Brot karlmannsins eru talin hafa ítrekað átt sér stað yfir rúmlega tveggja ára tímabil, frá nóvember 2019 til desember 2021. Réttargæslumaður gerir kröfu um þrjár milljónir króna í miskabætur fyrir brotaþola í málinu.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en fyrirtaka í málinu fór fram í dag. Lágmarksrefsing fyrir brot á 2. málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga er eins árs fangelsi.
Karlmaðurinn er sömuleiðis ákærður fyrir fíkniefnabrot fyrir að hafa haft í fórum sínum ellefu e-töflur og eitt gramm af maríjúana þegar lögregla hafði afskipti af honum í apríl 2020.