Nýr veruleiki tekinn við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 00:03 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Nýr veruleiki er tekinn við í afbrotum sem lögregla fæst við, segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir sömu stöðu upp komna og hefur verið á öðrum Norðurlöndum undanfarin ár. Bæði breska og bandaríska sendiráðið hafa varað ríkisborga sína við ástandi sem gæti skapast í miðbænum vegna átaka og hótana milli tveggja hópa. Karl Steinar ítrekar hins vegar að almenningi ætti ekki að stafa ógn af átökunum. Sjá einnig: Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni „Við teljum að lögregla hafi upplýst almenning mjög vel um þessa stöðu og þróun og í raun gripið mjög sterkt og fast inn í þessa atburðarrás. Það sem við skiljum að bandaríska sendiráðið sé að senda til sinna þegna, er að fara varlega og viti af þessu sem er að gerast. Þannig það endurspeglar það sem við höfum verið að gera.“ Karl Steinar bætir þó við að ógn stafi af skipulagðri brotastarfsemi. „Sú ógn er gegn samfélaginu og gegn einstaklingum. Við þurfum að hafa það í huga að almennt er það þannig, þegar það eru svona átök milli hópa, að þá beinist sú ógn fyrst og fremst milli þeirra sjálfra. Það eru hins vegar dæmi um það að einstaklingar og almenningur verði þar þolendur, sem betur fer eru þau tilvik ekki mörg en þau geta verið alvarleg,“ segir Karl og segir undanfarna dagar vera áhyggjuefni. Erum við að nálgast það ástand sem hefur verið í nágrannalöndum og er þetta komið til að vera? „Vonandi ekki. Þetta er hins vegar nákvæmlega sama staða og hefur verið á Norðurlöndum. Við höfum því miður verið að sjá vaxandi tilvik þar sem vopnum er beitt með ýmsum hætti, sem og alvarleg tilvik. Það er því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með.“ Nýr veruleiki? „Já, því miður.“ Sjá má viðtalið í heild sinni þegar 2:36 eru liðnar af fréttinni: Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bæði breska og bandaríska sendiráðið hafa varað ríkisborga sína við ástandi sem gæti skapast í miðbænum vegna átaka og hótana milli tveggja hópa. Karl Steinar ítrekar hins vegar að almenningi ætti ekki að stafa ógn af átökunum. Sjá einnig: Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni „Við teljum að lögregla hafi upplýst almenning mjög vel um þessa stöðu og þróun og í raun gripið mjög sterkt og fast inn í þessa atburðarrás. Það sem við skiljum að bandaríska sendiráðið sé að senda til sinna þegna, er að fara varlega og viti af þessu sem er að gerast. Þannig það endurspeglar það sem við höfum verið að gera.“ Karl Steinar bætir þó við að ógn stafi af skipulagðri brotastarfsemi. „Sú ógn er gegn samfélaginu og gegn einstaklingum. Við þurfum að hafa það í huga að almennt er það þannig, þegar það eru svona átök milli hópa, að þá beinist sú ógn fyrst og fremst milli þeirra sjálfra. Það eru hins vegar dæmi um það að einstaklingar og almenningur verði þar þolendur, sem betur fer eru þau tilvik ekki mörg en þau geta verið alvarleg,“ segir Karl og segir undanfarna dagar vera áhyggjuefni. Erum við að nálgast það ástand sem hefur verið í nágrannalöndum og er þetta komið til að vera? „Vonandi ekki. Þetta er hins vegar nákvæmlega sama staða og hefur verið á Norðurlöndum. Við höfum því miður verið að sjá vaxandi tilvik þar sem vopnum er beitt með ýmsum hætti, sem og alvarleg tilvik. Það er því full ástæða til að fara varlega og fylgjast með.“ Nýr veruleiki? „Já, því miður.“ Sjá má viðtalið í heild sinni þegar 2:36 eru liðnar af fréttinni:
Lögreglan Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 „Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sá yngsti í haldi 17 ára og sá elsti 40 ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59
„Þeir virðast vera bara með nóg af vopnum“ Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átökin undanfarna daga snúast um völd. 23. nóvember 2022 18:47