„Við vorum nálægt því að sigla þessum heim“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 4. desember 2022 20:19 Jónatan Magnússon þjálfari KA. VÍSIR/VILHELM „Þeir skora úr sinni sókn, þeir fara í 7 á 6 og skoruðu mark sem við hefðum átt að gera betur í en þeir gerðu það vel,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA þegar hann var spurður að leikslokum hvernig KA hefði tapað niður tveggja marka forystu á 25 sekúndum. Hann hélt svo áfram að lýsa þessum 25 sekúndum. Svo fáum við dauðafæri til að klára leikinn en hvað gerist eftir að við klikkum á því færi er svo annað og hvernig við fáum þetta víti á okkur. Þeir skora síðustu tvö mörkin þrátt fyrir að við fáum tækifæri til að skora og ekkert meira um það að segja. Patrekur Stefánsson átti lokaskot KA sem klikkaði. „Við fórum í það færi sem á að fara í þegar maður er í þessari stöðu eins og var komin upp þarna, maður á mann hjá Gróttu. Ef við hefðum skorað þá værum við glaðir en í staðin erum við svekktir með þessa niðurstöðu þar sem við vorum svo nálægt því að klára þetta.“ Jónatan hefði viljað tvö stigin í dag en fannst spilamennska sinna manna ekki nógu góð. „Ég er ekki sáttur við að hafa ekki unnið þá því það var markmiðið okkar að vinna þá hér í dag en hins vegar var þessi leikur þannig að við vorum ekki að spila neitt sérstaklega vel í dag, við vorum í vandræðum varnarlega og vorum ekki að fá eins góða markvörslu eins og við höfum verið að fá. Þá var Einar Baldvin að verja vel í marki Gróttu og leikurinn æxlast eins og hann gerir, þá er stigið gott.“ Grótta var skrefi á undan nánast allan seinni hálfleikinn það var ekki fyrr en fimm mínútur voru eftir að KA komst yfir í fyrsta skipti í seinni hálfleik. „Mér fannst mikill karakter í mínum mönnum í seinni hálfleik því þetta var ákveðin brekka sem við vorum komnir í. Þannig ég er ánægður með mína menn að hafa náð að snúa þeim kafla við. Við vorum nálægt því að sigla þessum heim.“ Meiðsli eru að hrjá KA menn. „Allan er að glíma við tognun aftan í læri og er frekar erfið. Hann er að verða klár en við þorðum ekki að nota hann í dag. Það er smá tími í Óla ef þú ætlar að spyrja um hann næst.“ Einar Birgir Stefánsson leikmaður KA meiddist illa í leiknum og var borinn af velli á sjúkrabörum og þaðan í sjúkrabíll. „Ökklin á honum fór í mikinn yfirsnúning, eðlilega veit ég ekki neitt meira hvað kom fyrir. Þetta leit ekki vel út, hann er harðjaxl og miða við hvað þetta var vont þá lítur þetta ekki vel út en við vonum það besta.“ KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Hann hélt svo áfram að lýsa þessum 25 sekúndum. Svo fáum við dauðafæri til að klára leikinn en hvað gerist eftir að við klikkum á því færi er svo annað og hvernig við fáum þetta víti á okkur. Þeir skora síðustu tvö mörkin þrátt fyrir að við fáum tækifæri til að skora og ekkert meira um það að segja. Patrekur Stefánsson átti lokaskot KA sem klikkaði. „Við fórum í það færi sem á að fara í þegar maður er í þessari stöðu eins og var komin upp þarna, maður á mann hjá Gróttu. Ef við hefðum skorað þá værum við glaðir en í staðin erum við svekktir með þessa niðurstöðu þar sem við vorum svo nálægt því að klára þetta.“ Jónatan hefði viljað tvö stigin í dag en fannst spilamennska sinna manna ekki nógu góð. „Ég er ekki sáttur við að hafa ekki unnið þá því það var markmiðið okkar að vinna þá hér í dag en hins vegar var þessi leikur þannig að við vorum ekki að spila neitt sérstaklega vel í dag, við vorum í vandræðum varnarlega og vorum ekki að fá eins góða markvörslu eins og við höfum verið að fá. Þá var Einar Baldvin að verja vel í marki Gróttu og leikurinn æxlast eins og hann gerir, þá er stigið gott.“ Grótta var skrefi á undan nánast allan seinni hálfleikinn það var ekki fyrr en fimm mínútur voru eftir að KA komst yfir í fyrsta skipti í seinni hálfleik. „Mér fannst mikill karakter í mínum mönnum í seinni hálfleik því þetta var ákveðin brekka sem við vorum komnir í. Þannig ég er ánægður með mína menn að hafa náð að snúa þeim kafla við. Við vorum nálægt því að sigla þessum heim.“ Meiðsli eru að hrjá KA menn. „Allan er að glíma við tognun aftan í læri og er frekar erfið. Hann er að verða klár en við þorðum ekki að nota hann í dag. Það er smá tími í Óla ef þú ætlar að spyrja um hann næst.“ Einar Birgir Stefánsson leikmaður KA meiddist illa í leiknum og var borinn af velli á sjúkrabörum og þaðan í sjúkrabíll. „Ökklin á honum fór í mikinn yfirsnúning, eðlilega veit ég ekki neitt meira hvað kom fyrir. Þetta leit ekki vel út, hann er harðjaxl og miða við hvað þetta var vont þá lítur þetta ekki vel út en við vonum það besta.“
KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira