Á þriðja þúsund biðla til borgaryfirvalda: Siglunes miklu meira en bara siglingakennsla Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 22:23 Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi segir samfélagið í kringum siglingafélagið slegið og hvetur borgaryfirvöld eindregið til að endurskoða ákvörðun um að leggja starfsemina niður. Vísir/Steingrímur Dúi Á þriðja þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem markmiðið er að Bjarga siglingamiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík, sem á að leggja með öllu niður vegna niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg. Starfsmaður Sigluness segir siglingasamfélagið slegið yfir ákvörðuninni. Það er kannski ekki augljóst í desember, en á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. En nú á að leggja hana alveg niður. „Okkur var náttúrulega bara mjög brugðið. Við komumst að þessu bara svo gott sem í fréttum og mikið sjokk að fá svona fréttir. Þetta er það sem maður hefur lifað fyrir. Ég sjálfur byrjaði hérna átta ára gamall og við eigum flest okkar sögu héðan sem erum starfsmenn eða höfum unnið hérna að hafa byrjað hérna sem börn,“ segir Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi í samtali við fréttastofu. Að leggja niður Siglunes er hluti af niðurskurðaraðgerðum Reykjavíkurborgar vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Borgin telur sig spara 23 milljónir á ári með aðgerðinni. Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi VG segir þetta ansi drastíska sparnaðarráðstöfun sem geti valdið tjóni sem erfitt sé að lagfæra. Björn biðlar til borgaryfirvalda að endurskoða ákvörðunina. „Þetta er miklu meira en bara siglingakennsla. Þetta er starfsemi sem veitir krökkum tækifæri á að finna sjálf sig, komast út úr dagsins amstri í landi og eru án raftækja og úti á sjó og bara ein með náttúrunni. Það er alveg einstakt og við erum með einstaka starfsemi hér þótt víðar væri leitað. Við fáum hérna hátt í þúsund börn á hverju sumri. Þau koma hérna og læra að róa og sigla og umgangast sjóinn og náttúruöflin. Við erum að kenna þeim svo margt meira en bara umgangast sjóinn. Krakkar koma hérna með mismunandi bakgrunna og mismunandi aðstæðum. Og koma hingað og vinna persónulega sigra á eigin forsendum. Þannig að þetta er einstakur vettvangur fyrir börn til að komast út fyrir þægindahringinn og krakkar sem finna sig ekki í öðru æskulýðsstarfi, þau finna sig mjög oft hér hjá okkur,“ segir Björn. Þegar þetta er skrifað hafa fleiri en 2.200 skrifað undir áskorun um að hætta við ákvörðunina en hér má finna vefslóð á undirskriftasöfnunina. Siglingaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Það er kannski ekki augljóst í desember, en á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. En nú á að leggja hana alveg niður. „Okkur var náttúrulega bara mjög brugðið. Við komumst að þessu bara svo gott sem í fréttum og mikið sjokk að fá svona fréttir. Þetta er það sem maður hefur lifað fyrir. Ég sjálfur byrjaði hérna átta ára gamall og við eigum flest okkar sögu héðan sem erum starfsmenn eða höfum unnið hérna að hafa byrjað hérna sem börn,“ segir Björn Bjarnarson verkefnastjóri í Siglunesi í samtali við fréttastofu. Að leggja niður Siglunes er hluti af niðurskurðaraðgerðum Reykjavíkurborgar vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Borgin telur sig spara 23 milljónir á ári með aðgerðinni. Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi VG segir þetta ansi drastíska sparnaðarráðstöfun sem geti valdið tjóni sem erfitt sé að lagfæra. Björn biðlar til borgaryfirvalda að endurskoða ákvörðunina. „Þetta er miklu meira en bara siglingakennsla. Þetta er starfsemi sem veitir krökkum tækifæri á að finna sjálf sig, komast út úr dagsins amstri í landi og eru án raftækja og úti á sjó og bara ein með náttúrunni. Það er alveg einstakt og við erum með einstaka starfsemi hér þótt víðar væri leitað. Við fáum hérna hátt í þúsund börn á hverju sumri. Þau koma hérna og læra að róa og sigla og umgangast sjóinn og náttúruöflin. Við erum að kenna þeim svo margt meira en bara umgangast sjóinn. Krakkar koma hérna með mismunandi bakgrunna og mismunandi aðstæðum. Og koma hingað og vinna persónulega sigra á eigin forsendum. Þannig að þetta er einstakur vettvangur fyrir börn til að komast út fyrir þægindahringinn og krakkar sem finna sig ekki í öðru æskulýðsstarfi, þau finna sig mjög oft hér hjá okkur,“ segir Björn. Þegar þetta er skrifað hafa fleiri en 2.200 skrifað undir áskorun um að hætta við ákvörðunina en hér má finna vefslóð á undirskriftasöfnunina.
Siglingaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Tengdar fréttir Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. 3. desember 2022 19:08