Hvernig er í vinnunni hjá þér? Martha Árnadóttir skrifar 7. desember 2022 11:01 Vinnustaðamenning er flókið fyrirbæri og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað það er sem einkennir menningu viðkomandi vinnustaðar. En ef einkennin eru eitthvað í þessa áttina - þá skaltu forða þér: Stundum er það þannig að verkefnin okkar eru auðveldasti parturinn af vinnunni á meðan andrúmsloftið á vinnustaðnum er erfiðasti hlutinn og getur hreinlega verið baneitrað. Forði fólk sér ekki af slíkum vinnustað getur það endað í algjöru þroti. Eitrað andrúmsloft á vinnustað er alvarleg ógn við heilsu starfsfólks og jafnvel lífshættulegt. Helstu einkennin eru að starfsfólk talar lítið saman, það brosir ekki eða hlær og gerir að gamni sínu. Hvatning milli starfsmanna er svo til óþekkt og öll samskipti eru formleg. Stutt er í baktal og jafnvel skemmdarverk og óttinn og óöryggið liggur í loftinu. Sá sem kemur nýr inn í þetta andrúmsloft finnur strax að eitthvað er að en starfsfólkið er löngu orðið samdauna ástandinu og heldur áfram að ýta þungum steinum upp hæðina í þykku andrúmsloftinu. Streita, höfuðverkur, vöðvabólga, svefnleysi og kvíði eru ríkjandi ástand í lífi starfsmanna. Reglur og leyndarmál Þegar kemur að hvatningu eða hóli er starfsfólki fyrst og fremst umbunað fyrir að ná settum markmiðum stjórnar eða fyrir að fara vel og rækilega eftir reglum. Að fara ótroðnar slóðir og koma upp með nýjar hugmyndir um hvernig má gera hlutina er illa séð. Starfsmenn segja ekki skoðun sína enda koma ákvarðanir ofan frá og starfstitlar og reglur eru lykilatriði. Það hvernig starfsfólki líður, heilsa þess og aðstæður, er málefni sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er hvíslað á göngum og ekki talað hreint út. Starfsmenn hafa það á tilfinningunni að starfsöryggið sé ekkert og fyrirtækið fullt af leyndarmálum sem aðeins örfáir eiga að vita. Stórar og smáar breytingar eru tilkynntar án nokkurs aðdraganda eða samráðs við starfsfólk. Ef þú þekkir þessi einkenni af þínum vinnustað þá ertu einfaldlega í vondum málum og í rauninni lítið sem þú getur gert annað en að forða þér, því svona andrúmsloft er borið uppi af lykilstjórnendum (meðvitað eða ómeðvitað) og fáir sem geta haft áhrif þarna á ef ekki er skilningur á ástandinu í kuldanum á toppnum. Rándýrt Í samkeppninni um hæfasta fólkið, sem er hin raunverulega samkeppni í nútímanum, er svona andrúmsloft það mest fráhrindandi sem hugsast getur fyrir hæfileikaríkt fólk. Inn í það fer enginn sem hefur aðra möguleika og já, það spyrst út hvar er gott að vinna og hvar ekki. Eins og með allt annað; eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið verður að taka forystuna í þessum efnum sem öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vinnustaðamenning er flókið fyrirbæri og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað það er sem einkennir menningu viðkomandi vinnustaðar. En ef einkennin eru eitthvað í þessa áttina - þá skaltu forða þér: Stundum er það þannig að verkefnin okkar eru auðveldasti parturinn af vinnunni á meðan andrúmsloftið á vinnustaðnum er erfiðasti hlutinn og getur hreinlega verið baneitrað. Forði fólk sér ekki af slíkum vinnustað getur það endað í algjöru þroti. Eitrað andrúmsloft á vinnustað er alvarleg ógn við heilsu starfsfólks og jafnvel lífshættulegt. Helstu einkennin eru að starfsfólk talar lítið saman, það brosir ekki eða hlær og gerir að gamni sínu. Hvatning milli starfsmanna er svo til óþekkt og öll samskipti eru formleg. Stutt er í baktal og jafnvel skemmdarverk og óttinn og óöryggið liggur í loftinu. Sá sem kemur nýr inn í þetta andrúmsloft finnur strax að eitthvað er að en starfsfólkið er löngu orðið samdauna ástandinu og heldur áfram að ýta þungum steinum upp hæðina í þykku andrúmsloftinu. Streita, höfuðverkur, vöðvabólga, svefnleysi og kvíði eru ríkjandi ástand í lífi starfsmanna. Reglur og leyndarmál Þegar kemur að hvatningu eða hóli er starfsfólki fyrst og fremst umbunað fyrir að ná settum markmiðum stjórnar eða fyrir að fara vel og rækilega eftir reglum. Að fara ótroðnar slóðir og koma upp með nýjar hugmyndir um hvernig má gera hlutina er illa séð. Starfsmenn segja ekki skoðun sína enda koma ákvarðanir ofan frá og starfstitlar og reglur eru lykilatriði. Það hvernig starfsfólki líður, heilsa þess og aðstæður, er málefni sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er hvíslað á göngum og ekki talað hreint út. Starfsmenn hafa það á tilfinningunni að starfsöryggið sé ekkert og fyrirtækið fullt af leyndarmálum sem aðeins örfáir eiga að vita. Stórar og smáar breytingar eru tilkynntar án nokkurs aðdraganda eða samráðs við starfsfólk. Ef þú þekkir þessi einkenni af þínum vinnustað þá ertu einfaldlega í vondum málum og í rauninni lítið sem þú getur gert annað en að forða þér, því svona andrúmsloft er borið uppi af lykilstjórnendum (meðvitað eða ómeðvitað) og fáir sem geta haft áhrif þarna á ef ekki er skilningur á ástandinu í kuldanum á toppnum. Rándýrt Í samkeppninni um hæfasta fólkið, sem er hin raunverulega samkeppni í nútímanum, er svona andrúmsloft það mest fráhrindandi sem hugsast getur fyrir hæfileikaríkt fólk. Inn í það fer enginn sem hefur aðra möguleika og já, það spyrst út hvar er gott að vinna og hvar ekki. Eins og með allt annað; eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið verður að taka forystuna í þessum efnum sem öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun