Dularfullar sprengingar á tveimur herstöðvum í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 12:48 TU-95 sprengjuvélum flogið yfir Moskvu. epa/Sergei Ilnitsky Nokkrir eru látnir eftir sprengingar á tveimur herflugvöllum í Rússlandi. Báðir vellirnir eru í hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærunum að Úkraínu; nærri borginni Ryazan og í Saratov. Þrír eru sagðir hafa látist og fimm særst þegar eldsneytistankbifreið sprakk í loft upp á herstöðinni hjá Ryazan. Þá eru tveir sagðir hafa særst á Engels-2 herstöðinni. Báðar herstöðvar hýsa langdrægar Tu-95 sprengjuvélar, sem hafa meðal annars verið notaðar gegn Úkraínu. Þá segir Guardian að kjarnorkuvopn séu geymd á Engels-vellinum, sem skjóta má frá orrustuþotunum. Orsakir sprenginganna eru óþekktar en Steven Rosenberg, ritstjóri hjá BBC í málefnum Rússlands, segir menn óneitanlega munu velta því fyrir sér hvort Úkraínumenn standi að baki atvikunum. Rússneska fréttastofan Baza hefur greint frá því að loftárás hafi verið gerð á Engels-herstöðina og fréttastofan Astra segir tvær Tu-95 vélar hafa skemmst. Hvorug fréttastofa vitnar í heimildir. Úkraínumenn eru ekki taldir eiga vopnakerfi sem gætu dregið svo langt inn í Rússland. Þess má geta að í síðustu viku var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu aukna umferð á Engels-vellinum. Der Spiegel birti myndirnar, sem virðast sýna um tuttugu orrustuþotur undirbúnar fyrir enn eina árásina á Úkraínu. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafa verið upplýstan um sprengingarnar. Peskov sagðist ekki hafa nánari upplýsingar um málið. Sprengingarnar áttu sér stað í morgun en í kjölfarið hafa Rússar skotið fleiri en 100 stýriflaugum frá landi og sjó. Úkraínumenn voru hvattir til að leita skjóls í sprengjubirgjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Þrír eru sagðir hafa látist og fimm særst þegar eldsneytistankbifreið sprakk í loft upp á herstöðinni hjá Ryazan. Þá eru tveir sagðir hafa særst á Engels-2 herstöðinni. Báðar herstöðvar hýsa langdrægar Tu-95 sprengjuvélar, sem hafa meðal annars verið notaðar gegn Úkraínu. Þá segir Guardian að kjarnorkuvopn séu geymd á Engels-vellinum, sem skjóta má frá orrustuþotunum. Orsakir sprenginganna eru óþekktar en Steven Rosenberg, ritstjóri hjá BBC í málefnum Rússlands, segir menn óneitanlega munu velta því fyrir sér hvort Úkraínumenn standi að baki atvikunum. Rússneska fréttastofan Baza hefur greint frá því að loftárás hafi verið gerð á Engels-herstöðina og fréttastofan Astra segir tvær Tu-95 vélar hafa skemmst. Hvorug fréttastofa vitnar í heimildir. Úkraínumenn eru ekki taldir eiga vopnakerfi sem gætu dregið svo langt inn í Rússland. Þess má geta að í síðustu viku var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu aukna umferð á Engels-vellinum. Der Spiegel birti myndirnar, sem virðast sýna um tuttugu orrustuþotur undirbúnar fyrir enn eina árásina á Úkraínu. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta hafa verið upplýstan um sprengingarnar. Peskov sagðist ekki hafa nánari upplýsingar um málið. Sprengingarnar áttu sér stað í morgun en í kjölfarið hafa Rússar skotið fleiri en 100 stýriflaugum frá landi og sjó. Úkraínumenn voru hvattir til að leita skjóls í sprengjubirgjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira