Mátturinn í hugviti mannkyns Hrund Gunnsteinsdóttir og Ísabella Ósk Másdóttir skrifa 25. nóvember 2022 11:00 Matur, kerfi og tilgangur Alþjóðlegt matvælakerfi er dæmi um einstakt afrek mannkynsins. Það fæðir 7.9 milljarða manna og um 40% af mannkyni starfar í matvælakerfinu sem skapar um þriðjung af vergri heimsframleiðslu. Covid-heimsfaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga og átök eins og innrás Rússa í Úkraínu hafa varpað ljósi á hversu samofin kerfin og virðiskeðjurnar okkar eru. Verð á mat hefur náð hæstu hæðum á þessu ári og fjöldi fólks sem býr við alvarlegt mataróöryggi hefur tvölfaldast frá árinu 2019, samkvæmt Alþjóðlegu Matvælastofnuninni. Við erum á umbreytingartímum og nú þarf að hugsa vel hvernig matkvælakerfi við viljum skapa. Styrkjum innlenda matvælaframleiðslu Við á Íslandi flytjum um helming af matvælum sem við neytum til landsins og „neyðarbirgðir á Íslandi eru sáralitlar,“ eins og fram kom í þætti Kveiks í síðasta mánuði. Í ljósi þess að við þurfum að auka árvekni um fæðuöryggi á Íslandi, tryggja að við verðum minna háð innfluttum hráefnum og aðföngum og styrkja innlenda matvælaframleiðslu, boðaði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, til fyrsta Matvælaþingsins hérlendis. Á sama tíma voru kynnt drög að nýrri matvælastefnu fyrir Ísland. Fulltrúar starfsgreina sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla hérlendis komu saman í Hörpu og gáfu endurgjöf á drögin sem og veganesti inn í frekari þróun á þeim. Drög að matvælastefnu verða svo sett í samráðsgátt stjórnvalda, áður en unnin verður þingsályktunartillaga um matvælastefnu sem verður lögð fyrir Alþingi. Sinn versti óvinur? Matvælabransinn er einn mest mengandi iðnaður í heiminum og á sama tíma sá iðnaður sem loftslagsbreytingar hafa hvað mest áhrif á. Við höfum þegar umbreytt um helmingi af íbúarhæfu landi á jörðinni í ræktarland eða nýtt það í beitingu búfjár. Rekja má um 80% af rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika til þess hvernig við nýtum náttúruna til framleiðslu matar og nýtingu búfjár. Segja má að alþjóðlegt matvælakerfi sé sinn versti óvinur. Það tekur á móti gjöfum jarðar um leið og það grefur hratt undan þeim auðlindum sem það reiðir sig á. Matvælakerfin verði hreyfiafl í átt að sjálfbærni En svona þarf matvælabransinn ekki að vera. Hægt er að búa svo um hnútana að framleiðsla, þróun og dreifing matvæla sé í sátt við þolmörk jarðar og um leið svari þörfum og eftirspurn fólks. Sem dæmi er gífurleg umframframleiðsla á óhollum mat, sem dregur úr heilsu fólks. Þar að auki sóum við um þriðjungi matvæla á heimsvísu. Á móti kemur að í matvælakerfunum okkar felast stærstu tækifærin til að leysa loftslagskrísuna, sérstaklega þegar kemur að bindingu kolefnis og notkun á grænni orku. Hér liggja fjölmörg tækifæri á Íslandi sem og í íslensku hugviti sem beita má um allan heim. Áherslan á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið markar leiðina Við hjá Festu fögnum áherslum á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið í drögunum að matvælastefnu fyrir Ísland. Þar koma orðin sjálfbærni fyrir 29 sinnum og hringrásarhagkerfið 17 sinnum. Þetta er vísbending um réttan fókus. Á þinginu sjálfu kom það bersýnilega fram að í slíkum áherslum felast okkar stærstu tækifæri og áskoranir. Leiðarljós í rétta átt Við sjáum dæmi um slíkt hugvit í samstarfsverkefninu Orkídea á Suðurlandi, sem stuðlar að betri, grænni orkunýtingu og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. VAXA, sem stundar lóðréttan landbúnað við framleiðslu á heilnæmum mat, káli og kryddjurtum, notar 90% minna vatn en hefðbundin utandyraræktun og notar ekkert skordýraeitur í sinni framleiðslu. Verandi er húð- og hárvöruframleiðandi sem endurvinnur og endurnýtir hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu sem annars yrði hent. Á svipaðan hátt vinnur Gefn að því að skapa verðmæti úr aukaafurðum og úrgangi frá vinnslu líffitu, um leið og CO2 er bundið í ferlið. Fyrirtæki eins og súkkulaðiframleiðandinn Omnom eru í fararbroddi þegar kemur að því að tryggja sjálfbærni í allri virðiskeðjunni og mannsæmandi kjör fyrir kakóbaunaframleiðendur. 10.000 ára jafnvægi raskað á einni mannsævi Í 10.000 ár hafa veðurkerfi jarðar verið í þónokkru jafnvægi. Sveiflast um 1 gráðu til eða frá á þeim langa tíma. Á einni mannsævi hefur okkur tekist að raska þessu mikilvæga jafnvægi sem hefur gert okkur kleift að áætla uppskerur, flutninga, ferðalög og viðskiptaplön svo lengi sem fólk man. Í dag hefur meðalhlýnun þegar náð 1.2 gráðu á celsíus. Færri en níu uppskeru- eða gróðursetningarlotur eru eftir til ársins 2030, þegar við ætlum okkur að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulaginu, sem felur í sér að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun, miðað við upphaf iðnbyltingar. Hagkerfin eiga að þjóna fólki og náttúru, ekki öfugt Í bók sinni Value(s) skrifar Mark Carney, fyrrverandi Seðlabankastjóri Englands og Kanada um sögu hagkerfis okkar og hvetur okkur til að endurskoða skilgreiningu okkar á virði. Hann segir okkur hafa misst tilfinninguna fyrir virði náttúrunnar sem við reiðum okkur á til að keyra áfram hagkerfin okkar, skapa verðmæti og hreinlega lifa af. Hann vísar í Oscar Wilde þegar hann segir „við vitum verðið á öllu en virði einskis.“ Carney gerir að umræðuefni hversu hratt við göngum á auðlindir jarðar án þess að greiða kostnaðarverð fyrir eða hlúa að getu jarðar til að endurnýja krafta sína. Hann tekur Amazon regnskóginn sem dæmi, en hann gegnir lykilhlutverki í veður- og vistkerfum heims. Á fyrstu 2 mánuðum þessa árs, var tvisvar sinnum stærri hluti af Amazon regnskóginum jafnaður við jörðu en að meðaltali á ári, síðastliðin tíu ár. Carney segir okkur ekki skilja eða vita virði trés í regnskógum Amazon, en höfum á hreinu hvað timbur í búðarhillu kostar. Í panelumræðum hitti Stefán Jón Hafstein, fyrrum sendiherra Íslands hjá FAO og höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, naglann á höfuðið þegar hann sagði að ,,hagkerfið þarf að þjóna matvælakerfinu, ekki öfugt.“ Þetta er spurning um forgangsröðun. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöð um sjálfbærniÍsabella Ósk Másdóttir, miðlunarstjóri Festu – miðstöð um sjálfbærni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Matur, kerfi og tilgangur Alþjóðlegt matvælakerfi er dæmi um einstakt afrek mannkynsins. Það fæðir 7.9 milljarða manna og um 40% af mannkyni starfar í matvælakerfinu sem skapar um þriðjung af vergri heimsframleiðslu. Covid-heimsfaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga og átök eins og innrás Rússa í Úkraínu hafa varpað ljósi á hversu samofin kerfin og virðiskeðjurnar okkar eru. Verð á mat hefur náð hæstu hæðum á þessu ári og fjöldi fólks sem býr við alvarlegt mataróöryggi hefur tvölfaldast frá árinu 2019, samkvæmt Alþjóðlegu Matvælastofnuninni. Við erum á umbreytingartímum og nú þarf að hugsa vel hvernig matkvælakerfi við viljum skapa. Styrkjum innlenda matvælaframleiðslu Við á Íslandi flytjum um helming af matvælum sem við neytum til landsins og „neyðarbirgðir á Íslandi eru sáralitlar,“ eins og fram kom í þætti Kveiks í síðasta mánuði. Í ljósi þess að við þurfum að auka árvekni um fæðuöryggi á Íslandi, tryggja að við verðum minna háð innfluttum hráefnum og aðföngum og styrkja innlenda matvælaframleiðslu, boðaði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, til fyrsta Matvælaþingsins hérlendis. Á sama tíma voru kynnt drög að nýrri matvælastefnu fyrir Ísland. Fulltrúar starfsgreina sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla hérlendis komu saman í Hörpu og gáfu endurgjöf á drögin sem og veganesti inn í frekari þróun á þeim. Drög að matvælastefnu verða svo sett í samráðsgátt stjórnvalda, áður en unnin verður þingsályktunartillaga um matvælastefnu sem verður lögð fyrir Alþingi. Sinn versti óvinur? Matvælabransinn er einn mest mengandi iðnaður í heiminum og á sama tíma sá iðnaður sem loftslagsbreytingar hafa hvað mest áhrif á. Við höfum þegar umbreytt um helmingi af íbúarhæfu landi á jörðinni í ræktarland eða nýtt það í beitingu búfjár. Rekja má um 80% af rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika til þess hvernig við nýtum náttúruna til framleiðslu matar og nýtingu búfjár. Segja má að alþjóðlegt matvælakerfi sé sinn versti óvinur. Það tekur á móti gjöfum jarðar um leið og það grefur hratt undan þeim auðlindum sem það reiðir sig á. Matvælakerfin verði hreyfiafl í átt að sjálfbærni En svona þarf matvælabransinn ekki að vera. Hægt er að búa svo um hnútana að framleiðsla, þróun og dreifing matvæla sé í sátt við þolmörk jarðar og um leið svari þörfum og eftirspurn fólks. Sem dæmi er gífurleg umframframleiðsla á óhollum mat, sem dregur úr heilsu fólks. Þar að auki sóum við um þriðjungi matvæla á heimsvísu. Á móti kemur að í matvælakerfunum okkar felast stærstu tækifærin til að leysa loftslagskrísuna, sérstaklega þegar kemur að bindingu kolefnis og notkun á grænni orku. Hér liggja fjölmörg tækifæri á Íslandi sem og í íslensku hugviti sem beita má um allan heim. Áherslan á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið markar leiðina Við hjá Festu fögnum áherslum á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið í drögunum að matvælastefnu fyrir Ísland. Þar koma orðin sjálfbærni fyrir 29 sinnum og hringrásarhagkerfið 17 sinnum. Þetta er vísbending um réttan fókus. Á þinginu sjálfu kom það bersýnilega fram að í slíkum áherslum felast okkar stærstu tækifæri og áskoranir. Leiðarljós í rétta átt Við sjáum dæmi um slíkt hugvit í samstarfsverkefninu Orkídea á Suðurlandi, sem stuðlar að betri, grænni orkunýtingu og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. VAXA, sem stundar lóðréttan landbúnað við framleiðslu á heilnæmum mat, káli og kryddjurtum, notar 90% minna vatn en hefðbundin utandyraræktun og notar ekkert skordýraeitur í sinni framleiðslu. Verandi er húð- og hárvöruframleiðandi sem endurvinnur og endurnýtir hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu sem annars yrði hent. Á svipaðan hátt vinnur Gefn að því að skapa verðmæti úr aukaafurðum og úrgangi frá vinnslu líffitu, um leið og CO2 er bundið í ferlið. Fyrirtæki eins og súkkulaðiframleiðandinn Omnom eru í fararbroddi þegar kemur að því að tryggja sjálfbærni í allri virðiskeðjunni og mannsæmandi kjör fyrir kakóbaunaframleiðendur. 10.000 ára jafnvægi raskað á einni mannsævi Í 10.000 ár hafa veðurkerfi jarðar verið í þónokkru jafnvægi. Sveiflast um 1 gráðu til eða frá á þeim langa tíma. Á einni mannsævi hefur okkur tekist að raska þessu mikilvæga jafnvægi sem hefur gert okkur kleift að áætla uppskerur, flutninga, ferðalög og viðskiptaplön svo lengi sem fólk man. Í dag hefur meðalhlýnun þegar náð 1.2 gráðu á celsíus. Færri en níu uppskeru- eða gróðursetningarlotur eru eftir til ársins 2030, þegar við ætlum okkur að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulaginu, sem felur í sér að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun, miðað við upphaf iðnbyltingar. Hagkerfin eiga að þjóna fólki og náttúru, ekki öfugt Í bók sinni Value(s) skrifar Mark Carney, fyrrverandi Seðlabankastjóri Englands og Kanada um sögu hagkerfis okkar og hvetur okkur til að endurskoða skilgreiningu okkar á virði. Hann segir okkur hafa misst tilfinninguna fyrir virði náttúrunnar sem við reiðum okkur á til að keyra áfram hagkerfin okkar, skapa verðmæti og hreinlega lifa af. Hann vísar í Oscar Wilde þegar hann segir „við vitum verðið á öllu en virði einskis.“ Carney gerir að umræðuefni hversu hratt við göngum á auðlindir jarðar án þess að greiða kostnaðarverð fyrir eða hlúa að getu jarðar til að endurnýja krafta sína. Hann tekur Amazon regnskóginn sem dæmi, en hann gegnir lykilhlutverki í veður- og vistkerfum heims. Á fyrstu 2 mánuðum þessa árs, var tvisvar sinnum stærri hluti af Amazon regnskóginum jafnaður við jörðu en að meðaltali á ári, síðastliðin tíu ár. Carney segir okkur ekki skilja eða vita virði trés í regnskógum Amazon, en höfum á hreinu hvað timbur í búðarhillu kostar. Í panelumræðum hitti Stefán Jón Hafstein, fyrrum sendiherra Íslands hjá FAO og höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, naglann á höfuðið þegar hann sagði að ,,hagkerfið þarf að þjóna matvælakerfinu, ekki öfugt.“ Þetta er spurning um forgangsröðun. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöð um sjálfbærniÍsabella Ósk Másdóttir, miðlunarstjóri Festu – miðstöð um sjálfbærni
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun