Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2022 12:00 Börnin á Grandaborg hafa þurft að þola töluverðar breytingar á starfi vegna mygluvanda. Vísir/Vilhelm Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014. Vísir hefur fjallað um mikil vandræði vegna reksturs Grandaborgar. Þar kom upp mygla, rof kom upp á skolplögn undir leikskólanum og var starfseminni skipt upp á þrjá staði. Foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Helena hefur sagt upp frá og með 1. nóvember „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ sagði Karen Björg Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Íris Erla Thorarensen ritar harðorðan pistil á Facebook-síðu foreldra barna í Grandborg þar sem hún greinir frá því að allir leikskólakennarar Grandaborgar hafi sagt upp störfum, „vegna framkomu og óheiðarleika borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum, starfsmönnum og leikskólastjóra. Leikskólinn verður því án faglærðra starfsmanna eins og staðan er í dag.“ Helena Jónsdóttir leikskólakennari staðfestir þetta í samtali við Vísi, hún hafi sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Hún segir að málið eigi sér talsvert langa forsögu en leikskólakennarar hafa ekki treyst sér til að fara að lögum sem snúa að aðbúnaði barna og starfmanna. Hún segir þetta ekki hafa verið léttvægt, en hún tók við stöðu leikskólastjóra 2014. Málið sé viðkvæmt og hún geti ekki tjáð sig um það nánar á þessu stigi máls. Reykjavíkurborg verði að viðurkenna á sig mistök Íris, sem er fyrrum starfsmaður Grandaborgar og er nú að hefja sitt fimmta leikskólaár sem foreldri, segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni í áðurnefndum pistli. „Það er gjörsamlega búið að sprengja upp þetta fallega og góða starf sem hefur einkennt Grandaborg. Á hverjum bitnar það?“ spyr Íris og hún heldur áfram: „Svona gott starf, traust á milli stjórnanda og starfsmanna, þekking og reynsla, áhugi og væntumþykja til barnanna okkar verður ekki byggt upp á einum degi. Hverjir munu finna mest fyrir því?“ Íris segist ekki vita hvað þurfi til að koma svo lagfæra megi stöðuna eftir áföll sem þessi. „En ég veit að Reykjavíkurborg verður að sýna ábyrgð og viðurkenna að hér voru gerð mistök, í nánast einu og öllu og gera allt sem í þeirra valdi stendur að missa ekki mannauðinn úr húsi. Börnin okkar eiga það skilið eftir umbrot haustsins.“ Leikskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Vísir hefur fjallað um mikil vandræði vegna reksturs Grandaborgar. Þar kom upp mygla, rof kom upp á skolplögn undir leikskólanum og var starfseminni skipt upp á þrjá staði. Foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Helena hefur sagt upp frá og með 1. nóvember „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ sagði Karen Björg Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Íris Erla Thorarensen ritar harðorðan pistil á Facebook-síðu foreldra barna í Grandborg þar sem hún greinir frá því að allir leikskólakennarar Grandaborgar hafi sagt upp störfum, „vegna framkomu og óheiðarleika borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum, starfsmönnum og leikskólastjóra. Leikskólinn verður því án faglærðra starfsmanna eins og staðan er í dag.“ Helena Jónsdóttir leikskólakennari staðfestir þetta í samtali við Vísi, hún hafi sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Hún segir að málið eigi sér talsvert langa forsögu en leikskólakennarar hafa ekki treyst sér til að fara að lögum sem snúa að aðbúnaði barna og starfmanna. Hún segir þetta ekki hafa verið léttvægt, en hún tók við stöðu leikskólastjóra 2014. Málið sé viðkvæmt og hún geti ekki tjáð sig um það nánar á þessu stigi máls. Reykjavíkurborg verði að viðurkenna á sig mistök Íris, sem er fyrrum starfsmaður Grandaborgar og er nú að hefja sitt fimmta leikskólaár sem foreldri, segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni í áðurnefndum pistli. „Það er gjörsamlega búið að sprengja upp þetta fallega og góða starf sem hefur einkennt Grandaborg. Á hverjum bitnar það?“ spyr Íris og hún heldur áfram: „Svona gott starf, traust á milli stjórnanda og starfsmanna, þekking og reynsla, áhugi og væntumþykja til barnanna okkar verður ekki byggt upp á einum degi. Hverjir munu finna mest fyrir því?“ Íris segist ekki vita hvað þurfi til að koma svo lagfæra megi stöðuna eftir áföll sem þessi. „En ég veit að Reykjavíkurborg verður að sýna ábyrgð og viðurkenna að hér voru gerð mistök, í nánast einu og öllu og gera allt sem í þeirra valdi stendur að missa ekki mannauðinn úr húsi. Börnin okkar eiga það skilið eftir umbrot haustsins.“
Leikskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29
Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31