„Mér finnst Patti vera í einskismannslandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 12:01 Patrekur Jóhannesson að stýra Stjörnuliðinu í Olís deildinni. Vísir/Diego Karlalið Stjörnunnar í Olís deildinni tapaði á móti Aftureldingu í síðasta leik sínum og strákarnir í Seinni bylgjunni höfðu áhyggjur af því að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, fái ekki nógu mikla aðstoð. Stjarnan missti frá sér leikinn undir lokin þegar Afturelding skoraði þrjú mörk á áttatíu sekúndum. „Í kjölfarið þá bara hrynur sóknarleikur Stjörnunnar. Á þessu tímabili var Gunnar Steinn (Jónsson) með tvær lélegar línusendingar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Arnar Daði fór í stuttu máli yfir mistök Stjörnumanna í lok leiksins en þar voru reyndustu leikmenn liðsins ekki að skila. „Þú ert í jöfnum leik á móti Aftureldingu. Þú ert með Tandra Má (Konráðsson), sem á fleiri fleiri ár í atvinnumennsku, Gunnar Stein (Jónsson) og Leó Snær (Pétursson) sem er búinn að spila bæði úti og lengi hérna heima,“ sagði Arnar Daði. „Tökum Gunnar Stein hérna. Hann er með tvö mörk úr sex skotum og tapar boltanum tvívegis. þetta er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvaða skilaboð ertu að senda til liðsins,“ spurði Arnar og hélt áfram: „Ég er búinn að fjalla um handbolta heillengi og búinn að tala um þetta í handkastinu í allan vetur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja útskýringar hvað sé að hjá Stjörnunni. Svo vinna þeir leik og allt er frábært, bla bla bla,“ sagði Arnar Daði. „Í hvaða stöðu er Patti einn þarna? Mér finnst Patti vera svolítið í einskismannslandi. Það er erfitt að vera með leikmann sem er spilandi aðstoðarþjálfari,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil það með Ása (Ásbjörn Friðriksson hjá FH) sem er frábær leik eftir leik og ef hann er ekki frábær þá er hann bara meiddur. Hvert er hlutverk Gunnars Steins með fullri alvöru“ spurði Arnar. „Patti er að sjá um yngri flokkana og hann er að vinna í húsinu. Hann er að redda hinu og þessu. Er hann ekki svolítið með allt á herðum sér þarna? Hvaða gagnrýnisraddir fær Patti að heyra ef það gengur illa? Hver er að hjálpa honum? Í Krikanum er Logi Geirsson á Steina Arndal og upp á Ásvöllum er Aron Kristjáns að hjálpa til og í Valsheimilinu er Dagur Sig. Hver er að hjálpa Patta í að reyna að finna lausnir á því hver vandinn sé í Garðabænum,“ spurði Arnar Daði enn og aftur. Hér fyrir neðan má sjá þessar vangaveltur og hvað Logi Geirsson hafði að segja við þessu og um Stjörnuliðið. Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um þjálfarateymi Stjörnunnar Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Stjarnan missti frá sér leikinn undir lokin þegar Afturelding skoraði þrjú mörk á áttatíu sekúndum. „Í kjölfarið þá bara hrynur sóknarleikur Stjörnunnar. Á þessu tímabili var Gunnar Steinn (Jónsson) með tvær lélegar línusendingar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Arnar Daði fór í stuttu máli yfir mistök Stjörnumanna í lok leiksins en þar voru reyndustu leikmenn liðsins ekki að skila. „Þú ert í jöfnum leik á móti Aftureldingu. Þú ert með Tandra Má (Konráðsson), sem á fleiri fleiri ár í atvinnumennsku, Gunnar Stein (Jónsson) og Leó Snær (Pétursson) sem er búinn að spila bæði úti og lengi hérna heima,“ sagði Arnar Daði. „Tökum Gunnar Stein hérna. Hann er með tvö mörk úr sex skotum og tapar boltanum tvívegis. þetta er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvaða skilaboð ertu að senda til liðsins,“ spurði Arnar og hélt áfram: „Ég er búinn að fjalla um handbolta heillengi og búinn að tala um þetta í handkastinu í allan vetur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja útskýringar hvað sé að hjá Stjörnunni. Svo vinna þeir leik og allt er frábært, bla bla bla,“ sagði Arnar Daði. „Í hvaða stöðu er Patti einn þarna? Mér finnst Patti vera svolítið í einskismannslandi. Það er erfitt að vera með leikmann sem er spilandi aðstoðarþjálfari,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil það með Ása (Ásbjörn Friðriksson hjá FH) sem er frábær leik eftir leik og ef hann er ekki frábær þá er hann bara meiddur. Hvert er hlutverk Gunnars Steins með fullri alvöru“ spurði Arnar. „Patti er að sjá um yngri flokkana og hann er að vinna í húsinu. Hann er að redda hinu og þessu. Er hann ekki svolítið með allt á herðum sér þarna? Hvaða gagnrýnisraddir fær Patti að heyra ef það gengur illa? Hver er að hjálpa honum? Í Krikanum er Logi Geirsson á Steina Arndal og upp á Ásvöllum er Aron Kristjáns að hjálpa til og í Valsheimilinu er Dagur Sig. Hver er að hjálpa Patta í að reyna að finna lausnir á því hver vandinn sé í Garðabænum,“ spurði Arnar Daði enn og aftur. Hér fyrir neðan má sjá þessar vangaveltur og hvað Logi Geirsson hafði að segja við þessu og um Stjörnuliðið. Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um þjálfarateymi Stjörnunnar
Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn