Upplifði spurningar hirðdömunnar sem ofbeldi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2022 15:56 Fulani ræddi málin í viðtali við BBC Radio og Good Morning Britain í morgun en hún sagði Hussey, sem er til hægri á myndinni ásamt Elísabetu heitinni, ítrekað hafa spurt út í hvaðan Fulani væri í raun og veru. Samsett/ITV/Getty Kona sem fyrrverandi hirðdama Elísabetar heitinnar Bretadrottningar spurði ítrekað hver uppruni hennar væri á viðburði í Buckingham höll í vikunni segist hafa upplifað atvikið sem ofbeldi og líkir samskiptunum við yfirheyrslu. Hirðdaman steig til hliðar í gær og konungsfjölskyldan segir málið óásættanlegt. Ngozi Fulani, yfirmaður góðgerðarstofnunarinnar Sistah Space, ræddi málið í viðtali við BBC í morgun en greint var frá því í gær að Susan Hussey, sem starfaði sem hirðdama drottningarinnar og er guðmóðir Vilhjálms Bretaprins, hefði ítrekað spurt Fulani á viðburði í Buckingham höll á þriðjudag hvaðan hún væri. "I have to really question how this can really happen in a space that is supposed to protect women against all kinds of violence"Ngozi Fulani says how she was treated by an aide at Buckingham Palace was abusehttps://t.co/4enmzqAPaw | #R4Today pic.twitter.com/tAyXj52kaW— BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) December 1, 2022 Að sögn Fulani gekk Hussey upp að henni á viðburðinum, sem var til að vekja athygli á heimilisofbeldi, og færði á henni hárið til að geta lesið á nafnspjald hennar. Það eitt og sér að sögn Fulani hafi verið yfir strikið en síðan hafi Hussey byrjað að spyrja hana út í uppruna hennar. „Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt, það getur verið munnlegt og ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar þú kemur við hárið á mér eins og ég sé ekki einu sinni manneskja, þú getur bara gert það sem þú vilt og sagt það sem þú vilt, þá vil ég ekki vera í nærveru þinni,“ sagði Fulani í viðtali hjá BBC 'The question was asked about 7 or 8 times.'Lady Susan Hussey has quit after she allegedly repeatedly asked black domestic abuse campaigner Ngozi Fulani: 'What part of Africa are you from?'. pic.twitter.com/pCDctFjUqr— Good Morning Britain (@GMB) December 1, 2022 Hún útskýrði málið frekar í viðtali hjá Good Morning Britain á ITV að spurningar Hussey hafi verið á þá leið að hún hafi spurt hvaðan Hussey væri í raun og veru. Hún hafi spurt að því sjö eða átta sinnum og upplifði Fulani að Hussey væri að yfirheyra sig. Fulani birti þá skriftað samtal eftir minni þar sem sést að Hussey hafi ekki tekið við svari Fulani að hún væri frá Bretlandi og spurt meðal annars hvaðan í Afríku hún væri, hvaðan „hennar fólk“ kæmi og hvenær hún kom fyrst til Bretlands. Mixed feelings about yesterday's visit to Buckingham Palace. 10 mins after arriving, a member of staff, Lady SH, approached me, moved my hair to see my name badge. The conversation below took place. The rest of the event is a blur.Thanks @ManduReid & @SuzanneEJacob for support pic.twitter.com/OUbQKlabyq— Sistah Space (@Sistah_Space) November 30, 2022 Konungsfjölskyldan ekki haft samband þvert á fullyrðingar Talsmaður Vilhjálms Bretaprins sagði ummæli hinnar 83 ára Hussey óásættanleg og lét hún af störfum í gær. Buckingham höll sagði í kjölfarið í yfirlýsingu að málið væri litið mjög alvarlegum augum og tók undir með talsmanninum að ummælin væru óásættanleg. Þá væru þau búin að hafa samband við Fulani og boðið henni að ræða málið. Listening to Ngozi Fulani on @LBC now and she says Buckingham Palace has not contacted her or apologised to her.This statement is a lie. pic.twitter.com/veL0TRdE6P— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) November 30, 2022 Fulani sagði aftur á móti í viðtali í morgun að enginn frá höllinni hefði haft samband við hana vegna málsins en að hún myndi þiggja slíkt boð ef það bærist. Aðspurð um hvort að hún hefði frekar viljað afsökunarbeiðni í stað þess að Hussey segði af sér sagðist Fulani hafa viljað að atvikið hefði ekki átt sér stað. „Ég hefði frekar viljað að ég gæti farið á stað sem mér er boðið og það komið fram við mig eins og komið væri fram við alla aðra gesti. Ég hefði frekar viljað að við héldum fókusnum á ofbeldi gegn konum og stelpum,“ sagði Fulani. Ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan er sökuð um rasisma Margir hafa sakað konungsfjölskylduna um rasisma í tengslum við málið. Meðlimir konungsfjölskyldurnar þvertóku síðast fyrir það að vera rasískir í fyrra eftir viðtal Opruh við Meghan Markle og Harry prins þar sem Markle greindi frá því að meðlimur fjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum af húðlit sonar þeirra, Archie, sem var þá ófæddur. Í tilkynningu frá Buckingham-höll á sínum tíma kom fram að fullyrðing Markle hafi valdið „áhyggjum“ og að málið yrði tekið upp einslega í samtali við þau Harry og Meghan. Bretland Kóngafólk Kynþáttafordómar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Ngozi Fulani, yfirmaður góðgerðarstofnunarinnar Sistah Space, ræddi málið í viðtali við BBC í morgun en greint var frá því í gær að Susan Hussey, sem starfaði sem hirðdama drottningarinnar og er guðmóðir Vilhjálms Bretaprins, hefði ítrekað spurt Fulani á viðburði í Buckingham höll á þriðjudag hvaðan hún væri. "I have to really question how this can really happen in a space that is supposed to protect women against all kinds of violence"Ngozi Fulani says how she was treated by an aide at Buckingham Palace was abusehttps://t.co/4enmzqAPaw | #R4Today pic.twitter.com/tAyXj52kaW— BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) December 1, 2022 Að sögn Fulani gekk Hussey upp að henni á viðburðinum, sem var til að vekja athygli á heimilisofbeldi, og færði á henni hárið til að geta lesið á nafnspjald hennar. Það eitt og sér að sögn Fulani hafi verið yfir strikið en síðan hafi Hussey byrjað að spyrja hana út í uppruna hennar. „Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt, það getur verið munnlegt og ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar þú kemur við hárið á mér eins og ég sé ekki einu sinni manneskja, þú getur bara gert það sem þú vilt og sagt það sem þú vilt, þá vil ég ekki vera í nærveru þinni,“ sagði Fulani í viðtali hjá BBC 'The question was asked about 7 or 8 times.'Lady Susan Hussey has quit after she allegedly repeatedly asked black domestic abuse campaigner Ngozi Fulani: 'What part of Africa are you from?'. pic.twitter.com/pCDctFjUqr— Good Morning Britain (@GMB) December 1, 2022 Hún útskýrði málið frekar í viðtali hjá Good Morning Britain á ITV að spurningar Hussey hafi verið á þá leið að hún hafi spurt hvaðan Hussey væri í raun og veru. Hún hafi spurt að því sjö eða átta sinnum og upplifði Fulani að Hussey væri að yfirheyra sig. Fulani birti þá skriftað samtal eftir minni þar sem sést að Hussey hafi ekki tekið við svari Fulani að hún væri frá Bretlandi og spurt meðal annars hvaðan í Afríku hún væri, hvaðan „hennar fólk“ kæmi og hvenær hún kom fyrst til Bretlands. Mixed feelings about yesterday's visit to Buckingham Palace. 10 mins after arriving, a member of staff, Lady SH, approached me, moved my hair to see my name badge. The conversation below took place. The rest of the event is a blur.Thanks @ManduReid & @SuzanneEJacob for support pic.twitter.com/OUbQKlabyq— Sistah Space (@Sistah_Space) November 30, 2022 Konungsfjölskyldan ekki haft samband þvert á fullyrðingar Talsmaður Vilhjálms Bretaprins sagði ummæli hinnar 83 ára Hussey óásættanleg og lét hún af störfum í gær. Buckingham höll sagði í kjölfarið í yfirlýsingu að málið væri litið mjög alvarlegum augum og tók undir með talsmanninum að ummælin væru óásættanleg. Þá væru þau búin að hafa samband við Fulani og boðið henni að ræða málið. Listening to Ngozi Fulani on @LBC now and she says Buckingham Palace has not contacted her or apologised to her.This statement is a lie. pic.twitter.com/veL0TRdE6P— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) November 30, 2022 Fulani sagði aftur á móti í viðtali í morgun að enginn frá höllinni hefði haft samband við hana vegna málsins en að hún myndi þiggja slíkt boð ef það bærist. Aðspurð um hvort að hún hefði frekar viljað afsökunarbeiðni í stað þess að Hussey segði af sér sagðist Fulani hafa viljað að atvikið hefði ekki átt sér stað. „Ég hefði frekar viljað að ég gæti farið á stað sem mér er boðið og það komið fram við mig eins og komið væri fram við alla aðra gesti. Ég hefði frekar viljað að við héldum fókusnum á ofbeldi gegn konum og stelpum,“ sagði Fulani. Ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan er sökuð um rasisma Margir hafa sakað konungsfjölskylduna um rasisma í tengslum við málið. Meðlimir konungsfjölskyldurnar þvertóku síðast fyrir það að vera rasískir í fyrra eftir viðtal Opruh við Meghan Markle og Harry prins þar sem Markle greindi frá því að meðlimur fjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum af húðlit sonar þeirra, Archie, sem var þá ófæddur. Í tilkynningu frá Buckingham-höll á sínum tíma kom fram að fullyrðing Markle hafi valdið „áhyggjum“ og að málið yrði tekið upp einslega í samtali við þau Harry og Meghan.
Bretland Kóngafólk Kynþáttafordómar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira