Handbolti

HK kom ekki upp orði gegn Fram í Kórnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steinunn Björnsdóttir var markahæst á vellinum með tíu mörk.
Steinunn Björnsdóttir var markahæst á vellinum með tíu mörk. vísir/diego

Fram kjöldró HK, 16-35, þegar liðin áttust við í 9. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Frammarar eru áfram í 4. sætinu og HK-ingar ennþá í áttunda og neðsta sætinu.

Leikurinn í Kórnum í dag var alls ekki spennandi. Fram tók strax völdin, skoraði fyrstu sex mörk leiksins og var ellefu mörkum yfir í hálfleik, 8-19. Í seinni hálfleik var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði og á endanum munaði nítján mörkum á liðunum, 16-35.

Hafdís Renötudóttir var nánast ósigrandi í marki Fram og varði 23 skot, eða 60,5 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig.

Steinunn Björnsdóttir var markahæst í liði Fram og á vellinum með tíu mörk. Tamara Jovicevic skoraði sex mörk og Þórey Rósa Stefánsdóttir fimm. Ellefu leikmenn Fram komust á blað í leiknum.

Hjá HK var fátt um fína drætti eins og lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar voru til að mynda aðeins með 29,1 prósent skotnýtingu og 16,7 prósent markvörslu. Katrín Hekla Magnúsdóttir var markahæst heimakvenna með fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×