Um þrjú hundruð flugmenn vantar á næstunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2022 09:04 154 nemendur eru nú í flugnámi hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um þrjú hundruð flugmenn mun vanta til starfa á Íslandi á næstu tveimur til þremur árum, og því er mikill áhugi á að læra flug hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir. Námið er verklegt og bóklegt en bóklegi hlutinn fer fram í Keili og verklegi hlutinn fer annað hvort fram á Reykjavíkurflugvelli eða Keflavíkurflugvelli. 154 nemendur eru nú í náminu á öllum stigum þess. „Fólk sækist eftir því að vera flugmenn af því að því langar til þess að sinna starfi, sem er ábyrgðarfullt, með öryggi að leiðarljósi allan daginn og líka ævintýrablóma, sem vill oft verða. Það er ekki í öllum starfsstéttum þar sem þú færð borgað fyrir að horfa út um gluggann,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur segir mikla eftirspurn eftir atvinnuflugmönnum víða um heiminn og ekki síst á Íslandi. „Stærstu flugfélög Íslands eru að stefna á það að ráða um þrjú hundruð flugmenn á næstu tveimur til þremur árum. Þetta sést líka lang best á því að það er verið að kaupa flugvélar og stækka flotann. Og það er talað um að fyrir hverja íslenska flugvél, eða fyrir hverja flugvél, sem kemur á íslenska skrásetningu þá þarf um níu til ellefu flugmenn til að hafa hana í rekstri.“ Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er mest heillandi við það að vera flugmaður? „Að fá að stjórna flottum flugvélum, kynnast og starfa með flottu og mismunandi fólki í krefjandi aðstæðum. Ferðast er auðvitað hluti af þessu og bara upplifa frelsið að vera í loftinu,“ segir Óskar Pétur. Keilir er með flotta flugherma þar sem nemendur fá að æfa sig undir leiðsögn kennara. Nemendur eru mjög ánægðir í náminu þó það kosti fjórtán og hálfa milljón króna. „Við mætum í skólann alla daga og svo bara heim að læra fyrir næsta dag, það er lítið annað, sem er gert á þessum tíma. Konum er alltaf að fjölga í fluginum, sem mér finnst geggjað“, segir Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands. Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Námið er verklegt og bóklegt en bóklegi hlutinn fer fram í Keili og verklegi hlutinn fer annað hvort fram á Reykjavíkurflugvelli eða Keflavíkurflugvelli. 154 nemendur eru nú í náminu á öllum stigum þess. „Fólk sækist eftir því að vera flugmenn af því að því langar til þess að sinna starfi, sem er ábyrgðarfullt, með öryggi að leiðarljósi allan daginn og líka ævintýrablóma, sem vill oft verða. Það er ekki í öllum starfsstéttum þar sem þú færð borgað fyrir að horfa út um gluggann,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur segir mikla eftirspurn eftir atvinnuflugmönnum víða um heiminn og ekki síst á Íslandi. „Stærstu flugfélög Íslands eru að stefna á það að ráða um þrjú hundruð flugmenn á næstu tveimur til þremur árum. Þetta sést líka lang best á því að það er verið að kaupa flugvélar og stækka flotann. Og það er talað um að fyrir hverja íslenska flugvél, eða fyrir hverja flugvél, sem kemur á íslenska skrásetningu þá þarf um níu til ellefu flugmenn til að hafa hana í rekstri.“ Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er mest heillandi við það að vera flugmaður? „Að fá að stjórna flottum flugvélum, kynnast og starfa með flottu og mismunandi fólki í krefjandi aðstæðum. Ferðast er auðvitað hluti af þessu og bara upplifa frelsið að vera í loftinu,“ segir Óskar Pétur. Keilir er með flotta flugherma þar sem nemendur fá að æfa sig undir leiðsögn kennara. Nemendur eru mjög ánægðir í náminu þó það kosti fjórtán og hálfa milljón króna. „Við mætum í skólann alla daga og svo bara heim að læra fyrir næsta dag, það er lítið annað, sem er gert á þessum tíma. Konum er alltaf að fjölga í fluginum, sem mér finnst geggjað“, segir Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands. Tinna Rós Sigurjónsdóttir, nemandi í Flugakademíu Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira