„Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. desember 2022 20:16 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. „Nei, það voru aðrir þættir í dag sem voru bara ekki nægilega góðir. Tæknifeilar hér og þar og vörn og markvarsla datt aðeins niður. Þannig nei, ekkert svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn eftir leikinn. Þá segir hann fátt hafa komið sér á óvart í leik ungverska liðsins, nema kannski hversu mikið liðið fagnaði í leikslok. „Kannski hvað þeir fögnuðu þessu stigi mikið, það kannski kom mér mest á óvart í leiknum. En að öðru leyti vorum við vel undirbúnir og auðvitað hefðum við getað framkvæmt einhverja hluti betur hér og þar.“ Snorri segir einnig að hans menn geti helst sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið bæði stigin í leik kvöldsins. „Við náttúrulega héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot og við glutruðum því of fljótt niður. Auðvitað er eitt og annað sem veldur því, en fyrst og fremst fannst mér klaufalegir tæknifeilar og bara hlutir sem við þurfum að gera betur til að halda svona forskoti í svona keppni. Það er of dýrt að þetta fari svona fljótt.“ Mikið álag er á Valsmönnum þessa dagana og næsti leikur liðsins er strax á föstudaginn þegar liðið heimsækir Aftureldingu í Olís-deild karla. Snorri er viss um að sínir menn verði klárir í það verkefni. „Ég held að menn verði alveg klárir. Við finnum allavegana einhverjar leiðir til þess og mætum þangað til að sækja tvö stig. Það verður erfitt, engin spurning. Afturelding er með gott lið og allt það, en við erum líka með menn sem eru ferskir og geta spilað þann leik. Við tökum stöðuna þegar heim er komið um hvernig standi við erum í og hverja við látum spila,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá liði Díönu Daggar í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Sjá meira
„Nei, það voru aðrir þættir í dag sem voru bara ekki nægilega góðir. Tæknifeilar hér og þar og vörn og markvarsla datt aðeins niður. Þannig nei, ekkert svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn eftir leikinn. Þá segir hann fátt hafa komið sér á óvart í leik ungverska liðsins, nema kannski hversu mikið liðið fagnaði í leikslok. „Kannski hvað þeir fögnuðu þessu stigi mikið, það kannski kom mér mest á óvart í leiknum. En að öðru leyti vorum við vel undirbúnir og auðvitað hefðum við getað framkvæmt einhverja hluti betur hér og þar.“ Snorri segir einnig að hans menn geti helst sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið bæði stigin í leik kvöldsins. „Við náttúrulega héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot og við glutruðum því of fljótt niður. Auðvitað er eitt og annað sem veldur því, en fyrst og fremst fannst mér klaufalegir tæknifeilar og bara hlutir sem við þurfum að gera betur til að halda svona forskoti í svona keppni. Það er of dýrt að þetta fari svona fljótt.“ Mikið álag er á Valsmönnum þessa dagana og næsti leikur liðsins er strax á föstudaginn þegar liðið heimsækir Aftureldingu í Olís-deild karla. Snorri er viss um að sínir menn verði klárir í það verkefni. „Ég held að menn verði alveg klárir. Við finnum allavegana einhverjar leiðir til þess og mætum þangað til að sækja tvö stig. Það verður erfitt, engin spurning. Afturelding er með gott lið og allt það, en við erum líka með menn sem eru ferskir og geta spilað þann leik. Við tökum stöðuna þegar heim er komið um hvernig standi við erum í og hverja við látum spila,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Handbolti Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá liði Díönu Daggar í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Sjá meira
Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40
„Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02