„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2022 13:11 Þau Hildur og Dagur tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. Þau Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Hildi finnst ekki mikið til aðgerða meirihlutans koma en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja nú fram sínar eigin tillögur til að draga úr hallarekstri. Sjá nánar: Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á rúma sjö milljarða „Sem snúa annars vegar að því að fresta tilteknum fjárfestingum sem við teljum ekki nauðsynlegt að fara í í þessu árferði, þá erum við til að mynda að nefna stafrænu umbreytinguna sem var ákveðið að verja tíu milljörðum í á tveimur árum. Nú eru tveir þriðju af tímanum og peningunum liðnir og búnir og við sjáum ekki afurðirnar. Við erum auðvitað mjög fylgjandi stafrænni umbreytingu en það þarf líka að gera það hóflega og skynsamlega. Við hefðum alltaf viljað fara í útboð með það allt saman og við viljum helminga fjárfestinguna úr þremur milljörðum í einn og hálfan á þessu ári,“ útskýrði Hildur. Þá er lagt til að fjárfestingum í Grófarhúsi og Hlemmsvæði verði slegið á frest og Ljósleiðarinn ehf, verði seldur. Þá vilja Sjálfstæðismenn lækka rekstrargjöld borgarinnar með því að draga úr yfirbyggingu og gagnrýna um leið fjölgun starfsfólks. Ekki hægt að fækka starfsfólki án þess að skerða þjónustu Dagur segir að fjölgunin sé mest í málaflokki fatlaðs fólks og í annarri framlínuþjónustu. „Þegar við borum okkur ofan í þetta þá sjáum við að mest fjölgun starfsfólks er í málaflokki fatlaðs fólks. Í hverjum nýjum búsetukjarna – og við höfum opnað fjölmarga á undanförnum árum – fylgja 40 til 60 starfsmenn. […] Við erum að fjölga töluvert á leikskólum og í annarri framlínuþjónustu. Það sem er sagt stundum í pólitísku debatti er að kalla þetta bákn, en þetta er bara þjónusta við fólk, þetta er þjónusta við fólk í vaxandi borg og við skulum ekki vera með ódýra umræðu og halda því fram að þú getir fækkað þessu starfsfólki án þess að það bitni á þjónustu.“ Dagur virtist síður en svo hrifinn af tillögunum. „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins til dæmis um að reka fimm prósent af starfsfólki borgarinnar sem eru að sinna þessum mikilvægu störfum.“ Hildur tók fram að hún myndi vilja verja framlínustarfsfólk en gagnrýnir fjölgun starfsfólks í miðlægri stjórnsýslu. „Þar sem skrifstofa borgarstjóra er og þar erum við ekkert að sjá neinar sérstakar hagræðingaraðgerðir. Það á til dæmis að skera niður í leikskólamat barna en Dagur ætlar ekki að skera niður í fínu móttökunum í ráðhúsinu og höfða,“ sagði Hildur. Þessar tillögur verða meðal annars til umræðu á borgarstjórnarfundi sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Þau Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, tókust á um hagræðingaraðgerðir í Bítinu í morgun. Hildi finnst ekki mikið til aðgerða meirihlutans koma en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja nú fram sínar eigin tillögur til að draga úr hallarekstri. Sjá nánar: Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á rúma sjö milljarða „Sem snúa annars vegar að því að fresta tilteknum fjárfestingum sem við teljum ekki nauðsynlegt að fara í í þessu árferði, þá erum við til að mynda að nefna stafrænu umbreytinguna sem var ákveðið að verja tíu milljörðum í á tveimur árum. Nú eru tveir þriðju af tímanum og peningunum liðnir og búnir og við sjáum ekki afurðirnar. Við erum auðvitað mjög fylgjandi stafrænni umbreytingu en það þarf líka að gera það hóflega og skynsamlega. Við hefðum alltaf viljað fara í útboð með það allt saman og við viljum helminga fjárfestinguna úr þremur milljörðum í einn og hálfan á þessu ári,“ útskýrði Hildur. Þá er lagt til að fjárfestingum í Grófarhúsi og Hlemmsvæði verði slegið á frest og Ljósleiðarinn ehf, verði seldur. Þá vilja Sjálfstæðismenn lækka rekstrargjöld borgarinnar með því að draga úr yfirbyggingu og gagnrýna um leið fjölgun starfsfólks. Ekki hægt að fækka starfsfólki án þess að skerða þjónustu Dagur segir að fjölgunin sé mest í málaflokki fatlaðs fólks og í annarri framlínuþjónustu. „Þegar við borum okkur ofan í þetta þá sjáum við að mest fjölgun starfsfólks er í málaflokki fatlaðs fólks. Í hverjum nýjum búsetukjarna – og við höfum opnað fjölmarga á undanförnum árum – fylgja 40 til 60 starfsmenn. […] Við erum að fjölga töluvert á leikskólum og í annarri framlínuþjónustu. Það sem er sagt stundum í pólitísku debatti er að kalla þetta bákn, en þetta er bara þjónusta við fólk, þetta er þjónusta við fólk í vaxandi borg og við skulum ekki vera með ódýra umræðu og halda því fram að þú getir fækkað þessu starfsfólki án þess að það bitni á þjónustu.“ Dagur virtist síður en svo hrifinn af tillögunum. „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins til dæmis um að reka fimm prósent af starfsfólki borgarinnar sem eru að sinna þessum mikilvægu störfum.“ Hildur tók fram að hún myndi vilja verja framlínustarfsfólk en gagnrýnir fjölgun starfsfólks í miðlægri stjórnsýslu. „Þar sem skrifstofa borgarstjóra er og þar erum við ekkert að sjá neinar sérstakar hagræðingaraðgerðir. Það á til dæmis að skera niður í leikskólamat barna en Dagur ætlar ekki að skera niður í fínu móttökunum í ráðhúsinu og höfða,“ sagði Hildur. Þessar tillögur verða meðal annars til umræðu á borgarstjórnarfundi sem hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vef Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45
92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25
„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00