Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 10:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vísir/vilhelm Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. Með þessu kemur Efling til móts við kröfur um skammtíma kjarasamning sem komið hafa frá öðrum verkalýðsfélögum, ríkisstjórninni og SA. Hækkanir í tilboðinu eru áþekkar því sem gera hefði mátt ráð fyrir á fyrsta ári í þriggja ára samningi, sem krafist var í upphaflegri kröfugerð. Að mati samninganefndar Eflingar þurfa umsamdar hækkanir að verja heimili láglauna- og meðaltekjufólks fyrir áhrifum verðbólgunnar og tryggja þeim eðlilega hlutdeild í hagvexti og fádæma góðri afkomu fyrirtækjanna. Gildir þar einu hvort samið er til skamms eða langs tíma. Stefán Ólafsson sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu var til viðtals í Bítinu í morgun. Samninganefnd Eflingar telur önnur stéttarfélög hafa gert mistök með því að fallast á aðferðafræði prósentuhækkana í viðræðum við SA. Tillögur hafa verið til umræðu þar sem gert er ráð fyrir tvöfalt meiri hækkunum til hátekjuhópa en til láglaunafólks. „Allir eru sammála um að ofþensla og ofneysla í hærri helmingi launastigans eru eitt helsta vandamálið í íslensku efnahagslífi. Seðlabankinn hefur gripið til hóprefsinga gegn allri þjóðinni í formi stýrivaxtahækkana með vísan til þessarar stöðu. Í þessu samhengi er það augljós fjarstæða að ræða um að hálaunafólk eigi að fá tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk,” sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. „Það er hins vegar mögulegt að laga sig að kröfum um skammtímasamning. Tilboð okkar er skammtíma útfærsla á skynsamri og vel rökstuddri kröfugerð samninganefndar Eflingar,“ sagði Sólveig Anna jafnframt. Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR mætir á fund hjá sáttasemjara þrátt fyrir viðræðuslit Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og VR funda með Samtökum atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. 29. nóvember 2022 07:25 Óvenju mikið svigrúm til launahækkana Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. 26. nóvember 2022 15:01 Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Með þessu kemur Efling til móts við kröfur um skammtíma kjarasamning sem komið hafa frá öðrum verkalýðsfélögum, ríkisstjórninni og SA. Hækkanir í tilboðinu eru áþekkar því sem gera hefði mátt ráð fyrir á fyrsta ári í þriggja ára samningi, sem krafist var í upphaflegri kröfugerð. Að mati samninganefndar Eflingar þurfa umsamdar hækkanir að verja heimili láglauna- og meðaltekjufólks fyrir áhrifum verðbólgunnar og tryggja þeim eðlilega hlutdeild í hagvexti og fádæma góðri afkomu fyrirtækjanna. Gildir þar einu hvort samið er til skamms eða langs tíma. Stefán Ólafsson sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá Eflingu var til viðtals í Bítinu í morgun. Samninganefnd Eflingar telur önnur stéttarfélög hafa gert mistök með því að fallast á aðferðafræði prósentuhækkana í viðræðum við SA. Tillögur hafa verið til umræðu þar sem gert er ráð fyrir tvöfalt meiri hækkunum til hátekjuhópa en til láglaunafólks. „Allir eru sammála um að ofþensla og ofneysla í hærri helmingi launastigans eru eitt helsta vandamálið í íslensku efnahagslífi. Seðlabankinn hefur gripið til hóprefsinga gegn allri þjóðinni í formi stýrivaxtahækkana með vísan til þessarar stöðu. Í þessu samhengi er það augljós fjarstæða að ræða um að hálaunafólk eigi að fá tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk,” sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. „Það er hins vegar mögulegt að laga sig að kröfum um skammtímasamning. Tilboð okkar er skammtíma útfærsla á skynsamri og vel rökstuddri kröfugerð samninganefndar Eflingar,“ sagði Sólveig Anna jafnframt.
Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR mætir á fund hjá sáttasemjara þrátt fyrir viðræðuslit Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og VR funda með Samtökum atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. 29. nóvember 2022 07:25 Óvenju mikið svigrúm til launahækkana Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. 26. nóvember 2022 15:01 Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
VR mætir á fund hjá sáttasemjara þrátt fyrir viðræðuslit Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og VR funda með Samtökum atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. 29. nóvember 2022 07:25
Óvenju mikið svigrúm til launahækkana Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. 26. nóvember 2022 15:01
Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16