Vonast til að komast aftur heim til Rússlands Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. nóvember 2022 11:01 Olga, Masha, Diana og Taso úr hljómsveitinni Pussy Riot. Vísri/Ívar Rússneska pönksveitin Pussy Riot hélt í gær sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þessa sýningu flokkuðu þær sem tónleika, gjörningalist og pólitískan viðburð. Sýningin var hluti af sýningarferð sem þær fara nú um Evrópu. Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, sagði það heiður að fá Pussy Riot í Þjóðleikhúsið. Þær væru með merkustu listamönnum samtímans og þær hefðu gefið allt fyrir listina. Það hefði verið sagt að þeirra gjörningar væru með merkustu pólitísku viðburðum í heiminum. Masha, Taso, Olga og Diana ræddu við Stöð 2 í gærkvöldi og sögðu þær meðal annars frá yfirlitssýningu sem stendur yfir í Kling & Bang á Granda þar sem farið er yfir feril hljómsveitarinnar. Þær sögðu sýninguna fanga sögu Pussy Riot, allt frá því þær héldu fyrsta gjörning þeirra á Rauða torginu þar til Masha slapp úr fangelsi í Rússlandi, eftir að hún sat þar inni í tvö ár. Sýningin inniheldur meðal annars myndbönd frá gjörningum þeirra og lög hljómsveitarinnar. Þær sögðu einnig að ástandið í Rússlandi hefði aldrei verið verra en nú, á lífstíð þeirra, og það versnaði sífellt meira. Meðlimir hljómsveitarinnar segjast standa með Úkraínu vegna innrásar Rússa og segja að allir peningar sem safnist með sýningarferðinni um Evrópu muni fara til barnasjúkrahúss í Kænugarði. Þær flúðu Rússland þegar innrásin hófst en segjast vonast til þess að geta snúið aftur. Rússland sé heimaríki þeirra. Þær vita ekki hvenær þær munu geta snúið aftur heim, en eru vissar um að það muni gerast. Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslandsvinir Leikhús Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, sagði það heiður að fá Pussy Riot í Þjóðleikhúsið. Þær væru með merkustu listamönnum samtímans og þær hefðu gefið allt fyrir listina. Það hefði verið sagt að þeirra gjörningar væru með merkustu pólitísku viðburðum í heiminum. Masha, Taso, Olga og Diana ræddu við Stöð 2 í gærkvöldi og sögðu þær meðal annars frá yfirlitssýningu sem stendur yfir í Kling & Bang á Granda þar sem farið er yfir feril hljómsveitarinnar. Þær sögðu sýninguna fanga sögu Pussy Riot, allt frá því þær héldu fyrsta gjörning þeirra á Rauða torginu þar til Masha slapp úr fangelsi í Rússlandi, eftir að hún sat þar inni í tvö ár. Sýningin inniheldur meðal annars myndbönd frá gjörningum þeirra og lög hljómsveitarinnar. Þær sögðu einnig að ástandið í Rússlandi hefði aldrei verið verra en nú, á lífstíð þeirra, og það versnaði sífellt meira. Meðlimir hljómsveitarinnar segjast standa með Úkraínu vegna innrásar Rússa og segja að allir peningar sem safnist með sýningarferðinni um Evrópu muni fara til barnasjúkrahúss í Kænugarði. Þær flúðu Rússland þegar innrásin hófst en segjast vonast til þess að geta snúið aftur. Rússland sé heimaríki þeirra. Þær vita ekki hvenær þær munu geta snúið aftur heim, en eru vissar um að það muni gerast.
Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslandsvinir Leikhús Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira