Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2022 08:04 Skýrslan er afar yfirgripsmikil og í henni að finna margar ábendingar um leiðina fram á við. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. Í skýrslunni segir meðal annars að í kjölfar innrásar Rússa hafi skapast eitt alvarlegasta hættuástand í öryggismálum Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldar. Um sé að ræða skýrt brot á alþjóðalögum sem hafi gjörbreytt stöðu öryggismála og alþjóðasamstarfs. Stigmögnun stríðsins í Úkraínu og hættan á að átökin breiðist út fyrir landamæri Úkraínu séu meðal áhættuþátta. Í upphafskafla skýrslunnar er fjallað um þessa nýju stöðu og þær aðgerðir sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsina hafa gripið til. Þá er einnig fjallað um kjarnorkuógnina. „Rússar gætu freistast til að taka meiri áhættu samhliða óförum í hefðbundnum hernaði og hafa sumir ráðamenn vísað beint og óbeint í notkun gereyðingavopna. Yfirlýsingar rússneskra ráðamanna um mögulega beitingu kjarnavopna í Úkraínu eru teknar alvarlega. Þó er ljóst að geri Rússar alvöru úr þeim mun það hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér og gerbreyta eðli átakanna ásamt því stuðla að frekari einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Mikillar óvissu gæti um þróun stríðsins í Úkraínu, hversu lengi það muni vara og áhrif þess til lengri tíma á heimsvísu. Í kaflanum „Áfallaþol samfélagsins“ segir að Ísland búi að mörgu leyti við gott öryggi hvað varðar mikilvæga innviði. „Hér má nefna aðgengi að neysluvatni, sjálfbærni þegar kemur að raforku og varmaorku, góð fjarskipti, opið lýðræðislegt samfélag og mikið traust til stofnana á borð við lögreglu og Landhelgisgæsluna.“ Þar segir að helstu áhrifaþættir sem taka þurfi mið af í viðleitni til að tryggja virkni mikilvægra innviða séu náttúruvá, þar með talin eldgos (aska, hraun), jarðskjálftar, jökulhlaup, flóðbylgjur af sjó, vatnsflóð, árflóð og öfgar í veðurfari; stórfelldar tæknilegar bilanir á sviði orkuöryggis, fjarskiptaöryggis eða netöryggis; vá af mannavöldum, þar með talin vanræksla, yfirsjón eða mistök; hótanir, skemmdarverk, netárásir, hryðjuverk, hernaður, pólitískt ástand eða efnahagsástand; heilbrigðisógnir, svo sem farsóttir; og skortur á starfsmönnum sem búa yfir þekkingu og þjálfun í rekstri slíkra innviða. Þá er fjallað um mikilvægi þess að fyrir hendi séu nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu á hættutímum. „Hér er t.d. um að ræða birgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum vegna matvælaframleiðslu, jarðefnaeldsneyti, lyf og lækningatæki og viðhaldshluti og þjónustu vegna mikilvægra innviða.“ Í skýrslunni er ítarlega fjallað um stöðu áðurnefndra innviða. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Í skýrslunni segir meðal annars að í kjölfar innrásar Rússa hafi skapast eitt alvarlegasta hættuástand í öryggismálum Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldar. Um sé að ræða skýrt brot á alþjóðalögum sem hafi gjörbreytt stöðu öryggismála og alþjóðasamstarfs. Stigmögnun stríðsins í Úkraínu og hættan á að átökin breiðist út fyrir landamæri Úkraínu séu meðal áhættuþátta. Í upphafskafla skýrslunnar er fjallað um þessa nýju stöðu og þær aðgerðir sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsina hafa gripið til. Þá er einnig fjallað um kjarnorkuógnina. „Rússar gætu freistast til að taka meiri áhættu samhliða óförum í hefðbundnum hernaði og hafa sumir ráðamenn vísað beint og óbeint í notkun gereyðingavopna. Yfirlýsingar rússneskra ráðamanna um mögulega beitingu kjarnavopna í Úkraínu eru teknar alvarlega. Þó er ljóst að geri Rússar alvöru úr þeim mun það hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér og gerbreyta eðli átakanna ásamt því stuðla að frekari einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Mikillar óvissu gæti um þróun stríðsins í Úkraínu, hversu lengi það muni vara og áhrif þess til lengri tíma á heimsvísu. Í kaflanum „Áfallaþol samfélagsins“ segir að Ísland búi að mörgu leyti við gott öryggi hvað varðar mikilvæga innviði. „Hér má nefna aðgengi að neysluvatni, sjálfbærni þegar kemur að raforku og varmaorku, góð fjarskipti, opið lýðræðislegt samfélag og mikið traust til stofnana á borð við lögreglu og Landhelgisgæsluna.“ Þar segir að helstu áhrifaþættir sem taka þurfi mið af í viðleitni til að tryggja virkni mikilvægra innviða séu náttúruvá, þar með talin eldgos (aska, hraun), jarðskjálftar, jökulhlaup, flóðbylgjur af sjó, vatnsflóð, árflóð og öfgar í veðurfari; stórfelldar tæknilegar bilanir á sviði orkuöryggis, fjarskiptaöryggis eða netöryggis; vá af mannavöldum, þar með talin vanræksla, yfirsjón eða mistök; hótanir, skemmdarverk, netárásir, hryðjuverk, hernaður, pólitískt ástand eða efnahagsástand; heilbrigðisógnir, svo sem farsóttir; og skortur á starfsmönnum sem búa yfir þekkingu og þjálfun í rekstri slíkra innviða. Þá er fjallað um mikilvægi þess að fyrir hendi séu nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu á hættutímum. „Hér er t.d. um að ræða birgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum vegna matvælaframleiðslu, jarðefnaeldsneyti, lyf og lækningatæki og viðhaldshluti og þjónustu vegna mikilvægra innviða.“ Í skýrslunni er ítarlega fjallað um stöðu áðurnefndra innviða.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira