Lykillínur í orkuskiptunum Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 2. desember 2022 08:30 Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma. Við hjá Landsneti fögnum í ár fimmtíu ára afmæli byggðalínunnar og um leið fögnum við því að vera búin að taka tvær línur úr nýrrar kynslóð byggðalínunnar í rekstur. Kröflulínu 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og Hólasandslínu 3 sem tengir saman Hólasand og Akureyri. Báðar þessar línur sýndu styrk sinn í haust og komu í veg fyrir rafmagnsleysi þegar slæmt veður gekk yfir Norðausturland og gömlu byggðalínurnar á svæðinu fóru út. Á Akureyri hefur nú þegar hafist atvinnuuppbygging sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Næstu þrjár línurnar í nýja byggðalínuhringnum eru nú þegar í undirbúningi en komnar mislangt.Blöndulína 3, línan sem tengir saman Blöndu og Akureyri, er í mati á umhverfisáhrifum og stefnt er á að framkvæmdir hefjist árið 2024. Á sama tíma erum við að vinna að nýjum línum sem liggja frá Blöndu að Holtavörðuheiði, Holtavörðuheiðarlínu 3 og svo áfram frá heiðinni niður í Hvalfjörð með Holtavörðuheiðarlínu 1. Vegna stöðunnar í raforkukerfinu var undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 3 flýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins fljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Þessum nýju línum fylgja líka ný yfirbyggð og stafræn tengivirki en á þessu ári höfum við einnig tekið í notkun nokkur slík og erum þar í fararbroddi í heiminum. Bygging nýrra stafræna virkja mun halda áfram og erum við komin af stað m.a. með byggingu nýrra tengivirkja, í Breiðadal við Önundarfjörð, við Vegamót á Snæfellsnesi, við Korpu í Reykjavík, á Njarðvíkurheiði á Reykjanesi og í Hrútatungu í Hrútafirði en það virki fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og var því ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt tengivirki á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki. Í Varmahlíð erum við að undirbúa lagningu á jarðstrengs, sem og lagningu nýs strengs í Kópaskerslínu og 5 km jarðstrengja sem verða hluti af Hamraneslínum í Hafnarfirði. Á sama tíma erum við líka að undirbúa færslu á Ísallínum í Hafnarfirði fjær byggð. Suðurnesjalína 2 sem tengir saman Hafnarfjörð og Reykjanes er á framkvæmdaáætlun og hefur verið það um tíma. Öll sveitarfélögin nema eitt á línuleiðinni hafa gefið út framkvæmdaleyfi en án allra framkvæmdaleyfanna verður ekki byrjað á framkvæmdum við línuna. Núverandi Suðurnesjalína er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Það hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum. Þegar við horfum til baka, til þess tíma sem byggðalínan var reist, getur maður ekki annað en dáðst af þeim sem reistu hana og framkvæmdinni sem færði fólk inn í nýja tíma. Það er margt sammerkt með þeim vandamálunum sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar byggðalína var reist og tímanum í dag, þetta hljómar allt kunnuglega - olíukreppa, orkuskortur, orkuskipti. Nýja kynslóð byggðalínunnar leikur því í okkar huga aðalhlutverkið í orkuskiptunum sem eru fram undan því öruggur flutningur raforku er grunnforsenda orkuskiptanna. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að flytja það. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Suðurnesjalína 2 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma. Við hjá Landsneti fögnum í ár fimmtíu ára afmæli byggðalínunnar og um leið fögnum við því að vera búin að taka tvær línur úr nýrrar kynslóð byggðalínunnar í rekstur. Kröflulínu 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og Hólasandslínu 3 sem tengir saman Hólasand og Akureyri. Báðar þessar línur sýndu styrk sinn í haust og komu í veg fyrir rafmagnsleysi þegar slæmt veður gekk yfir Norðausturland og gömlu byggðalínurnar á svæðinu fóru út. Á Akureyri hefur nú þegar hafist atvinnuuppbygging sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Næstu þrjár línurnar í nýja byggðalínuhringnum eru nú þegar í undirbúningi en komnar mislangt.Blöndulína 3, línan sem tengir saman Blöndu og Akureyri, er í mati á umhverfisáhrifum og stefnt er á að framkvæmdir hefjist árið 2024. Á sama tíma erum við að vinna að nýjum línum sem liggja frá Blöndu að Holtavörðuheiði, Holtavörðuheiðarlínu 3 og svo áfram frá heiðinni niður í Hvalfjörð með Holtavörðuheiðarlínu 1. Vegna stöðunnar í raforkukerfinu var undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 3 flýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins fljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Þessum nýju línum fylgja líka ný yfirbyggð og stafræn tengivirki en á þessu ári höfum við einnig tekið í notkun nokkur slík og erum þar í fararbroddi í heiminum. Bygging nýrra stafræna virkja mun halda áfram og erum við komin af stað m.a. með byggingu nýrra tengivirkja, í Breiðadal við Önundarfjörð, við Vegamót á Snæfellsnesi, við Korpu í Reykjavík, á Njarðvíkurheiði á Reykjanesi og í Hrútatungu í Hrútafirði en það virki fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og var því ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt tengivirki á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki. Í Varmahlíð erum við að undirbúa lagningu á jarðstrengs, sem og lagningu nýs strengs í Kópaskerslínu og 5 km jarðstrengja sem verða hluti af Hamraneslínum í Hafnarfirði. Á sama tíma erum við líka að undirbúa færslu á Ísallínum í Hafnarfirði fjær byggð. Suðurnesjalína 2 sem tengir saman Hafnarfjörð og Reykjanes er á framkvæmdaáætlun og hefur verið það um tíma. Öll sveitarfélögin nema eitt á línuleiðinni hafa gefið út framkvæmdaleyfi en án allra framkvæmdaleyfanna verður ekki byrjað á framkvæmdum við línuna. Núverandi Suðurnesjalína er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Það hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum. Þegar við horfum til baka, til þess tíma sem byggðalínan var reist, getur maður ekki annað en dáðst af þeim sem reistu hana og framkvæmdinni sem færði fólk inn í nýja tíma. Það er margt sammerkt með þeim vandamálunum sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar byggðalína var reist og tímanum í dag, þetta hljómar allt kunnuglega - olíukreppa, orkuskortur, orkuskipti. Nýja kynslóð byggðalínunnar leikur því í okkar huga aðalhlutverkið í orkuskiptunum sem eru fram undan því öruggur flutningur raforku er grunnforsenda orkuskiptanna. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að flytja það. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun