„Ég skil stoltur við félagið“ Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2022 14:15 Geir Þorsteinsson starfaði um árabil fyrir KSÍ og var formaður sambandsins í áratug. vísir/vilhelm „Það er bara kominn tími á breytingar, hjá báðum aðilum held ég. Þetta var komið gott,“ segir Geir Þorsteinsson um viðskilnaðinn við Knattspyrnufélag ÍA þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri í tæp tvö ár. Þessi fyrrverandi formaður KSÍ til fjölda ár ætla sér að starfa áfram innan fótboltans. Geir var ráðinn til ÍA í mars 2020, um það leyti sem að kórónuveirufaraldurinn skall á, og segist skilja stoltur við félagið eftir samkomulag beggja aðila þess efnis að hann láti af störfum. Hann mun þó áfram verða félaginu innan handar næstu mánuði eins og þarf, á meðan að hann velur sitt næsta skref. „Ég kom þegar félagið var í mjög erfiðum málum, ef við tölum um reksturinn, en núna er reksturinn í fínu jafnvægi,“ segir Geir sem varð hins vegar að horfa upp á Skagamenn falla niður úr Bestu deild karla nú í haust. „Þetta hafa verið tvö mjög erfið ár á fótboltavellinum. En ég skil stoltur við félagið í fínu rekstrarlegu jafnvægi,“ segir Geir í stuttu samtali við Vísi. Geir segist ekkert vita um hvað taki við hjá sér en segir aðspurður að ákvörðunin tengist ekki að neinu leyti komandi ársþingi KSÍ í febrúar. Hætti störfum fyrir FIFA vegna Covid Geir starfaði um langt skeið hjá KSÍ og var formaður sambandsins á árunum 2007-17 auk þess að bjóða sig aftur fram sem formaður árið 2019 en þá laut hann í lægra haldi fyrir Guðna Bergssyni. Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður KSÍ til tveggja ára í febrúar síðastliðnum. Eftir að hann hætti sem formaður starfaði Geir meðal annars fyrir FIFA: „Ég hætti því alveg í Covid og réði mig þá til ÍA. Ég hafði verið að vinna mikið að þróunarverkefnum í Asíu fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið en því var sjálfhætt þegar Covid skall á,“ segir Geir. Geir, sem er 58 ára gamall, grínast með að þurfa kristalskúlu til að svara því hvort hann muni sinna frekari störfum fyrir FIFA eða UEFA eftir viðskilnaðinn við ÍA, en stefnir í það minnsta á að starfa áfram innan fótboltans. „Það er ómögulegt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér en fótboltinn er alltaf númer eitt, tvö og þrjú.“ Fótbolti KSÍ ÍA Akranes Tengdar fréttir „Sagan má ekki vera myllusteinn“ Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir að glæst saga ÍA megi ekki vera félaginu fjötur um fót. Að hans sögn þarf aðstaðan til fótboltaiðkunar á Akranesi að lagast til að ÍA geti haldið í við bestu lið landsins. 9. nóvember 2022 10:00 Hnignun stórveldis: Er ljós við enda Hvalfjarðaganganna? Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir átjánfalda Íslandsmeistara og nífalda bikarmeistara ÍA? Getur félagið endurheimt sína gömlu stöðu í íslenskum fótbolta? Og hvað er raunhæft og ásættanlegt fyrir þetta fornfræga stórveldi á næstu árum? 4. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Gullöldin sem skilaði ekki gulli í kassann Það er ekki bara inni á vellinum sem staða ÍA er ekki jafn góð og áður heldur einnig utan vallar. Fjárhagsstaða félagsins er ekki jafn sterk og þeirra stærstu á landinu og það hefur haft áhrif á gengið innan vallar. 3. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? 2. nóvember 2022 10:02 Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Geir var ráðinn til ÍA í mars 2020, um það leyti sem að kórónuveirufaraldurinn skall á, og segist skilja stoltur við félagið eftir samkomulag beggja aðila þess efnis að hann láti af störfum. Hann mun þó áfram verða félaginu innan handar næstu mánuði eins og þarf, á meðan að hann velur sitt næsta skref. „Ég kom þegar félagið var í mjög erfiðum málum, ef við tölum um reksturinn, en núna er reksturinn í fínu jafnvægi,“ segir Geir sem varð hins vegar að horfa upp á Skagamenn falla niður úr Bestu deild karla nú í haust. „Þetta hafa verið tvö mjög erfið ár á fótboltavellinum. En ég skil stoltur við félagið í fínu rekstrarlegu jafnvægi,“ segir Geir í stuttu samtali við Vísi. Geir segist ekkert vita um hvað taki við hjá sér en segir aðspurður að ákvörðunin tengist ekki að neinu leyti komandi ársþingi KSÍ í febrúar. Hætti störfum fyrir FIFA vegna Covid Geir starfaði um langt skeið hjá KSÍ og var formaður sambandsins á árunum 2007-17 auk þess að bjóða sig aftur fram sem formaður árið 2019 en þá laut hann í lægra haldi fyrir Guðna Bergssyni. Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður KSÍ til tveggja ára í febrúar síðastliðnum. Eftir að hann hætti sem formaður starfaði Geir meðal annars fyrir FIFA: „Ég hætti því alveg í Covid og réði mig þá til ÍA. Ég hafði verið að vinna mikið að þróunarverkefnum í Asíu fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið en því var sjálfhætt þegar Covid skall á,“ segir Geir. Geir, sem er 58 ára gamall, grínast með að þurfa kristalskúlu til að svara því hvort hann muni sinna frekari störfum fyrir FIFA eða UEFA eftir viðskilnaðinn við ÍA, en stefnir í það minnsta á að starfa áfram innan fótboltans. „Það er ómögulegt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér en fótboltinn er alltaf númer eitt, tvö og þrjú.“
Fótbolti KSÍ ÍA Akranes Tengdar fréttir „Sagan má ekki vera myllusteinn“ Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir að glæst saga ÍA megi ekki vera félaginu fjötur um fót. Að hans sögn þarf aðstaðan til fótboltaiðkunar á Akranesi að lagast til að ÍA geti haldið í við bestu lið landsins. 9. nóvember 2022 10:00 Hnignun stórveldis: Er ljós við enda Hvalfjarðaganganna? Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir átjánfalda Íslandsmeistara og nífalda bikarmeistara ÍA? Getur félagið endurheimt sína gömlu stöðu í íslenskum fótbolta? Og hvað er raunhæft og ásættanlegt fyrir þetta fornfræga stórveldi á næstu árum? 4. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Gullöldin sem skilaði ekki gulli í kassann Það er ekki bara inni á vellinum sem staða ÍA er ekki jafn góð og áður heldur einnig utan vallar. Fjárhagsstaða félagsins er ekki jafn sterk og þeirra stærstu á landinu og það hefur haft áhrif á gengið innan vallar. 3. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? 2. nóvember 2022 10:02 Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01 Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
„Sagan má ekki vera myllusteinn“ Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir að glæst saga ÍA megi ekki vera félaginu fjötur um fót. Að hans sögn þarf aðstaðan til fótboltaiðkunar á Akranesi að lagast til að ÍA geti haldið í við bestu lið landsins. 9. nóvember 2022 10:00
Hnignun stórveldis: Er ljós við enda Hvalfjarðaganganna? Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir átjánfalda Íslandsmeistara og nífalda bikarmeistara ÍA? Getur félagið endurheimt sína gömlu stöðu í íslenskum fótbolta? Og hvað er raunhæft og ásættanlegt fyrir þetta fornfræga stórveldi á næstu árum? 4. nóvember 2022 10:01
Hnignun stórveldis: Gullöldin sem skilaði ekki gulli í kassann Það er ekki bara inni á vellinum sem staða ÍA er ekki jafn góð og áður heldur einnig utan vallar. Fjárhagsstaða félagsins er ekki jafn sterk og þeirra stærstu á landinu og það hefur haft áhrif á gengið innan vallar. 3. nóvember 2022 10:01
Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? 2. nóvember 2022 10:02
Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. 1. nóvember 2022 10:01
Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31. október 2022 10:00