Safnað fyrir fimmtán ára pilt sem slasaðist illa í bruna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 17:35 Foreldrar Sigurgeirs, þau Ísak og Noi reka verslunina Ásbyrgi en sjá ekki fram á að geta sinnt rekstrinum meðfram bataferli sonarins. Facebook „Hann er núna á brunadeildinni í Uppsölum og er haldið sofandi. Mér skilst að það sé allt samkvæmt áætlun en það er löng og erfið barátta framundan. Langur og hægur batavegur,“ segir Jón Ármann Gíslason sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði. Hrundið hefur verið af stað söfnun til að styðja við bakið á hinum 15 ára gamla Sigurgeir Sankla Ísakssyni og foreldrum hans en Sigurgeir hlaut alvarleg brunasár í síðustu viku og dvelur nú á sérhæfðri brunadeild á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Ísak Sigurgeirsson og Noi Senee Sankla eru búsett í Kelduhverfi á Kópaskeri ásamt Sigurgeiri syni sínum og starfrækja þar verslunina Ásbyrgi. Jón Ármann er sóknarprestur á staðnum og er í forsvari fyrir söfnunina. Slysið átti sér stað fyrir viku síðan. Jón Ármann segir tildrög slyssins óljós og því er enn ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerðist, annað en það að um óhapp með eld hafi verið að ræða. „Þetta eru bæði annars og þriðja stigs brunasár, hann slasaðist mikið og brunasárin þekja stóran hluta af líkamanum,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi og bætir við að þökk sé skjótum viðbrögðum hafi verið hægt að koma Sigurgeiri undir læknishendur í tæka tíð. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var síðan tekin ákvörðun um að senda hann á háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, þar sem mikil sérþekking er á meiðslum af þessu tagi. Ísak og Noi fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun löng endurhæfing taka við. Margt smátt gerir eitt stórt Í færslu sem Jón Ármann birtir á Facebook segir hann að þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau Ísak og Noi starfrækja verslunina Ásbyrgi og byggja lífsafkomu sína á þeim rekstri. Eðlilega munu þau ekki sinnt rekstrinum með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. „Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar. Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ ritar Jón Ármann í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann mikinn samhug ríkja í litla bæjarfélaginu og slíkt sé ómetanlegt. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en þau finna fyrir þessum mikla hlýhug og samkennd og eru þakklát fyrir það.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á Sigurgeiri og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Kennitala: 590269-6119 Banki: 0192-26-30411 Norðurþing Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Ísak Sigurgeirsson og Noi Senee Sankla eru búsett í Kelduhverfi á Kópaskeri ásamt Sigurgeiri syni sínum og starfrækja þar verslunina Ásbyrgi. Jón Ármann er sóknarprestur á staðnum og er í forsvari fyrir söfnunina. Slysið átti sér stað fyrir viku síðan. Jón Ármann segir tildrög slyssins óljós og því er enn ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerðist, annað en það að um óhapp með eld hafi verið að ræða. „Þetta eru bæði annars og þriðja stigs brunasár, hann slasaðist mikið og brunasárin þekja stóran hluta af líkamanum,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi og bætir við að þökk sé skjótum viðbrögðum hafi verið hægt að koma Sigurgeiri undir læknishendur í tæka tíð. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var síðan tekin ákvörðun um að senda hann á háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, þar sem mikil sérþekking er á meiðslum af þessu tagi. Ísak og Noi fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun löng endurhæfing taka við. Margt smátt gerir eitt stórt Í færslu sem Jón Ármann birtir á Facebook segir hann að þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau Ísak og Noi starfrækja verslunina Ásbyrgi og byggja lífsafkomu sína á þeim rekstri. Eðlilega munu þau ekki sinnt rekstrinum með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. „Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar. Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ ritar Jón Ármann í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann mikinn samhug ríkja í litla bæjarfélaginu og slíkt sé ómetanlegt. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en þau finna fyrir þessum mikla hlýhug og samkennd og eru þakklát fyrir það.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á Sigurgeiri og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Kennitala: 590269-6119 Banki: 0192-26-30411
Norðurþing Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira