Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2022 21:12 „Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“ Vísir/MHH Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofu barst í dag. Samtökin segja hið 391 tilvik sem fjallað er um í ársyfirliti Ísteka yfir blóðtökur í ár í mótsögn við fullyrðingar um eftirlit dýralækna með starfseminni. „Enn fremur ber að spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig slíkir hlutir geta átt sér stað þegar dýralæknar á vegum Ísteka framkvæma blóðtökuranr og fylgjast með þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til heimildarmyndarinnar, þar sem dýralæknar hafi litið framhjá illri meðferð meranna án þess að aðhafast. Vísir fjallaði um ársyfirlit Ísteka fyrr í mánuðinum. Þar kom meðal annars fram að blóð hefði verið tekið úr 4.141 hryssu í ár, í samtals um 24 þúsund skipti, á 90 starfsstöðvum. AWF/TSB gagnrýna fullyrðingu Ísteka um fækkun í stétt blóðmerabænda sökum heimildarmyndar samtakanna og segjast þvert á móti hafa það eftir bændum að fækkunina megi rekja til mikils kostnaðar við blóðmerahaldið, meðal annars vegna fóðurs og vinnu. Þá gefa samtökin lítið fyrir fullyrðinga Ísteka um að fulltrúar þeirra sem hingað komu í ár hafi komið fram af ókurteisi við bændur og ögrað þeim. „AWF og TSB komu aftur til Íslands í ágúst 2022 til að kynna sér aðstæður og ræða við fulltrúa atvinnulífs og stofnana,“ segir í yfirlýsingunni. „Við tókum viðtöl við fjölda fulltrúa félaga, atvinnulífs, stjórnmála og stjórnsýslu. Meðal annars gaf Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mast, kost á ítarlegu viðtali. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, vildi ekki veita viðtal á sama hátt og hann hafði áður hafnað viðtalsbeiðnum við íslenska fjölmiðla.“ AWF/TSB hafa beitt sér fyrir því að framleiðslu PMSG, sem unnið er úr merablóði, verði hætt. Samtökin segja Ísteka hafa staðfest það í ársyfirlitinu að markmið hrossaræktunar blóðmerabænda sé að auka hlutfall PMSG í blóði fylfullra hryssa, sem sé ábyrgt gagnvart ræktendum íslenska hestsins sem þurfi að huga að fjölmörgum tegundarbundnum eiginleikum. „Þannig verður ímynd íslenska hestsins smátt og smátt eyðilögð með hverju viðbótarprósenti „blóðmeraeiginleika“. Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“ Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofu barst í dag. Samtökin segja hið 391 tilvik sem fjallað er um í ársyfirliti Ísteka yfir blóðtökur í ár í mótsögn við fullyrðingar um eftirlit dýralækna með starfseminni. „Enn fremur ber að spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig slíkir hlutir geta átt sér stað þegar dýralæknar á vegum Ísteka framkvæma blóðtökuranr og fylgjast með þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til heimildarmyndarinnar, þar sem dýralæknar hafi litið framhjá illri meðferð meranna án þess að aðhafast. Vísir fjallaði um ársyfirlit Ísteka fyrr í mánuðinum. Þar kom meðal annars fram að blóð hefði verið tekið úr 4.141 hryssu í ár, í samtals um 24 þúsund skipti, á 90 starfsstöðvum. AWF/TSB gagnrýna fullyrðingu Ísteka um fækkun í stétt blóðmerabænda sökum heimildarmyndar samtakanna og segjast þvert á móti hafa það eftir bændum að fækkunina megi rekja til mikils kostnaðar við blóðmerahaldið, meðal annars vegna fóðurs og vinnu. Þá gefa samtökin lítið fyrir fullyrðinga Ísteka um að fulltrúar þeirra sem hingað komu í ár hafi komið fram af ókurteisi við bændur og ögrað þeim. „AWF og TSB komu aftur til Íslands í ágúst 2022 til að kynna sér aðstæður og ræða við fulltrúa atvinnulífs og stofnana,“ segir í yfirlýsingunni. „Við tókum viðtöl við fjölda fulltrúa félaga, atvinnulífs, stjórnmála og stjórnsýslu. Meðal annars gaf Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mast, kost á ítarlegu viðtali. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, vildi ekki veita viðtal á sama hátt og hann hafði áður hafnað viðtalsbeiðnum við íslenska fjölmiðla.“ AWF/TSB hafa beitt sér fyrir því að framleiðslu PMSG, sem unnið er úr merablóði, verði hætt. Samtökin segja Ísteka hafa staðfest það í ársyfirlitinu að markmið hrossaræktunar blóðmerabænda sé að auka hlutfall PMSG í blóði fylfullra hryssa, sem sé ábyrgt gagnvart ræktendum íslenska hestsins sem þurfi að huga að fjölmörgum tegundarbundnum eiginleikum. „Þannig verður ímynd íslenska hestsins smátt og smátt eyðilögð með hverju viðbótarprósenti „blóðmeraeiginleika“. Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06