Líðan skjólstæðinganna batnað með sanngirni á þriðju vaktinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2022 12:24 Hulda Tölgyes sálfræðingur þekkir áskoranir þriðju vaktarinnar vel en skjólstæðingar hennar hafa margir leitað til hennar vegna álagsins sem henni fylgir. Hún segir að það segi okkur heilmikið að um leið og meiri sanngirni sé á þriðju vaktinni bætist líðanin. Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur hefur einnig mikla innsýn inn í málefnið en hann heldur úti hlaðvarpinu Karlmennskan. Vísir/Dúi Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um hina svokölluðu þriðju vakt eftir að skoðanagrein á Vísi fór á mikið flug. Fréttastofa fór á stúfana og spurði hver það væri á heimilinu sem helst stæði þriðju vaktina. Pistillinn, sem er eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson nefnist „huggulegt um jólin“ og fjallar um byrðar þriðju vaktarinnar svokölluðu. Inntak greinarinnar er að sérstaklega þurfi að vera vakandi fyrir sanngjarnri verkskiptingu á þriðju vaktinni í aðdraganda jóla þar sem álagið eykst gífurlega. Hulda og Þorsteinn benda á í grein sinni að skipulag, utanumhald og yfirsýn sé margfalt meira á herðum kvenna, bæði almennt en sérstaklega í parasamböndum. En hverjar eru vaktirnar þrjár? Sú fyrsta er launað starf en í annarri vaktinni felst framkvæmd heimilisverkanna eins og að fara út með ruslið, skutla krökkunum á æfingar og að kaupa í matinn. Í þriðju vaktinni felst síðan hið hugræna álag eins og skipulag, utanumhald, yfirsýn og allt sem muna þarf að framkvæma til að hlutir almennt gangi upp. Margir kvenkyns skjólstæðingar Huldu kvarta undan álagi vegna þriðju vaktarinnar en Hulda starfar sem sálfræðingur. „Ég heyri mjög mikið af þessu að þær eru margar streittar og þreyttar og undir rosalega miklu álagi og oft er um kvíðaröskun eða þunglyndi að ræða en oft sé ég það að þegar við minnkum streituvaldana þá lagast í rauninni heilsan og líðanin og það segir okkur alveg helling“ Hugur Þorsteins opnaðist gagnvart þriðju vaktinni þegar hann var í fæðingarorlofi með eldri dóttur þeirra hjóna. Hann er í dag kynjafræðingur og heldur úti hlaðvarpinu Karlmennskan og hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hann viðurkennir að hafa ekki alltaf verið jafn upplýstur um byrðar þriðju vaktarinnar og hann er í dag. Álag þriðju vaktarinnar hafi látið á sér kræla í orlofinu en þá hafi hann hugsað með sér: „Ef ég ætla að halda lífi í sjálfum mér og dóttur okkar og halda geðheilsunni á sama tíma þá er ég ekki að fara að sinna heimilinu og vera með allt á tæru, ég er bara að fara að sinna barninu okkar. Þarna fattaði ég eitthvað og þá urðu hlustunarskilyrðin til staðar hjá mér, sem er náttúrulega fáránlega ósanngjarnt að þurfa næstum því að upplifa þetta sjálfur til þess að geta hlustað.“ Þorsteinn bendir á að hann hafi einfaldlega ekki haft forsendurnar til að skilja þriðju vaktina á sínum tíma og hafi þurft að ráðast í mikla tilfinningavinnu til að skilja hvers vegna hann hans fyrstu viðbrögð hafi verið að fara í vörn þegar konan hans nálgaðist hann í von um sanngjarnari verkskiptingu á þriðju vaktinni. „Samtal, vinátta og jafnrétti.“ Einn af viðmælendum fréttastofu segir að sanngirni, vinátta og jafnrétti sé lykillinn að sanngjarnari verkskiptingu á þriðju vaktinni.Vísir/Dúi En veit fólk almennt hvað þriðja vaktin er? Og hver stendur hana oftast? Fréttastofan fór á stúfana og tók gesti Kringlunnar tali. Flestir sem fréttastofa ræddi við sögðu að eiginkonan stæði helst þriðju vaktina en einn viðmælandi fréttastofu, Ásthildur Snorradóttir, sagði að hún og eiginmaður hennar væru bæði jafn virk á þriðju vaktinni. Innt eftir því hver lykillinn væri að jafnri skiptingu sagði Ásthildur: „Samtal, vinátta og jafnrétti.“ Jafnréttismál Fjölskyldumál Ástin og lífið Tengdar fréttir Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“ Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð. 2. desember 2022 13:54 Huggulegt um jólin? Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. 30. nóvember 2022 12:31 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Pistillinn, sem er eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson nefnist „huggulegt um jólin“ og fjallar um byrðar þriðju vaktarinnar svokölluðu. Inntak greinarinnar er að sérstaklega þurfi að vera vakandi fyrir sanngjarnri verkskiptingu á þriðju vaktinni í aðdraganda jóla þar sem álagið eykst gífurlega. Hulda og Þorsteinn benda á í grein sinni að skipulag, utanumhald og yfirsýn sé margfalt meira á herðum kvenna, bæði almennt en sérstaklega í parasamböndum. En hverjar eru vaktirnar þrjár? Sú fyrsta er launað starf en í annarri vaktinni felst framkvæmd heimilisverkanna eins og að fara út með ruslið, skutla krökkunum á æfingar og að kaupa í matinn. Í þriðju vaktinni felst síðan hið hugræna álag eins og skipulag, utanumhald, yfirsýn og allt sem muna þarf að framkvæma til að hlutir almennt gangi upp. Margir kvenkyns skjólstæðingar Huldu kvarta undan álagi vegna þriðju vaktarinnar en Hulda starfar sem sálfræðingur. „Ég heyri mjög mikið af þessu að þær eru margar streittar og þreyttar og undir rosalega miklu álagi og oft er um kvíðaröskun eða þunglyndi að ræða en oft sé ég það að þegar við minnkum streituvaldana þá lagast í rauninni heilsan og líðanin og það segir okkur alveg helling“ Hugur Þorsteins opnaðist gagnvart þriðju vaktinni þegar hann var í fæðingarorlofi með eldri dóttur þeirra hjóna. Hann er í dag kynjafræðingur og heldur úti hlaðvarpinu Karlmennskan og hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hann viðurkennir að hafa ekki alltaf verið jafn upplýstur um byrðar þriðju vaktarinnar og hann er í dag. Álag þriðju vaktarinnar hafi látið á sér kræla í orlofinu en þá hafi hann hugsað með sér: „Ef ég ætla að halda lífi í sjálfum mér og dóttur okkar og halda geðheilsunni á sama tíma þá er ég ekki að fara að sinna heimilinu og vera með allt á tæru, ég er bara að fara að sinna barninu okkar. Þarna fattaði ég eitthvað og þá urðu hlustunarskilyrðin til staðar hjá mér, sem er náttúrulega fáránlega ósanngjarnt að þurfa næstum því að upplifa þetta sjálfur til þess að geta hlustað.“ Þorsteinn bendir á að hann hafi einfaldlega ekki haft forsendurnar til að skilja þriðju vaktina á sínum tíma og hafi þurft að ráðast í mikla tilfinningavinnu til að skilja hvers vegna hann hans fyrstu viðbrögð hafi verið að fara í vörn þegar konan hans nálgaðist hann í von um sanngjarnari verkskiptingu á þriðju vaktinni. „Samtal, vinátta og jafnrétti.“ Einn af viðmælendum fréttastofu segir að sanngirni, vinátta og jafnrétti sé lykillinn að sanngjarnari verkskiptingu á þriðju vaktinni.Vísir/Dúi En veit fólk almennt hvað þriðja vaktin er? Og hver stendur hana oftast? Fréttastofan fór á stúfana og tók gesti Kringlunnar tali. Flestir sem fréttastofa ræddi við sögðu að eiginkonan stæði helst þriðju vaktina en einn viðmælandi fréttastofu, Ásthildur Snorradóttir, sagði að hún og eiginmaður hennar væru bæði jafn virk á þriðju vaktinni. Innt eftir því hver lykillinn væri að jafnri skiptingu sagði Ásthildur: „Samtal, vinátta og jafnrétti.“
Jafnréttismál Fjölskyldumál Ástin og lífið Tengdar fréttir Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“ Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð. 2. desember 2022 13:54 Huggulegt um jólin? Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. 30. nóvember 2022 12:31 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“ Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð. 2. desember 2022 13:54
Huggulegt um jólin? Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. 30. nóvember 2022 12:31