Sósíalisti að morgni, kapítalisti að kveldi Jón Ingi Hákonarson skrifar 28. nóvember 2022 09:00 Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Aftur á móti er hann algjörlega mótfallinn lögmálum markaðarins þegar hann þarf að greiða fyrir aðganginn að fiskimiðunum. Þar vill hann halda öðrum frá og borga það verð sem stjórnmálamenn ákveða. Og ég sem hélt að gallharðir kapítalistar litu niður á hið sósíalíska kerfi. Greinilega bara stundum, alls ekki ef það hentar þeim. Það er kannski skilgreining þeirra á kapítalisma, hvað veit ég? En skilvirkt markaðshagkerfi er það ekki. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngirni á skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það tókst ekki. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái sanngjarna hlutdeild í auðlindarentunni. Þess vegna skil ég ekki af hverju þráast er við að halda í úreltar sósíalískar hugmyndir um verðmyndun þegar kemur að veiðiheimildum. Auðvitað á ríkið að selja þær á markaði og fá sem hæst verð fyrir þær. Með því má ljúka við þriðju stoð kvótakerfisins, sanngirnina. Það skiptir máli að hafa sömu leikreglur alla virðiskeðjuna, er það ekki? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjávarútvegur Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Er hægt að vera gallharður kapítalisti og eitilharður sósíalisti á sama tíma? Svarið er já. Stórútgerðarmaður er gallharður kapítalisti að kveldi þegar hann selur fiskinn sem hann veiddi fyrir hæsta mögulega verð á heimsmarkaði. Aftur á móti er hann algjörlega mótfallinn lögmálum markaðarins þegar hann þarf að greiða fyrir aðganginn að fiskimiðunum. Þar vill hann halda öðrum frá og borga það verð sem stjórnmálamenn ákveða. Og ég sem hélt að gallharðir kapítalistar litu niður á hið sósíalíska kerfi. Greinilega bara stundum, alls ekki ef það hentar þeim. Það er kannski skilgreining þeirra á kapítalisma, hvað veit ég? En skilvirkt markaðshagkerfi er það ekki. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngirni á skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það tókst ekki. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái sanngjarna hlutdeild í auðlindarentunni. Þess vegna skil ég ekki af hverju þráast er við að halda í úreltar sósíalískar hugmyndir um verðmyndun þegar kemur að veiðiheimildum. Auðvitað á ríkið að selja þær á markaði og fá sem hæst verð fyrir þær. Með því má ljúka við þriðju stoð kvótakerfisins, sanngirnina. Það skiptir máli að hafa sömu leikreglur alla virðiskeðjuna, er það ekki? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar