Harmar viðræðuslit Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2022 12:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. „Ég harma það að sjálfsögðu að þetta hafi verið niðurstaða VR að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti og vona að næstu dagar feli í sér einhverja opnun þannig að hægt sé að setjast aftur að samningaborðinu,“ sagði Katrín að loknum ríksstjórnarfundi í morgun. Katrín boðaði aðila vinnumarkaðarins á nokkuð óvæntan fund í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Nokkurrar bjartsýni gætti eftir þann fund, sem virðist nú að engu orðin. „Ég batt vonir við það í gær, eftir okkar fund, að það væru þó einhverjir fletir á einhvers konar skammtímasamningi. Það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Katrín. Svo virðist sem að orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi Viðskiptaráðs í gær, hafi hleypt illu blóði í samninganefn VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi þau sem eina af ástæðu viðræðuslita í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þar sagði hann forsætisráðherra segja eitt, en fjármálaráðherra annað. Katrín segir hins vegar að afstaða stjórnvalda gagnvart mögulegri aðkomu að kjarasamningum sé skýr. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun.Vísir/Vilhelm „Það liggur algjörlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algjörlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ sagði Katrín. Engin óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um þessi möguleg skref. „Það er engin óeining um það hvernig ríkisvaldið eigi að koma að samningum en að sjálfsögðu höfum ólíka pólitíska sýn á þessum málum öllu saman. En það er engin óeining um það hver við teljum að aðkoma stjórnvalda eigi að vera.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. „Ég harma það að sjálfsögðu að þetta hafi verið niðurstaða VR að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti og vona að næstu dagar feli í sér einhverja opnun þannig að hægt sé að setjast aftur að samningaborðinu,“ sagði Katrín að loknum ríksstjórnarfundi í morgun. Katrín boðaði aðila vinnumarkaðarins á nokkuð óvæntan fund í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Nokkurrar bjartsýni gætti eftir þann fund, sem virðist nú að engu orðin. „Ég batt vonir við það í gær, eftir okkar fund, að það væru þó einhverjir fletir á einhvers konar skammtímasamningi. Það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Katrín. Svo virðist sem að orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi Viðskiptaráðs í gær, hafi hleypt illu blóði í samninganefn VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi þau sem eina af ástæðu viðræðuslita í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þar sagði hann forsætisráðherra segja eitt, en fjármálaráðherra annað. Katrín segir hins vegar að afstaða stjórnvalda gagnvart mögulegri aðkomu að kjarasamningum sé skýr. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun.Vísir/Vilhelm „Það liggur algjörlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algjörlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ sagði Katrín. Engin óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um þessi möguleg skref. „Það er engin óeining um það hvernig ríkisvaldið eigi að koma að samningum en að sjálfsögðu höfum ólíka pólitíska sýn á þessum málum öllu saman. En það er engin óeining um það hver við teljum að aðkoma stjórnvalda eigi að vera.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04
VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47