Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2022 19:02 Dagný Jónssdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar segir það af illri nauðsyn sem gjaldskráin er hækkuð Vísir/Ívar Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. Tilkynnt var um það í dag að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu verði hækkuð þann 1. desember. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Árlega eru gerðar um fimm þúsund bæklunaraðgerðir á Læknastöðinni en þar starfa tuttugu og fjórir læknar. Þeir sem eiga bókaðan tíma frá og með desember fengu í dag tilkynningu um gjaldskrárhækkunina. Þeirra á meðal var átján ára stúlka á leið í aðgerð á krossbandi. Ef hún hefði farið í aðgerðina á morgun hefði hún greitt ríflega tuttugu og átta þúsund krónur en fyrst aðgerðin er í desember þá þarf hún að greiða ríflega hundrað og sextíu þúsund krónur. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir tegundum aðgerða. „Þær stærstu og flóknustu eru að hækka umtalsvert og minni um svona þrjátíu fjörutíu þúsund og stærri mun meira því miður. Mesta hækkunin er um 175 þúsund,“ segir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Heildarkostnaður aðgerða hafi farið hækkandi vegna aukins launakostnaðar og aðfanga og efniskostnaðar. Það kosti nú ríflega níu hundruð þúsund að gera aðgerð á krossbandi en Sjúkratryggingar greiði aðeins ríflega sjö hundruð þúsund fyrir aðgerðina. „Það hefur alltaf verið þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í raun og veru alla greiðsluna og sjúklingar aðeins greitt greiðsluhámarkið sem er hjá almenningi 28.162 krónur en við þurfum því miður að bæta við þessum aukagjöldum núna því við höfum verið að niðurgreiða aðgerðir núna í þrjú ár.“ Margir sjúklingar höfðu í dag samband út af gjaldskrárhækkuninni. „Það náttúrulega rignir inn fyrirspurnum en enn sem komið er er enginn búinn að afboða aðgerð en við eigum alveg eins von á því.“ Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag og heldur ekki í forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Dagný vonast til að samningar náist sem fyrst milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga en segir að ekki hafi verið hægt að bíða með hækkanirnar. „Við höfum reynt að bíða þolinmóð ansi lengi og biðum þá sérstaklega eftir þegar að nýr heilbrigðisráðherra tók við en síðan þá er komið meira en ár síðan og við bara getum ekki beðið lengur en mönnum líður ekki vel með þetta en við bara neyðumst til þess.“ Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu verði hækkuð þann 1. desember. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Árlega eru gerðar um fimm þúsund bæklunaraðgerðir á Læknastöðinni en þar starfa tuttugu og fjórir læknar. Þeir sem eiga bókaðan tíma frá og með desember fengu í dag tilkynningu um gjaldskrárhækkunina. Þeirra á meðal var átján ára stúlka á leið í aðgerð á krossbandi. Ef hún hefði farið í aðgerðina á morgun hefði hún greitt ríflega tuttugu og átta þúsund krónur en fyrst aðgerðin er í desember þá þarf hún að greiða ríflega hundrað og sextíu þúsund krónur. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir tegundum aðgerða. „Þær stærstu og flóknustu eru að hækka umtalsvert og minni um svona þrjátíu fjörutíu þúsund og stærri mun meira því miður. Mesta hækkunin er um 175 þúsund,“ segir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Heildarkostnaður aðgerða hafi farið hækkandi vegna aukins launakostnaðar og aðfanga og efniskostnaðar. Það kosti nú ríflega níu hundruð þúsund að gera aðgerð á krossbandi en Sjúkratryggingar greiði aðeins ríflega sjö hundruð þúsund fyrir aðgerðina. „Það hefur alltaf verið þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í raun og veru alla greiðsluna og sjúklingar aðeins greitt greiðsluhámarkið sem er hjá almenningi 28.162 krónur en við þurfum því miður að bæta við þessum aukagjöldum núna því við höfum verið að niðurgreiða aðgerðir núna í þrjú ár.“ Margir sjúklingar höfðu í dag samband út af gjaldskrárhækkuninni. „Það náttúrulega rignir inn fyrirspurnum en enn sem komið er er enginn búinn að afboða aðgerð en við eigum alveg eins von á því.“ Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag og heldur ekki í forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Dagný vonast til að samningar náist sem fyrst milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga en segir að ekki hafi verið hægt að bíða með hækkanirnar. „Við höfum reynt að bíða þolinmóð ansi lengi og biðum þá sérstaklega eftir þegar að nýr heilbrigðisráðherra tók við en síðan þá er komið meira en ár síðan og við bara getum ekki beðið lengur en mönnum líður ekki vel með þetta en við bara neyðumst til þess.“
Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40