Þá munu Bandaríkjamenn einnig senda Úkraínumönnum 200 rafstöðvar. Rafmagnslaust er víða í landinu vegna umfangsmikilla árása Rússa á innviði síðustu daga.
Guardian greinir frá því að meðal hergagna verði skotfæri fyrir NASAMS loftvarnarkerfi, fleiri HIMARS kerfi og stærri vélbyssur útbúnar hitamyndavélum, sem gagnast eiga í baráttu við dróna.
Volódímír Selenskí Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjamönnum fyrir stuðninginn á Twitter í dag: „Úkraína hræðist ekki huglausar árásir rússneskra stríðsglæpamanna. Saman munum við vinna.“
Ukraine will not be scared by cowardly inhumane terrorist attacks of Russian war criminals. Thank you @POTUS and 🇺🇸 people for standing with Ukraine and responding with a new PDA package which would allow us to save lives and continue our fight for Ukraine! Together we win!
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 23, 2022
Eins og greint var frá í dag hafa umfangsmiklar stýriflaugaárásir Rússa á Úkraínu leitt til þess að rafmangslaust er víða um landið. Minnst þrír létust og níu særðust í Kænugarði í dag og hefur neysluvatn verið af skornum skammti í kjölfar árásanna.