Vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en samningur liggur fyrir Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 30. nóvember 2022 19:21 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er talsmaður þess að láglaunafólk semji um krónutöluhækkanir, en ekki prósentuhækkanir. Vísir/Vilhelm Mikill hamagangur var í Karphúsinu í dag þar sem reynt hefur verið til þrautar að landa kjarasamningum. Fundum lauk um klukkan sex í dag og verður þráðurinn tekinn aftur upp á morgun. Kristján Þór Snæbjörnsson, forseti ASÍ, sem setið hefur á fundum í dag fyrir hönd rafiðnaðarsambandsins sagði við fréttastofu um klukkan sex að langur dagur væri að baki. Hann var nokkuð bjartsýnn á framhaldið og sagði að samflot tækni- og iðnaðarmanna myndi funda aftur á morgun. Viðræður Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í brennideplinum, en talið er að þær geti gefið gott fordæmi fyrir viðræður annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir stöðuna erfiða og snúna. „En við erum að reyna að ná þessu saman. Hvort það tekst, það verður bara tíminn að leiða í ljós,“ sagði hann. Krónutölur en ekki prósentur Kjarninn greindi frá því í dag að rætt hefði verið um fjögurra prósenta hækkun með 20 þúsund króna þröskuldi og 40 þúsund króna þaki. Vilhjálmur segist talsmaður þess að lágtekjufólk semji ekki í prósentum. Það standi ekki til. „Þannig að hvað það varðar, þá er þetta rangt. [...] Það er alveg vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en það liggur fyrir kjarasamningur á borðinu.“ Langir dagar að baki Líkt og greint hefur verið frá hefur VR sagt sig frá viðræðum fyrir helgi. Fulltrúar félagsins funduðu þó í Karphúsinu í gær, en ekki í dag. Að sögn ríkissáttasemjara voru þeir einfaldlega ekki boðaðir til fundar í dag. Það verði kannski gert á morgun. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari taldi skynsamlegt að fólk næði að hvílast og þráðurinn yrði tekinn upp á morgun. vísir/vilhelm „Þetta var mjög langur dagur og hafa verið langir dagar undanfarið. Það eru allir að leggja sig fram en eins og ég hef sagt áður þá er þetta þungt og erfitt samtal. En það er samtal í gangi,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Ekki verður fundað fram eftir kvöldi en hann segist telja skynsamlegt að fólk taki sér tíma til að hvílast og mæti aftur til funda klukkan eitt á morgun. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Kristján Þór Snæbjörnsson, forseti ASÍ, sem setið hefur á fundum í dag fyrir hönd rafiðnaðarsambandsins sagði við fréttastofu um klukkan sex að langur dagur væri að baki. Hann var nokkuð bjartsýnn á framhaldið og sagði að samflot tækni- og iðnaðarmanna myndi funda aftur á morgun. Viðræður Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í brennideplinum, en talið er að þær geti gefið gott fordæmi fyrir viðræður annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir stöðuna erfiða og snúna. „En við erum að reyna að ná þessu saman. Hvort það tekst, það verður bara tíminn að leiða í ljós,“ sagði hann. Krónutölur en ekki prósentur Kjarninn greindi frá því í dag að rætt hefði verið um fjögurra prósenta hækkun með 20 þúsund króna þröskuldi og 40 þúsund króna þaki. Vilhjálmur segist talsmaður þess að lágtekjufólk semji ekki í prósentum. Það standi ekki til. „Þannig að hvað það varðar, þá er þetta rangt. [...] Það er alveg vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en það liggur fyrir kjarasamningur á borðinu.“ Langir dagar að baki Líkt og greint hefur verið frá hefur VR sagt sig frá viðræðum fyrir helgi. Fulltrúar félagsins funduðu þó í Karphúsinu í gær, en ekki í dag. Að sögn ríkissáttasemjara voru þeir einfaldlega ekki boðaðir til fundar í dag. Það verði kannski gert á morgun. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari taldi skynsamlegt að fólk næði að hvílast og þráðurinn yrði tekinn upp á morgun. vísir/vilhelm „Þetta var mjög langur dagur og hafa verið langir dagar undanfarið. Það eru allir að leggja sig fram en eins og ég hef sagt áður þá er þetta þungt og erfitt samtal. En það er samtal í gangi,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Ekki verður fundað fram eftir kvöldi en hann segist telja skynsamlegt að fólk taki sér tíma til að hvílast og mæti aftur til funda klukkan eitt á morgun.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira