Þórdís Kolbrún átti fund með Selenskí í Kænugarði: „Dagurinn hefur verið stór og mikill“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 20:37 Þórdís Kolbrún ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu frá Kænugarði í kvöld. Skjáskot Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir það skipta hana miklu máli að sjá aðstæður í Kænugarði með eigin augum. Í dag átti hún og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fundi með Selenskí Úkraínuforseta ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra landsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræddi Sindri Sindrason við Þórdísi Kolbrúnu í beinni útsendingu þar sem hún var stödd í Kænugarði. Þórdís sagði hópinn hafa mætt til borgarinnar snemma í morgun. Það hafi verið mikil upplifun að fylgjast með því hvað borgin beri það með sér að þar sé mikið stríð, en einnig hvað hún beri það með sér að fólk sé að gera sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fólk gengur til vinnu og skóla, blómabúðir eru opnar og svo framvegis. Dagurinn stór og mikill Þórdís segist hafa átt marga góða og upplýsandi fundi í dag, með allmörgum ráðherrum, með orkufyrirtækjum og með Selenskí forseta Úkraíinu. „Það sem hefur staðið upp úr núna er þetta akút ástand þegar kemur að raforkuöryggi og í rauninni vatnsrennsi, þessum grunninnviðum sem fólk þarf að geta gengið að vísu.“ Að neðan má sjá myndefni frá Kænugarði frá Delfi Media: Hún segir þetta mikið af upplýsingum til að melta. „Dagurinn hefur verið stór og mikill. Þetta var mjög góður fundur með forsetanum. Það sem situr eftir er að hér er flott fólk sem er að reyna lifa sínu lífi. Það er þetta ríki sem ræðst inn í Úkraínu og reynir að gera allt sem það getur til að valda sem mestum skaða.“ Hlutverk Íslendinga skýrt Þórdís Kolbrún segir hlutverk okkar Íslendinga alveg skýrt. „Það er að standa með Úkraínu eins lengi og þörf er á. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Ég fór í gegnum það með þeim hvað við höfum gert hingað til, en sagði einnig að við myndum standa með þeim eins lengi og þörf er á. Sem er í mínum huga algjört lykilatriði, það sem er rétt að gera. Það er, eins og ég hef margoft sagt, blákalt hagsmunamat Íslands að þetta sé ekki liðið, og að vina-og bandalagsþjóðir standi saman og alþjóðalög séu virt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra. Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræddi Sindri Sindrason við Þórdísi Kolbrúnu í beinni útsendingu þar sem hún var stödd í Kænugarði. Þórdís sagði hópinn hafa mætt til borgarinnar snemma í morgun. Það hafi verið mikil upplifun að fylgjast með því hvað borgin beri það með sér að þar sé mikið stríð, en einnig hvað hún beri það með sér að fólk sé að gera sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fólk gengur til vinnu og skóla, blómabúðir eru opnar og svo framvegis. Dagurinn stór og mikill Þórdís segist hafa átt marga góða og upplýsandi fundi í dag, með allmörgum ráðherrum, með orkufyrirtækjum og með Selenskí forseta Úkraíinu. „Það sem hefur staðið upp úr núna er þetta akút ástand þegar kemur að raforkuöryggi og í rauninni vatnsrennsi, þessum grunninnviðum sem fólk þarf að geta gengið að vísu.“ Að neðan má sjá myndefni frá Kænugarði frá Delfi Media: Hún segir þetta mikið af upplýsingum til að melta. „Dagurinn hefur verið stór og mikill. Þetta var mjög góður fundur með forsetanum. Það sem situr eftir er að hér er flott fólk sem er að reyna lifa sínu lífi. Það er þetta ríki sem ræðst inn í Úkraínu og reynir að gera allt sem það getur til að valda sem mestum skaða.“ Hlutverk Íslendinga skýrt Þórdís Kolbrún segir hlutverk okkar Íslendinga alveg skýrt. „Það er að standa með Úkraínu eins lengi og þörf er á. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Ég fór í gegnum það með þeim hvað við höfum gert hingað til, en sagði einnig að við myndum standa með þeim eins lengi og þörf er á. Sem er í mínum huga algjört lykilatriði, það sem er rétt að gera. Það er, eins og ég hef margoft sagt, blákalt hagsmunamat Íslands að þetta sé ekki liðið, og að vina-og bandalagsþjóðir standi saman og alþjóðalög séu virt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra.
Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21