Óvenju mikið svigrúm til launahækkana Stefán Ólafsson skrifar 26. nóvember 2022 15:01 Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. Við 6% hagvöxt og um 3% fólksfjölgun má búast við um 3% hagvexti á mann. Það segir okkur nokkurn veginn hver framleiðniaukningin er. Í venjulegu árferði er lágmark að framleiðniaukning skili sér í kaupmáttaraukningu launafólks. Hagkerfið á því að þola um 3% kaupmáttaraukningu án þess að setja pressu á innlenda verðbólgu. Ef launafólk fær ekki kaupmáttaraukningu sem þessu nemur þá mun hlutur fjármagnseigenda af verðmætasköpuninni í landinu aukast, á kostnað launafólks. Á næsta ári er gert ráð fyrir mikilli fjölgun erlendra ferðamanna (fari úr 1,7 milljónum 2022 í um 2,4 milljónir 2023). Það mun bæta verulega í hagvöxtinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir met eftirspurn eftir vinnuafli næsta sumar. Staða útflutningsgreina er sterk. Horfur fyrir næstu ár eru því góðar hér á landi, betri en spáaðilar gera ráð fyrir, að óbreyttu ástandi heimsmála. Hins vegar segja atvinnurekendur og Seðlabankinn að rúmlega 9% verðbólga kalli á kaupmáttarrýrnun launafólks. Á því er engin þörf. Sú verðbólga sem nú er kemur að tveimur þriðju erlendis frá. Mistök við hagstjórn húsnæðismála, sem Seðlabankinn á stóran þátt í, eru stærsti hluti annarra orsaka verðbólgunnar. Lækkun kaupmáttar launafólks hefur nær engin áhrif á þessa verðbólgu, en hún myndi stórauka arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna, sem eru mjög miklar fyrir. Verðbólgan sem kemur erlendis frá mun lækka þegar aðstæður batna þar. Raunar hafa þær verðhækkanir á olíu og matvælum á heimsmarkaði sem urðu strax í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þegar gengið til baka. Íslensk fyrirtæki eiga hins vegar eftir að skila þeim betur til neytenda. Eldsneyti á bíla ætti t.d. að vera komið niður í um 260-270 kr. á lítra, en er vel yfir 300 kr. Allir þurfa að muna að það er þjóðarkakan sem er til skiptanna í kjarasamningum, en ekki verðbólgan. Og svigrúm til launahækkana er óvenju gott nú. Höfundur er pófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu - stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Stefán Ólafsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. Við 6% hagvöxt og um 3% fólksfjölgun má búast við um 3% hagvexti á mann. Það segir okkur nokkurn veginn hver framleiðniaukningin er. Í venjulegu árferði er lágmark að framleiðniaukning skili sér í kaupmáttaraukningu launafólks. Hagkerfið á því að þola um 3% kaupmáttaraukningu án þess að setja pressu á innlenda verðbólgu. Ef launafólk fær ekki kaupmáttaraukningu sem þessu nemur þá mun hlutur fjármagnseigenda af verðmætasköpuninni í landinu aukast, á kostnað launafólks. Á næsta ári er gert ráð fyrir mikilli fjölgun erlendra ferðamanna (fari úr 1,7 milljónum 2022 í um 2,4 milljónir 2023). Það mun bæta verulega í hagvöxtinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir met eftirspurn eftir vinnuafli næsta sumar. Staða útflutningsgreina er sterk. Horfur fyrir næstu ár eru því góðar hér á landi, betri en spáaðilar gera ráð fyrir, að óbreyttu ástandi heimsmála. Hins vegar segja atvinnurekendur og Seðlabankinn að rúmlega 9% verðbólga kalli á kaupmáttarrýrnun launafólks. Á því er engin þörf. Sú verðbólga sem nú er kemur að tveimur þriðju erlendis frá. Mistök við hagstjórn húsnæðismála, sem Seðlabankinn á stóran þátt í, eru stærsti hluti annarra orsaka verðbólgunnar. Lækkun kaupmáttar launafólks hefur nær engin áhrif á þessa verðbólgu, en hún myndi stórauka arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna, sem eru mjög miklar fyrir. Verðbólgan sem kemur erlendis frá mun lækka þegar aðstæður batna þar. Raunar hafa þær verðhækkanir á olíu og matvælum á heimsmarkaði sem urðu strax í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þegar gengið til baka. Íslensk fyrirtæki eiga hins vegar eftir að skila þeim betur til neytenda. Eldsneyti á bíla ætti t.d. að vera komið niður í um 260-270 kr. á lítra, en er vel yfir 300 kr. Allir þurfa að muna að það er þjóðarkakan sem er til skiptanna í kjarasamningum, en ekki verðbólgan. Og svigrúm til launahækkana er óvenju gott nú. Höfundur er pófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu - stéttarfélagi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun