Staðan í kjaraviðræðum viðkvæm Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. desember 2022 20:05 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Vísir/Sigurjón Ríkissáttasemjari ákvað í dag að fresta fundi aðila vinnumarkaðarins til morguns, í stað þess að halda áfram fundarhöldum í Karphúsinu. Að sögn ríkissáttasemjara fer betur á því á þessu stigi að samningsaðilar ræði hver við sitt bakland. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi. Í dag stóð til að halda áfram kjaraviðræðum Samtaka Atvinnulífsins við annars vegar Starfsgreinasambandið og hins vegar samninganefnd iðn- og tæknifólks en stíf fundarhöld hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna daga án þess þó að nýr kjarasamningur hafi litið dagsins ljós. Viðsemjendur hafa heldur sparað yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafa lítið viljað gefa upp um stöðu viðræðna en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins lét þó hafa eftir sér að SGS stefndi ekki að því að semja um prósentuhækkanir í þessum samningum. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði að nú væri góður tímapunktur fyrir samningsaðila að ræða málin við sitt bakland. „Já, staðan er þessi að ég ákvað í morgun að höfðu samráði við samningsaðila að tími þeirra og okkar allra myndi nýtast betur í að þau myndi vinna meiri vinnu á sínum heimavelli og eiga þar fundi og samtöl. Þannig að það verður ekki sameiginlegur fundur hjá ríkissáttasemjara í dag. Það verður fundur hér á morgun klukkan eitt, bæði hjá Starfsgreinasambandinu og hjá samfloti iðnaðarmanna og tæknifólks.“ Aðalsteinn segir viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi „Það hafa allir komið vel undirbúnir og öll hafa lagt sig fram í þessum viðræðum sem hafa verið erfiðar og viðkvæmar eins og ég held að allir hafi skynjað og séð og upplifað. Okkur fannst skynsamlegt núna, að breyta aðeins til í dag og vinna aðra vinnu og koma svo aftur saman á morgun.“ Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Í dag stóð til að halda áfram kjaraviðræðum Samtaka Atvinnulífsins við annars vegar Starfsgreinasambandið og hins vegar samninganefnd iðn- og tæknifólks en stíf fundarhöld hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna daga án þess þó að nýr kjarasamningur hafi litið dagsins ljós. Viðsemjendur hafa heldur sparað yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafa lítið viljað gefa upp um stöðu viðræðna en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins lét þó hafa eftir sér að SGS stefndi ekki að því að semja um prósentuhækkanir í þessum samningum. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði að nú væri góður tímapunktur fyrir samningsaðila að ræða málin við sitt bakland. „Já, staðan er þessi að ég ákvað í morgun að höfðu samráði við samningsaðila að tími þeirra og okkar allra myndi nýtast betur í að þau myndi vinna meiri vinnu á sínum heimavelli og eiga þar fundi og samtöl. Þannig að það verður ekki sameiginlegur fundur hjá ríkissáttasemjara í dag. Það verður fundur hér á morgun klukkan eitt, bæði hjá Starfsgreinasambandinu og hjá samfloti iðnaðarmanna og tæknifólks.“ Aðalsteinn segir viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi „Það hafa allir komið vel undirbúnir og öll hafa lagt sig fram í þessum viðræðum sem hafa verið erfiðar og viðkvæmar eins og ég held að allir hafi skynjað og séð og upplifað. Okkur fannst skynsamlegt núna, að breyta aðeins til í dag og vinna aðra vinnu og koma svo aftur saman á morgun.“
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira