Segir Japani vilja læra af Íslendingum í jafnréttismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2022 15:37 Japönsk yfirvöld eiga mikið verk fyrir höndum en þau vilja jafna stöðu kynjanna og læra af Íslandi í þeirri vegferð að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, en Japanir sitja í 116. sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins. Japanskir ráðamenn fengu Guðna til að flytja opnunarávarp jafnréttisþingsins World Assembly for Women um liðna helgi. Í opnunarávarpi Guðna í Tókýó gerði hann ráðamönnum grein fyrir því að margir samverkandi þættir hefðu stuðlað að þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. „Meðal annars löggjöf um foreldraorlof og löggjöf um sömu laun óháð kyni og jafnlaunavottun og þar fram eftir götunum og þar að auki væri spurning um kynjajafnrétti ekkert mál lengur á vettvangi íslenskra stjórnmála til dæmis. Það þætti bara sjálfsagt að við værum á þeim stað sem við erum og enginn vildi horfa til fortíðar þar,“ segir Guðni. Guðni segist þó hafa haldið því til haga að Ísland sé engin jafnréttisparadís og að enn sé verk að vinna. Ísland hefur þó trónað í efsta sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í rúman áratug en Japan er í 116. sæti. Guðni ræddi við helstu ráðamenn í Japan og tók þátt í alls konar málþingum um jafnrétti.Forseti Íslands Hvað er þess valdandi að Japanir eru svona neðarlega á listanum? „Mikil íhaldssemi,“ útskýrir Guðni sem heldur áfram. „Rótgrónar hugmyndir um hlutverk kynjanna í samfélaginu og innan heimilis og japanskir karlmenn vinna langan vinnudag og ætlast svo margir til þess þegar heim er komið þurfi þeir ekki að ómaka sig við heimilisstörf eða uppeldi og þessu þarf að breyta því japanskt samfélag er líka að breytast.“ Hlutfall aldraðra sé orðið ansi hátt og fæðingartíðni lág. „Samkeppnishæfni ríkja er háð því að þátttaka á vinnumarkaði sé mikil og þetta samfélag þarf á því að halda að konur njóti jafnra tækifæra en það er hluti af stefnu stjórnvalda að skipta hér um kúrs og þá gleður það mig, sem fulltrúa okkar Íslendinga, að það er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa til batnaðar í íslensku samfélagi í þessum efnum.“ Samfélagið hagnast á auknu jafnrétti Guðni ræddi við forsætisráðherra Japans, jafnréttismálaráðherra og tók auk þess þátt í alls konar viðburðum og málþingum um helgina. Hann segir að erfitt sé að leggja mat á það hvort ráðamönnum í Japan sé alvara með að vilja bæta sig í jafnréttismálum en segist hafa bent á að jafnrétti kynjanna sé ekki aðeins réttlætis og sanngirnismál heldur líka „beinhart hagsmunamál, ef menn vilja hagvöxt, vellíðan og velsæld í samfélaginu.“ „Ef það eru hér einhverjir íhaldssamir menn sem trúa ekki á jafnrétti sem réttlætismál og sanngirnismál þá er nú kannski von til þess að þeir sjái ljósið ef þeim er leitt fyrir sjónir að samfélagið allt muni beinlínis hagnast á auknu jafnrétti.“ Senn líður að lokum Japansferðar forsetans en næst fer hann, ásamt Elizu Reid forsetafrú, til Strassborgar í Frakklandi til að taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands Evrópuráðinu. Forseti Íslands Japan Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Japanskir ráðamenn fengu Guðna til að flytja opnunarávarp jafnréttisþingsins World Assembly for Women um liðna helgi. Í opnunarávarpi Guðna í Tókýó gerði hann ráðamönnum grein fyrir því að margir samverkandi þættir hefðu stuðlað að þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. „Meðal annars löggjöf um foreldraorlof og löggjöf um sömu laun óháð kyni og jafnlaunavottun og þar fram eftir götunum og þar að auki væri spurning um kynjajafnrétti ekkert mál lengur á vettvangi íslenskra stjórnmála til dæmis. Það þætti bara sjálfsagt að við værum á þeim stað sem við erum og enginn vildi horfa til fortíðar þar,“ segir Guðni. Guðni segist þó hafa haldið því til haga að Ísland sé engin jafnréttisparadís og að enn sé verk að vinna. Ísland hefur þó trónað í efsta sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í rúman áratug en Japan er í 116. sæti. Guðni ræddi við helstu ráðamenn í Japan og tók þátt í alls konar málþingum um jafnrétti.Forseti Íslands Hvað er þess valdandi að Japanir eru svona neðarlega á listanum? „Mikil íhaldssemi,“ útskýrir Guðni sem heldur áfram. „Rótgrónar hugmyndir um hlutverk kynjanna í samfélaginu og innan heimilis og japanskir karlmenn vinna langan vinnudag og ætlast svo margir til þess þegar heim er komið þurfi þeir ekki að ómaka sig við heimilisstörf eða uppeldi og þessu þarf að breyta því japanskt samfélag er líka að breytast.“ Hlutfall aldraðra sé orðið ansi hátt og fæðingartíðni lág. „Samkeppnishæfni ríkja er háð því að þátttaka á vinnumarkaði sé mikil og þetta samfélag þarf á því að halda að konur njóti jafnra tækifæra en það er hluti af stefnu stjórnvalda að skipta hér um kúrs og þá gleður það mig, sem fulltrúa okkar Íslendinga, að það er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa til batnaðar í íslensku samfélagi í þessum efnum.“ Samfélagið hagnast á auknu jafnrétti Guðni ræddi við forsætisráðherra Japans, jafnréttismálaráðherra og tók auk þess þátt í alls konar viðburðum og málþingum um helgina. Hann segir að erfitt sé að leggja mat á það hvort ráðamönnum í Japan sé alvara með að vilja bæta sig í jafnréttismálum en segist hafa bent á að jafnrétti kynjanna sé ekki aðeins réttlætis og sanngirnismál heldur líka „beinhart hagsmunamál, ef menn vilja hagvöxt, vellíðan og velsæld í samfélaginu.“ „Ef það eru hér einhverjir íhaldssamir menn sem trúa ekki á jafnrétti sem réttlætismál og sanngirnismál þá er nú kannski von til þess að þeir sjái ljósið ef þeim er leitt fyrir sjónir að samfélagið allt muni beinlínis hagnast á auknu jafnrétti.“ Senn líður að lokum Japansferðar forsetans en næst fer hann, ásamt Elizu Reid forsetafrú, til Strassborgar í Frakklandi til að taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands Evrópuráðinu.
Forseti Íslands Japan Jafnréttismál Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44