Hvernig er í vinnunni hjá þér? Martha Árnadóttir skrifar 7. desember 2022 11:01 Vinnustaðamenning er flókið fyrirbæri og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað það er sem einkennir menningu viðkomandi vinnustaðar. En ef einkennin eru eitthvað í þessa áttina - þá skaltu forða þér: Stundum er það þannig að verkefnin okkar eru auðveldasti parturinn af vinnunni á meðan andrúmsloftið á vinnustaðnum er erfiðasti hlutinn og getur hreinlega verið baneitrað. Forði fólk sér ekki af slíkum vinnustað getur það endað í algjöru þroti. Eitrað andrúmsloft á vinnustað er alvarleg ógn við heilsu starfsfólks og jafnvel lífshættulegt. Helstu einkennin eru að starfsfólk talar lítið saman, það brosir ekki eða hlær og gerir að gamni sínu. Hvatning milli starfsmanna er svo til óþekkt og öll samskipti eru formleg. Stutt er í baktal og jafnvel skemmdarverk og óttinn og óöryggið liggur í loftinu. Sá sem kemur nýr inn í þetta andrúmsloft finnur strax að eitthvað er að en starfsfólkið er löngu orðið samdauna ástandinu og heldur áfram að ýta þungum steinum upp hæðina í þykku andrúmsloftinu. Streita, höfuðverkur, vöðvabólga, svefnleysi og kvíði eru ríkjandi ástand í lífi starfsmanna. Reglur og leyndarmál Þegar kemur að hvatningu eða hóli er starfsfólki fyrst og fremst umbunað fyrir að ná settum markmiðum stjórnar eða fyrir að fara vel og rækilega eftir reglum. Að fara ótroðnar slóðir og koma upp með nýjar hugmyndir um hvernig má gera hlutina er illa séð. Starfsmenn segja ekki skoðun sína enda koma ákvarðanir ofan frá og starfstitlar og reglur eru lykilatriði. Það hvernig starfsfólki líður, heilsa þess og aðstæður, er málefni sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er hvíslað á göngum og ekki talað hreint út. Starfsmenn hafa það á tilfinningunni að starfsöryggið sé ekkert og fyrirtækið fullt af leyndarmálum sem aðeins örfáir eiga að vita. Stórar og smáar breytingar eru tilkynntar án nokkurs aðdraganda eða samráðs við starfsfólk. Ef þú þekkir þessi einkenni af þínum vinnustað þá ertu einfaldlega í vondum málum og í rauninni lítið sem þú getur gert annað en að forða þér, því svona andrúmsloft er borið uppi af lykilstjórnendum (meðvitað eða ómeðvitað) og fáir sem geta haft áhrif þarna á ef ekki er skilningur á ástandinu í kuldanum á toppnum. Rándýrt Í samkeppninni um hæfasta fólkið, sem er hin raunverulega samkeppni í nútímanum, er svona andrúmsloft það mest fráhrindandi sem hugsast getur fyrir hæfileikaríkt fólk. Inn í það fer enginn sem hefur aðra möguleika og já, það spyrst út hvar er gott að vinna og hvar ekki. Eins og með allt annað; eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið verður að taka forystuna í þessum efnum sem öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Martha Árnadóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Vinnustaðamenning er flókið fyrirbæri og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað það er sem einkennir menningu viðkomandi vinnustaðar. En ef einkennin eru eitthvað í þessa áttina - þá skaltu forða þér: Stundum er það þannig að verkefnin okkar eru auðveldasti parturinn af vinnunni á meðan andrúmsloftið á vinnustaðnum er erfiðasti hlutinn og getur hreinlega verið baneitrað. Forði fólk sér ekki af slíkum vinnustað getur það endað í algjöru þroti. Eitrað andrúmsloft á vinnustað er alvarleg ógn við heilsu starfsfólks og jafnvel lífshættulegt. Helstu einkennin eru að starfsfólk talar lítið saman, það brosir ekki eða hlær og gerir að gamni sínu. Hvatning milli starfsmanna er svo til óþekkt og öll samskipti eru formleg. Stutt er í baktal og jafnvel skemmdarverk og óttinn og óöryggið liggur í loftinu. Sá sem kemur nýr inn í þetta andrúmsloft finnur strax að eitthvað er að en starfsfólkið er löngu orðið samdauna ástandinu og heldur áfram að ýta þungum steinum upp hæðina í þykku andrúmsloftinu. Streita, höfuðverkur, vöðvabólga, svefnleysi og kvíði eru ríkjandi ástand í lífi starfsmanna. Reglur og leyndarmál Þegar kemur að hvatningu eða hóli er starfsfólki fyrst og fremst umbunað fyrir að ná settum markmiðum stjórnar eða fyrir að fara vel og rækilega eftir reglum. Að fara ótroðnar slóðir og koma upp með nýjar hugmyndir um hvernig má gera hlutina er illa séð. Starfsmenn segja ekki skoðun sína enda koma ákvarðanir ofan frá og starfstitlar og reglur eru lykilatriði. Það hvernig starfsfólki líður, heilsa þess og aðstæður, er málefni sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er hvíslað á göngum og ekki talað hreint út. Starfsmenn hafa það á tilfinningunni að starfsöryggið sé ekkert og fyrirtækið fullt af leyndarmálum sem aðeins örfáir eiga að vita. Stórar og smáar breytingar eru tilkynntar án nokkurs aðdraganda eða samráðs við starfsfólk. Ef þú þekkir þessi einkenni af þínum vinnustað þá ertu einfaldlega í vondum málum og í rauninni lítið sem þú getur gert annað en að forða þér, því svona andrúmsloft er borið uppi af lykilstjórnendum (meðvitað eða ómeðvitað) og fáir sem geta haft áhrif þarna á ef ekki er skilningur á ástandinu í kuldanum á toppnum. Rándýrt Í samkeppninni um hæfasta fólkið, sem er hin raunverulega samkeppni í nútímanum, er svona andrúmsloft það mest fráhrindandi sem hugsast getur fyrir hæfileikaríkt fólk. Inn í það fer enginn sem hefur aðra möguleika og já, það spyrst út hvar er gott að vinna og hvar ekki. Eins og með allt annað; eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið verður að taka forystuna í þessum efnum sem öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun