Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja með fjölskyldu sína Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2022 09:04 Heiða Ingimarsdóttir, sem þarf að flytja með fjölskyldu sína og hundinn suður yfir jól- og áramót en hún er komin rúmlega átta mánuði á leið. Fjölskyldan býr í Fellabæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Barnshafandi kona á Austurlandi þarf að flytja suður með fimm manna fjölskyldu sína og hundinn yfir jól og áramót því hún getur ekki fætt barnið sitt í Neskaupstað. Ástæðan er sú að það verður engin skurðlæknir þar á vakt yfir jólahátíðina. Hér erum við að tala um Heiðu Ingimarsdóttur en hún er komin rúmlega 8 mánuði á leið og er skráð í fæðingu í byrjun nýs árs. Barnið gæti þó fæðst fyrr eða seinna eins og allir vita. Heiða og fjölskylda búa í Fellabæ rétt við Egilsstaði. En af hverju þarf Heiða að flytja suður með allt sitt fólk? „Við eigum von á okkar fimmta barni og við fengum símtal fyrir einum og hálfum mánuði um að það verður ekki skurðlæknir á Neskaupstað og þar að leiðandi þurfum við að fara suður um jólin með alla okkar fjölskyldu og hund. Við fengum sumarhús á Suðurlandi og verður þar en erum þá allavega í nálægð við Landsspítalann ef að ég skyldi fara af stað,” segir Heiða. Er þetta ekki meiriháttar mál fyrir ykkur? „Jú, þetta er það því það er meira en að segja það, en við erum samt heppin að við vitum að þetta stendur til og þetta er ekki að koma okkur á óvart á meðan það er fólk, sem gæti þurft á að halda skurðlækni yfir jólin, sem hefur ekki fyrirvara.” Heiða segir að ekki hafi fengist afleysing fyrir skurðlækninn, sem verður í fríi yfir jóla og áramót og því sé staðan eins og hún er. Sama hafi verið upp á teningnum síðasta sumar þegar læknirinn var í fríi. Hvað finnst þér um þetta ástand? „Þetta er bara ekki hægt, að geta ekki verið heima hjá sér yfir jólin og notið þess í rólegheitum síðustu vikurnar á meðgöngunni, heldur að þurfa að hafa áhyggjur af því að selflytja alla fjölskylduna þvert yfir landið og finna sér húsnæði.” Heiða er langt frá því að vera hress með að þurfa að flytja í burtu af svæðinu í nokkrar vikur því að það verður engin skurðlæknir á vakt í Neskaupstað yfir jól- og áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða segir að allar íbúðir stéttarfélaganna hafi verið uppbókaðar á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót en að þau hafa verið svo heppin að fá sumarbústað í Grímsnesi. Og þetta kostar heilmikið fyrir ykkur? „Já, já, það er kostnaður af þessu og þetta er líka rót. Á sumrin hefði maður kannski getað komið börnunum í pössun en maður stígar ekki fjölskyldunni allri í sundur yfir hátíðirnar,” segir Heiða. Múlaþing Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Hér erum við að tala um Heiðu Ingimarsdóttur en hún er komin rúmlega 8 mánuði á leið og er skráð í fæðingu í byrjun nýs árs. Barnið gæti þó fæðst fyrr eða seinna eins og allir vita. Heiða og fjölskylda búa í Fellabæ rétt við Egilsstaði. En af hverju þarf Heiða að flytja suður með allt sitt fólk? „Við eigum von á okkar fimmta barni og við fengum símtal fyrir einum og hálfum mánuði um að það verður ekki skurðlæknir á Neskaupstað og þar að leiðandi þurfum við að fara suður um jólin með alla okkar fjölskyldu og hund. Við fengum sumarhús á Suðurlandi og verður þar en erum þá allavega í nálægð við Landsspítalann ef að ég skyldi fara af stað,” segir Heiða. Er þetta ekki meiriháttar mál fyrir ykkur? „Jú, þetta er það því það er meira en að segja það, en við erum samt heppin að við vitum að þetta stendur til og þetta er ekki að koma okkur á óvart á meðan það er fólk, sem gæti þurft á að halda skurðlækni yfir jólin, sem hefur ekki fyrirvara.” Heiða segir að ekki hafi fengist afleysing fyrir skurðlækninn, sem verður í fríi yfir jóla og áramót og því sé staðan eins og hún er. Sama hafi verið upp á teningnum síðasta sumar þegar læknirinn var í fríi. Hvað finnst þér um þetta ástand? „Þetta er bara ekki hægt, að geta ekki verið heima hjá sér yfir jólin og notið þess í rólegheitum síðustu vikurnar á meðgöngunni, heldur að þurfa að hafa áhyggjur af því að selflytja alla fjölskylduna þvert yfir landið og finna sér húsnæði.” Heiða er langt frá því að vera hress með að þurfa að flytja í burtu af svæðinu í nokkrar vikur því að það verður engin skurðlæknir á vakt í Neskaupstað yfir jól- og áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða segir að allar íbúðir stéttarfélaganna hafi verið uppbókaðar á höfuðborgarsvæðinu yfir jól og áramót en að þau hafa verið svo heppin að fá sumarbústað í Grímsnesi. Og þetta kostar heilmikið fyrir ykkur? „Já, já, það er kostnaður af þessu og þetta er líka rót. Á sumrin hefði maður kannski getað komið börnunum í pössun en maður stígar ekki fjölskyldunni allri í sundur yfir hátíðirnar,” segir Heiða.
Múlaþing Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira