Bæjarstjóri segir læknisleysið óboðlegt Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 16:41 Kristinn Jónasson er bæjarstjóri Snæfellsbæjar þar sem meðal annars má finna Ólafsvík, Rif og Hellissand. Snæfellsbær Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ. Síðan í haust hefur af og til verið læknislaust í Snæfellsbæ. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa þurft að bæta á sig vinnu og ábyrgð til að þjóna íbúum sveitarfélagsins sem best á meðan ástandið er í gangi. Ekki á ábyrgð sveitarfélagsins Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir stöðuna langt frá því að vera boðleg og að enginn eigi að sætta sig við að þar sé ekki læknir eða læknar alla daga allan sólarhringinn. Hann bendir þó á að heilbrigðisþjónusta er undir hatti ríkisins en ekki sveitarfélaga þó að bæjaryfirvöld hafi reynt ýmislegt til að bæta þjónustuna. „Við höfum ýmislegt gert, við höfum átt í margvíslegum samskiptum við yfirmenn HVE og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt við þingmenn kjördæmisins oftar en einu sinni um stöðu mála sem síðan hafa haft samband við Heilbrigðisráðuneytið og farið yfir málið þar. Við höfum rætt við hluta þeirra lækna sem hér hafa verið og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt málin við bæjarstjórana hér á Nesinu og svona mætti lengi telja,“ segir í færslu á Facebook-síðu Snæfellsbæjar sem Kristinn skrifar. Einn læknir eftir áramótum Hann segir að þrátt fyrir öll þessi samtöl hafi það ekki tekist að fullmanna stöðu læknis í haust. Það sé algerlega óásættanlegt. Vissulega er búið að ráða lækni í fasta stöðu frá og með áramótum en eins og staðan er núna verður hann einn í sveitarfélaginu og ekki getur hann verið á vakt allan sólarhringinn. „Að mínu mati þarf að fara fram samtal milli þeirra sem hafa veitt þjónustuna (læknana) og HVE sem er að kaupa þjónustuna um hvernig best er að koma þessum málum fyrir svo alltaf sé full þjónusta á svæðinu. Orð eru til alls fyrst,“ segir Kristinn. Snæfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Síðan í haust hefur af og til verið læknislaust í Snæfellsbæ. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa þurft að bæta á sig vinnu og ábyrgð til að þjóna íbúum sveitarfélagsins sem best á meðan ástandið er í gangi. Ekki á ábyrgð sveitarfélagsins Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir stöðuna langt frá því að vera boðleg og að enginn eigi að sætta sig við að þar sé ekki læknir eða læknar alla daga allan sólarhringinn. Hann bendir þó á að heilbrigðisþjónusta er undir hatti ríkisins en ekki sveitarfélaga þó að bæjaryfirvöld hafi reynt ýmislegt til að bæta þjónustuna. „Við höfum ýmislegt gert, við höfum átt í margvíslegum samskiptum við yfirmenn HVE og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt við þingmenn kjördæmisins oftar en einu sinni um stöðu mála sem síðan hafa haft samband við Heilbrigðisráðuneytið og farið yfir málið þar. Við höfum rætt við hluta þeirra lækna sem hér hafa verið og farið yfir málin með þeim, við höfum rætt málin við bæjarstjórana hér á Nesinu og svona mætti lengi telja,“ segir í færslu á Facebook-síðu Snæfellsbæjar sem Kristinn skrifar. Einn læknir eftir áramótum Hann segir að þrátt fyrir öll þessi samtöl hafi það ekki tekist að fullmanna stöðu læknis í haust. Það sé algerlega óásættanlegt. Vissulega er búið að ráða lækni í fasta stöðu frá og með áramótum en eins og staðan er núna verður hann einn í sveitarfélaginu og ekki getur hann verið á vakt allan sólarhringinn. „Að mínu mati þarf að fara fram samtal milli þeirra sem hafa veitt þjónustuna (læknana) og HVE sem er að kaupa þjónustuna um hvernig best er að koma þessum málum fyrir svo alltaf sé full þjónusta á svæðinu. Orð eru til alls fyrst,“ segir Kristinn.
Snæfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira