið að ráða lækni í fasta stöðu frá og með áramótum en eins og staðan er núna verður hann einn í sveitarfélaginu og ekki getur hann verið á vakt allan sólarhringinn. „Að mínu mati þarf að fara fram samtal milli þeirra sem hafa veitt þjónustuna (læknana) og HVE sem er að kaupa þjónustuna um hvernig best er að koma þessum málum fyrir svo alltaf sé full þjónusta á svæðinu. Orð eru til alls fyrst,“ segir Kristinn.
Snæfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent