FH-ingar heiðra Geir Hallsteinsson í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2022 11:46 Geir Hallsteinsson. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður meðal þeirra sem heiðra munu Geir Hallsteinsson fyrir leik FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld. Geir verður heiðraður fyrir leikinn í kvöld þar sem Íslandsmeistarar FH frá 1984 munu standa heiðursvörð og Friðrik Dór Jónsson mun syngja honum til heiðurs. Það er búist við góðri mætingu á leik FH og Aftureldingar í Olís deildinni í kvöld enda eru líka margir FH-ingar sem vilja ekki missa af möguleikanum á því að þakka Geir fyrir frábær störf fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) Geir Hallsteinsson lýkur störfum í Kaplakrika um áramót en hann hefur starfað í íþróttahúsinu í Kaplakrika frá opnun þess árið 1990 og því í meira en þrjá áratugi. Geir er einn fremsti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og hefur átt sæti í Heiðurshöll ÍSÍ undanfarin sex ár. Geir var fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta og hann var handhafi markamets íslenska landsliðsins í tvo áratugi. Geir hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar og sem forstöðumaður íþróttahússins í Kaplakrika auk annara starfa í húsinu. Geir lék 431 leik fyrir FH á sínum ferli og vann sautján stóra titla með FH-liðinu innan og utanhúss. Geir gerði FH að Íslandsmeisturum 1984 og vann að auki fjölda titla sem þjálfari yngri flokka félagsins. Geir var kosinn íþróttamaður ársins árið 1968. Hann gekk til liðs við Göppingen árið 1973 og varð þá fysti íslenski atvinnumaðurinn í handbolta. Lék 118 leiki fyrir Íslenska landsliðið og skoraði í þeim 531 mark. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 1978 en átti samt markamet landsliðsins allt til ársins 1986 þegar annar FH-ingur, Kristján Arason, sló það. Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar” FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Geir verður heiðraður fyrir leikinn í kvöld þar sem Íslandsmeistarar FH frá 1984 munu standa heiðursvörð og Friðrik Dór Jónsson mun syngja honum til heiðurs. Það er búist við góðri mætingu á leik FH og Aftureldingar í Olís deildinni í kvöld enda eru líka margir FH-ingar sem vilja ekki missa af möguleikanum á því að þakka Geir fyrir frábær störf fyrir félagið. View this post on Instagram A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) Geir Hallsteinsson lýkur störfum í Kaplakrika um áramót en hann hefur starfað í íþróttahúsinu í Kaplakrika frá opnun þess árið 1990 og því í meira en þrjá áratugi. Geir er einn fremsti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og hefur átt sæti í Heiðurshöll ÍSÍ undanfarin sex ár. Geir var fyrsti atvinnumaður Íslands í handbolta og hann var handhafi markamets íslenska landsliðsins í tvo áratugi. Geir hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar og sem forstöðumaður íþróttahússins í Kaplakrika auk annara starfa í húsinu. Geir lék 431 leik fyrir FH á sínum ferli og vann sautján stóra titla með FH-liðinu innan og utanhúss. Geir gerði FH að Íslandsmeisturum 1984 og vann að auki fjölda titla sem þjálfari yngri flokka félagsins. Geir var kosinn íþróttamaður ársins árið 1968. Hann gekk til liðs við Göppingen árið 1973 og varð þá fysti íslenski atvinnumaðurinn í handbolta. Lék 118 leiki fyrir Íslenska landsliðið og skoraði í þeim 531 mark. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 1978 en átti samt markamet landsliðsins allt til ársins 1986 þegar annar FH-ingur, Kristján Arason, sló það. Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar”
Dagskráin í kvöld: Opið hús í kaffi í veislusal Kaplakrika frá kl. 18 Ingvar Viktorsson segir góðar sögur Athöfn á gólfi íþróttahús klukkan 19:15 Þeir aðilar sem heiðra Geir við tilefnið eru Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Viðar Halldórsson formaður FH, Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íslandsmeistarar FH 1984 standa heiðursvörð Friðrik Dór Jónsson syngur lagið “Risar”
FH Olís-deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira