„Þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2022 09:01 Valsarinn Ásdís Þóra Ágústsdóttir spilar með Selfyssingum í vetur. Hún mætir uppeldisliði sínu, systur sinni og föður síðar í dag. Selfoss „Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru. Svava Kristín Grétarsdóttir fór og hitti systurnar Ásdísi Þóru og Lilju Ágústsdóttur ásamt Sigríði Unni Jónsdóttur, móður þeirra, niðri á Hlíðarenda fyrir leikinn í dag. „Þetta verður erfiður leikur fyrir Ásdísi,“ sagði Lilja full sjálfstrausts þó hún viðurkenndi að leikurinn gæti orðið örlítið erfiður fyrir Valsliðið. Kemur allt frá móðurinni „Ég reyni að peppa þær eins og ég get, vera eins hlutlaus og ég get. Það geta verið ansi líflegar umræður oft heima fyrir, ég neita því ekki,“ sagði Sigríður Unnur um leikinn sem hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég ætla að klappa fyrir öllum, vera bara á miðjunni og vera jákvæð og hress. Hugga svo þann sem þarf að hugga, það er bara þannig,“ bætti Sigríður Unnur við. Lilja hefur leikið mjög vel með Val sem trónir á toppi Olís deildar kvenna með fullt hús stiga. Hún þakkar samherjum sínum fyrir að senda boltann niður í horn. „Loksins er verið að senda eitthvað á mann í horninu, sem maður er búinn að væla yfir lengi. Núna er ég loksins að sýna honum þetta,“ sagði Lilja áður en móðirin fékk orðið. „Þetta er allt frá mömmunni, fólk veit það ekki en við erum alltaf hérna á leyniæfingum. Þetta er loksins að skila sér núna.“ Ásdís Þóra stefnir á að sökkva Vals-skútunni „Ég tel mig vera með uppskriftina að því. Við þurfum allar að eiga mjög góðan leik. Markvarslan, vörnin, það þarf allt að smella. Svo þarf Valur líka að eiga smá slappan leik.“ „Ég æfi með þeim kannski einu sinni í viku, þetta eru allt saman mjög góðar vinkonur mínar. Þetta verður allt mjög skrítið. Er mjög spennt, vonandi náum við upp góðum leik og veitum þeim smá keppni.“ „Neeeei. Nei það er mjög gaman, hún er loks að uppskera eins og hún er að sá síðastliðin ár,“ sagði Ásdís Þóra og hló aðspurð hvort það væri ekki gaman að sjá hversu vel systur hennar er að ganga um þessar mundir. Systur munu berjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13.20 í dag, laugardag. Klippa: Systur munu berjast: Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdóttir Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir fór og hitti systurnar Ásdísi Þóru og Lilju Ágústsdóttur ásamt Sigríði Unni Jónsdóttur, móður þeirra, niðri á Hlíðarenda fyrir leikinn í dag. „Þetta verður erfiður leikur fyrir Ásdísi,“ sagði Lilja full sjálfstrausts þó hún viðurkenndi að leikurinn gæti orðið örlítið erfiður fyrir Valsliðið. Kemur allt frá móðurinni „Ég reyni að peppa þær eins og ég get, vera eins hlutlaus og ég get. Það geta verið ansi líflegar umræður oft heima fyrir, ég neita því ekki,“ sagði Sigríður Unnur um leikinn sem hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég ætla að klappa fyrir öllum, vera bara á miðjunni og vera jákvæð og hress. Hugga svo þann sem þarf að hugga, það er bara þannig,“ bætti Sigríður Unnur við. Lilja hefur leikið mjög vel með Val sem trónir á toppi Olís deildar kvenna með fullt hús stiga. Hún þakkar samherjum sínum fyrir að senda boltann niður í horn. „Loksins er verið að senda eitthvað á mann í horninu, sem maður er búinn að væla yfir lengi. Núna er ég loksins að sýna honum þetta,“ sagði Lilja áður en móðirin fékk orðið. „Þetta er allt frá mömmunni, fólk veit það ekki en við erum alltaf hérna á leyniæfingum. Þetta er loksins að skila sér núna.“ Ásdís Þóra stefnir á að sökkva Vals-skútunni „Ég tel mig vera með uppskriftina að því. Við þurfum allar að eiga mjög góðan leik. Markvarslan, vörnin, það þarf allt að smella. Svo þarf Valur líka að eiga smá slappan leik.“ „Ég æfi með þeim kannski einu sinni í viku, þetta eru allt saman mjög góðar vinkonur mínar. Þetta verður allt mjög skrítið. Er mjög spennt, vonandi náum við upp góðum leik og veitum þeim smá keppni.“ „Neeeei. Nei það er mjög gaman, hún er loks að uppskera eins og hún er að sá síðastliðin ár,“ sagði Ásdís Þóra og hló aðspurð hvort það væri ekki gaman að sjá hversu vel systur hennar er að ganga um þessar mundir. Systur munu berjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13.20 í dag, laugardag. Klippa: Systur munu berjast: Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdóttir
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira