Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 15:24 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vonar að nýr kjarasamningur liðki fyrir næstu viðræðum sem fram undan er. Vísir/Vilhelm Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins. Í þjóðhagsráði sitja ásamt formönnum stjórnarflokkanna í ríkisstjórn og fulltrúar nokkurra stéttarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og seðlabankans. Bjarni segir útspil stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum til umræðu á þeim vettvangi. „Í þessari lotu erum við í ríkisstjórninni mikið að horfa til þeirra sem eru á lægri endanum. Við höfum rætt barnabætur, húsnæðismál, húsnæðiskostnað þeirra sem eru með minna á milli handanna. Það þarf að auka framboð á húsnæði svo húsnæðisliðurinn hætti að valda auknum þrýstingi á verðhækkanir í landinu. Ég held að með sameiginlegu átaki sé þetta allt saman viðráðanlegt.“ Rætt er við fjármálaráðherra hér að neðan. Hann segist fullviss um að stjórnvöld geti skilað sínu í þeim efnum. „Útfærslan er eitthvað sem við erum tilbúin að hlusta eftir hugmyndum um.“ Takist að ná tökum á verðbólgunni sé hægt að sækja frekari lífskjarabætur. Hann segist því sýna því ákveðinn skilning að nú sé verið að landa kjarasamningum til skamms tíma og bindur vonir við að nýgerður samningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins verði til þess að ryðja brautina fyrir aðra og telur raunar niðurstöðuna góða fyrir alla aðila. „Mér sýnist að það séu töluverðar kjarabætur í þessum samningi sömuleiðis og ánægjulegt að tekist hafi samkomulag við Samtök atvinnulífsins um þessa niðurstöðu, þó að hún sé til skamms tíma. Maður verður að sýna því skilning að vegna ákveðinnar óvissu, meðal annars vegna verðbólgunnar, að menn vilji semja til skemmri tíma. Þetta ryður vonandi brautina fyrir aðra sem kunna að koma í kjölfarið. Það er það sem maður bindur vonir við.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í þjóðhagsráði sitja ásamt formönnum stjórnarflokkanna í ríkisstjórn og fulltrúar nokkurra stéttarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og seðlabankans. Bjarni segir útspil stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum til umræðu á þeim vettvangi. „Í þessari lotu erum við í ríkisstjórninni mikið að horfa til þeirra sem eru á lægri endanum. Við höfum rætt barnabætur, húsnæðismál, húsnæðiskostnað þeirra sem eru með minna á milli handanna. Það þarf að auka framboð á húsnæði svo húsnæðisliðurinn hætti að valda auknum þrýstingi á verðhækkanir í landinu. Ég held að með sameiginlegu átaki sé þetta allt saman viðráðanlegt.“ Rætt er við fjármálaráðherra hér að neðan. Hann segist fullviss um að stjórnvöld geti skilað sínu í þeim efnum. „Útfærslan er eitthvað sem við erum tilbúin að hlusta eftir hugmyndum um.“ Takist að ná tökum á verðbólgunni sé hægt að sækja frekari lífskjarabætur. Hann segist því sýna því ákveðinn skilning að nú sé verið að landa kjarasamningum til skamms tíma og bindur vonir við að nýgerður samningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins verði til þess að ryðja brautina fyrir aðra og telur raunar niðurstöðuna góða fyrir alla aðila. „Mér sýnist að það séu töluverðar kjarabætur í þessum samningi sömuleiðis og ánægjulegt að tekist hafi samkomulag við Samtök atvinnulífsins um þessa niðurstöðu, þó að hún sé til skamms tíma. Maður verður að sýna því skilning að vegna ákveðinnar óvissu, meðal annars vegna verðbólgunnar, að menn vilji semja til skemmri tíma. Þetta ryður vonandi brautina fyrir aðra sem kunna að koma í kjölfarið. Það er það sem maður bindur vonir við.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira