Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2022 12:00 Börnin á Grandaborg hafa þurft að þola töluverðar breytingar á starfi vegna mygluvanda. Vísir/Vilhelm Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014. Vísir hefur fjallað um mikil vandræði vegna reksturs Grandaborgar. Þar kom upp mygla, rof kom upp á skolplögn undir leikskólanum og var starfseminni skipt upp á þrjá staði. Foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Helena hefur sagt upp frá og með 1. nóvember „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ sagði Karen Björg Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Íris Erla Thorarensen ritar harðorðan pistil á Facebook-síðu foreldra barna í Grandborg þar sem hún greinir frá því að allir leikskólakennarar Grandaborgar hafi sagt upp störfum, „vegna framkomu og óheiðarleika borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum, starfsmönnum og leikskólastjóra. Leikskólinn verður því án faglærðra starfsmanna eins og staðan er í dag.“ Helena Jónsdóttir leikskólakennari staðfestir þetta í samtali við Vísi, hún hafi sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Hún segir að málið eigi sér talsvert langa forsögu en leikskólakennarar hafa ekki treyst sér til að fara að lögum sem snúa að aðbúnaði barna og starfmanna. Hún segir þetta ekki hafa verið léttvægt, en hún tók við stöðu leikskólastjóra 2014. Málið sé viðkvæmt og hún geti ekki tjáð sig um það nánar á þessu stigi máls. Reykjavíkurborg verði að viðurkenna á sig mistök Íris, sem er fyrrum starfsmaður Grandaborgar og er nú að hefja sitt fimmta leikskólaár sem foreldri, segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni í áðurnefndum pistli. „Það er gjörsamlega búið að sprengja upp þetta fallega og góða starf sem hefur einkennt Grandaborg. Á hverjum bitnar það?“ spyr Íris og hún heldur áfram: „Svona gott starf, traust á milli stjórnanda og starfsmanna, þekking og reynsla, áhugi og væntumþykja til barnanna okkar verður ekki byggt upp á einum degi. Hverjir munu finna mest fyrir því?“ Íris segist ekki vita hvað þurfi til að koma svo lagfæra megi stöðuna eftir áföll sem þessi. „En ég veit að Reykjavíkurborg verður að sýna ábyrgð og viðurkenna að hér voru gerð mistök, í nánast einu og öllu og gera allt sem í þeirra valdi stendur að missa ekki mannauðinn úr húsi. Börnin okkar eiga það skilið eftir umbrot haustsins.“ Leikskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vísir hefur fjallað um mikil vandræði vegna reksturs Grandaborgar. Þar kom upp mygla, rof kom upp á skolplögn undir leikskólanum og var starfseminni skipt upp á þrjá staði. Foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Helena hefur sagt upp frá og með 1. nóvember „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ sagði Karen Björg Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Íris Erla Thorarensen ritar harðorðan pistil á Facebook-síðu foreldra barna í Grandborg þar sem hún greinir frá því að allir leikskólakennarar Grandaborgar hafi sagt upp störfum, „vegna framkomu og óheiðarleika borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum, starfsmönnum og leikskólastjóra. Leikskólinn verður því án faglærðra starfsmanna eins og staðan er í dag.“ Helena Jónsdóttir leikskólakennari staðfestir þetta í samtali við Vísi, hún hafi sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Hún segir að málið eigi sér talsvert langa forsögu en leikskólakennarar hafa ekki treyst sér til að fara að lögum sem snúa að aðbúnaði barna og starfmanna. Hún segir þetta ekki hafa verið léttvægt, en hún tók við stöðu leikskólastjóra 2014. Málið sé viðkvæmt og hún geti ekki tjáð sig um það nánar á þessu stigi máls. Reykjavíkurborg verði að viðurkenna á sig mistök Íris, sem er fyrrum starfsmaður Grandaborgar og er nú að hefja sitt fimmta leikskólaár sem foreldri, segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni í áðurnefndum pistli. „Það er gjörsamlega búið að sprengja upp þetta fallega og góða starf sem hefur einkennt Grandaborg. Á hverjum bitnar það?“ spyr Íris og hún heldur áfram: „Svona gott starf, traust á milli stjórnanda og starfsmanna, þekking og reynsla, áhugi og væntumþykja til barnanna okkar verður ekki byggt upp á einum degi. Hverjir munu finna mest fyrir því?“ Íris segist ekki vita hvað þurfi til að koma svo lagfæra megi stöðuna eftir áföll sem þessi. „En ég veit að Reykjavíkurborg verður að sýna ábyrgð og viðurkenna að hér voru gerð mistök, í nánast einu og öllu og gera allt sem í þeirra valdi stendur að missa ekki mannauðinn úr húsi. Börnin okkar eiga það skilið eftir umbrot haustsins.“
Leikskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29
Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31