Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2022 19:02 Dagný Jónssdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar segir það af illri nauðsyn sem gjaldskráin er hækkuð Vísir/Ívar Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. Tilkynnt var um það í dag að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu verði hækkuð þann 1. desember. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Árlega eru gerðar um fimm þúsund bæklunaraðgerðir á Læknastöðinni en þar starfa tuttugu og fjórir læknar. Þeir sem eiga bókaðan tíma frá og með desember fengu í dag tilkynningu um gjaldskrárhækkunina. Þeirra á meðal var átján ára stúlka á leið í aðgerð á krossbandi. Ef hún hefði farið í aðgerðina á morgun hefði hún greitt ríflega tuttugu og átta þúsund krónur en fyrst aðgerðin er í desember þá þarf hún að greiða ríflega hundrað og sextíu þúsund krónur. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir tegundum aðgerða. „Þær stærstu og flóknustu eru að hækka umtalsvert og minni um svona þrjátíu fjörutíu þúsund og stærri mun meira því miður. Mesta hækkunin er um 175 þúsund,“ segir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Heildarkostnaður aðgerða hafi farið hækkandi vegna aukins launakostnaðar og aðfanga og efniskostnaðar. Það kosti nú ríflega níu hundruð þúsund að gera aðgerð á krossbandi en Sjúkratryggingar greiði aðeins ríflega sjö hundruð þúsund fyrir aðgerðina. „Það hefur alltaf verið þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í raun og veru alla greiðsluna og sjúklingar aðeins greitt greiðsluhámarkið sem er hjá almenningi 28.162 krónur en við þurfum því miður að bæta við þessum aukagjöldum núna því við höfum verið að niðurgreiða aðgerðir núna í þrjú ár.“ Margir sjúklingar höfðu í dag samband út af gjaldskrárhækkuninni. „Það náttúrulega rignir inn fyrirspurnum en enn sem komið er er enginn búinn að afboða aðgerð en við eigum alveg eins von á því.“ Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag og heldur ekki í forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Dagný vonast til að samningar náist sem fyrst milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga en segir að ekki hafi verið hægt að bíða með hækkanirnar. „Við höfum reynt að bíða þolinmóð ansi lengi og biðum þá sérstaklega eftir þegar að nýr heilbrigðisráðherra tók við en síðan þá er komið meira en ár síðan og við bara getum ekki beðið lengur en mönnum líður ekki vel með þetta en við bara neyðumst til þess.“ Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Tilkynnt var um það í dag að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu verði hækkuð þann 1. desember. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Árlega eru gerðar um fimm þúsund bæklunaraðgerðir á Læknastöðinni en þar starfa tuttugu og fjórir læknar. Þeir sem eiga bókaðan tíma frá og með desember fengu í dag tilkynningu um gjaldskrárhækkunina. Þeirra á meðal var átján ára stúlka á leið í aðgerð á krossbandi. Ef hún hefði farið í aðgerðina á morgun hefði hún greitt ríflega tuttugu og átta þúsund krónur en fyrst aðgerðin er í desember þá þarf hún að greiða ríflega hundrað og sextíu þúsund krónur. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir tegundum aðgerða. „Þær stærstu og flóknustu eru að hækka umtalsvert og minni um svona þrjátíu fjörutíu þúsund og stærri mun meira því miður. Mesta hækkunin er um 175 þúsund,“ segir Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar. Heildarkostnaður aðgerða hafi farið hækkandi vegna aukins launakostnaðar og aðfanga og efniskostnaðar. Það kosti nú ríflega níu hundruð þúsund að gera aðgerð á krossbandi en Sjúkratryggingar greiði aðeins ríflega sjö hundruð þúsund fyrir aðgerðina. „Það hefur alltaf verið þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið í raun og veru alla greiðsluna og sjúklingar aðeins greitt greiðsluhámarkið sem er hjá almenningi 28.162 krónur en við þurfum því miður að bæta við þessum aukagjöldum núna því við höfum verið að niðurgreiða aðgerðir núna í þrjú ár.“ Margir sjúklingar höfðu í dag samband út af gjaldskrárhækkuninni. „Það náttúrulega rignir inn fyrirspurnum en enn sem komið er er enginn búinn að afboða aðgerð en við eigum alveg eins von á því.“ Ekki náðist í heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag og heldur ekki í forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Dagný vonast til að samningar náist sem fyrst milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga en segir að ekki hafi verið hægt að bíða með hækkanirnar. „Við höfum reynt að bíða þolinmóð ansi lengi og biðum þá sérstaklega eftir þegar að nýr heilbrigðisráðherra tók við en síðan þá er komið meira en ár síðan og við bara getum ekki beðið lengur en mönnum líður ekki vel með þetta en við bara neyðumst til þess.“
Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Megn óánægja sé með Sjúkratryggingar Íslands meðal lækna Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir mikla óánægju vera meðal félagsmanna með aðgerðir Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir stofnunina senda tilhæfulausar endurkröfur áður en leyst er úr ágreiningi um læknisþjónustu. 30. apríl 2022 14:40